Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 32
„Vissulega hef ég verulegar áhyggjur,“ segir Kristján Gunnars- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins. „Mér skilst að húsnæð- isliðurinn sé enn að hækka þannig að spennan á byggingamarkaði er greinilega mikil.“ Hann segist vita til þess að hag- fræðingar spái því að húsnæðis- verð fari brátt lækkandi. „Þá fer ég að hafa áhyggjur af þeim sem þegar hafa keypt sér húsnæði með háum lánum. Það getur hreinlega leitt til eignaupptöku hjá þeim sem eru að berjast við að fá sér þak yfir höfuð- ið,“ segir Kristján sem telur að við séum hvað veikust fyrir þegar kem- ur að fasteignamarkaðinum. Verðbólgan er 4,5 prósent og hækkaði um 0,51 prósent frá sept- embermánuði. Hjördís Vilhjálmsdóttir hjá grein- ingardeild Glitnis segir að hækkun- in hafi þær afleiðingar að öll verð- tryggð lán hækki sem þessu nemur. Verðbólga jókst mun meira í síð- asta mánuði, eða um 1,3 prósent. Hjördís segir það skýrast að miklu leyti af útsölulokum og hækkandi fasteignaverði. Matvöruverð hef- ur einnig hækkað lítillega, aðal- lega vegna verðhækkana erlend- is. Hveiti hækkaði mikið nýlega og muna margir eftir kröftugum mót- mælum Ítala sem í kjölfarið neituðu að kaupa pasta. Sú hækkun er nú að ganga til baka og ef áframhaldandi lækkun verður á heimsmarkaði má búast við því að það skili sér til ís- lenskra neytenda. Hjördís spáir að í næsta mánuði hækki verðbólga um 0,3 prósent og 0,2 í mánuðinum þar á eftir. „Þetta eru litlar hreyfingar,“ segir hún. Kristján bendir á að kjarasamn- ingar losna brátt og að farið verði í viðræður við vinnuveitendur strax í næsta mánuði. Hann segir áfram- haldandi hækkanir ekki gott innlegg í þær. Nú er svo komið, vegna verð- bólgu, að nýja krónan sem var tekin í gagnið í ársbyrjun 1981 er aðeins 3,7 aura virði miðað við verðmæti hennar þegar hún var tekin upp. Verðmesti seðillinn í þá daga var 500 króna seðillinn sem nú væri átj- án og hálfrar krónu virði þegar mið er tekið af verðbólgu. erla@dv.is „Þetta var alltaf vitað því þetta stóð í samningum,“ segir Þórólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group er skylt að gera kaupréttarsamning við Þórólf Árna- son, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og borgarstjóra Reykjavíkur. Héraðs- dómur Reykjavíkur komst að þess- ari niðurstöðu í gær. Þórólfur var ráð- inn sem forstjóri fyrirtækisins þann 30. maí árið 2005 en ráðning hans var ótímabundin. Í ráðningarsamningi sem Þórólfur gerði við fyrirtækið voru ákvæði um að fyrirtækið gerði kaup- réttarsamning um hlutabréf við Þórólf ekki síðar en 30 dögum frá undirritun ráðningarsamningsins. Samningurinn átti auk þess að endurspegla sambæri- lega samninga hjá forstjórum stærri fyrirtækja á Íslandi. Þórólfur segir að það sé honum og öðrum óskiljanlegt hvernig stjórn- endur Icelandic Group hafi haldið að þeir kæmust upp með að uppfylla ekki samninginn. „Það verður að spyrja þá að því en það sem stendur upp úr er að ég hrósaði sigri, enda kom aldrei neitt annað til greina.“ Var sagt upp störfum Þórólfi var sagt upp störfum þann 13. október 2005 en þá hafði ekki enn verið búið að ganga frá umræddum kaupréttarsamningi. Þann 19. októ- ber fór lögmaður Þórólfs fram á það við forsvarsmenn Icelandic Group að fyrirtækið uppfyllti samninginn. Hann fékk neikvætt svar tæpum mánuði síð- ar en rökin fyrir þeirri neitun voru þau að vegna uppsagnarinnar væri réttur Þórólfs til endurgjalds í formi kaup- réttarsamnings fallinn niður vegna brostinna forsenda. Þórólfur ákvað því í kjölfarið að höfða mál á hendur Ice- landic Group. Fyrir dómi bar lögmaður Þórólfs því við að ein af meginforsendum þess að Þórólfur þáði starfið í upphafi hefði verið sú að umræddur kaupréttar- samningur var innifalinn. Lögmaður Icelandic Group krafðist sýknu í mál- inu á þeim grundvelli að Þórólfur bæri sjálfur ábyrgð á því að ekki var gerður við hann kaupréttarsamningur í sam- ræmi við ákvæði ráðningarsamnings- ins. Skylt að uppfylla samninginn Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Þórólfs í málinu og er Iceland- ic Group því skylt að gera við hann umræddan kaupréttarsamning. Þó að Þórólfi hafi verið sagt upp störf- um rúmum fjórum mánuðum eftir að hann var ráðinn átti hann inni tólf mánaða uppsagnarfrest án vinnu- skyldu. Þá féllst dómur ekki á þau rök að forsendur kaupréttarsamningsins væru brostnar. Icelandic Group var einnig gert að greiða Þórólfi sex hundr- uð þúsund krónur í málskostnað. Aðspurður hvort hann muni ganga að samningaborði með Iceland- ic Group segir Þórólfur að það sé allt óljóst. „Við verðum bara að sjá til. Ég treysti því að það muni ganga eðlilega fyrir sig.“ fimmtudagur 11. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Borgaði sig að hætta hjá Borginni...? ÞÓRÓLFUR FAGNAR SIGRI Þórólfur Árnason vann mál gegn Icelandic Group vegna vangoldins kaupréttarsamnings: Landsliðsmenn taka á Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta reyndu á sig á æfingu á Leiknisvelli í Breiðholti í gær. Æfingin er hluti undirbúnings fyrir landsleikinn við Lettland á Laugardalsvelli á laugardag. DV-MYND ÁSGEIR Hækkun verðbólgu veldur hækkunum á verðtryggðum lánum: Eignarnám hjá íbúðakaupendum Löggur í nýjum hlutverkum Varsla gæsluvarðhaldsfanga á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu veldur auknu álagi á lögreglumenn. Vaninn er að fangar dveljist aðeins á stöðinni í nokkrar klukkustund- ir og eru það mikil viðbrigði fyrir starfsmenn að veita þjónustu sem þeir eru annars óvanir að sinna. Fangarnir eru vistaðir þarna þar sem Fangelsismálastofnun hefur engin önnur úrræði fyrir þá. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að þetta sé ásættanlegt á virkum dögum en mjög erfitt um helgar þegar fangageymslur fyllast öllu jöfnu. Einar þór SigurðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is Fær kaupréttarsamning Þórólfur fór í mál gegn Icelandic Group því fyrirtækið vildi ekki gera við hann kaupréttarsamning eftir að búið var að segja honum upp. Var með snák innanklæða Lögreglumenn fundu ekki aðeins fíkniefni í fórum ungra manna sem þeir höfðu afskipti af í Hafnarfirði heldur var einn þeirra með rúmlega eins metra langan snák á sér innan- klæða. Ungi maðurinn með snákinn var einn þriggja einstaklinga um tvítugt sem lögreglan hafði afskipti af. Einn var með fíkniefni á sér og annar með snákinn. Ekki er ljóst hvaða tegund- ar snákurinn var eða hversu gamall. Hann fékk hins vegar húsaskjól hjá lögreglu yfir nótt eða þar til farið var með hann að Keldum og hann aflífað- ur. Piltarnir sluppu hins vegar betur, þeim var sleppt eftir yf- irheyrslur. Verulegar áhyggjur Kristjáni Gunnarssyni líst ekki á blikuna. Jóhanna heimsótti geðfatlaða Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra heimsótti í gær fimm íbúa í nýjum íbúðum fyrir geðfatlaða einstaklinga sem hafa verið teknar í notkun í Reykjavík. Með þessu sagð- ist Jóhanna vilja óska íbúunum til hamingju með nýtt heimili og einnig vekja athygli á alþjóðlega geðheil- brigðisdeginum sem var í gær jafn- framt því að lýsa samstöðu með þeim sem búa við geðröskun. Íbúðirnar voru tilbúnar í lok júní og flutt var inn í þær í júlí. Íkornar í frystinum Englendingurinn Paul Parker hefur skotið yfir tvö þúsund gráa íkorna á síðustu 10 mánuðum. Hann hefur lagt nótt við dag í því skyni að útrýma þessum kvikindum, eins og hann kallar þá. Paul er öllu hrifnari af rauðum íkornum. „Ég lít ekki á mig sem tortímanda grárra íkorna heldur vin og verndara þeirra rauðu,“ segir Paul. Flestir dauðu íkornarnir enda í ruslinu en Peter er þó með 300 stykki í frystinum heima hjá sér. „Ég ætla að athuga hvort vin- ur minn vill nota skottin við flugu- veiðar,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.