Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Side 4
föstudagur 19. október 20074 Fréttir DV
Sandkorn
n Meðal þeirra blaðamanna
sem fallið hafa í þá gryfju
að fjalla ekki hlutlaust um
uppákomur í borginni er
Andrés Magnússon, fyrrver-
andi blaðamaður á Blaðinu,
sem gætir
vandlega
hagsmuna
Kjartans
Magnússon-
ar, bróð-
ur síns og
borgar-
fulltrúa, í
ræðu og
riti. Einhverjir telja að Kjartan
vilji halla sér að talíbönum
Gísla Marteins Baldurssonar í
slagnum og afneita klofningn-
um innan Sjálfstæðisflokks-
ins sem óneitanlega hlýtur
að skrifast á Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra.
n Lítið
hefur farið
fyrir Ólafi
F. Magnús-
syni, leið-
toga frjáls-
lyndra eða
öllu heldur
Íslands-
hreyfing-
arinnar, í borgarstjórn. Hann
reyndi að mynda meirihluta
með Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni en varð af sælunni þegar
Björn Ingi Hrafnsson náði
samstöðu með sjálfstæðis-
mönnum. Ólafur hvarf af
sjónarsviðinu skömmu síðar.
Séð og heyrt upplýsir að hann
hafi átt við erfið veikindi að
stríða í kjölfar þess að hann
skildi við eiginkonu sína. Ólaf-
ur er ásamt Alfreð Þorsteins-
syni talinn vera guðfaðir nýja
meirihlutans.
n Eyjan.is segir frá því að fjöl-
skylda Dorritar Moussaieff
hafi á dögunum keypt heimsins
dýrasta demant á uppboði sem
haldið var í
Hong Kong.
Dýrgripur-
inn er blár
og kostaði
tæpan hálf-
an milljarð
króna. Fyrra
hæsta verðið
var frá árinu
1987, þá seldist demanturinn,
Hanckock Red, í New York fyrir
mesta fé sem greitt hafði verið
fyrir demant. Moussaieff-fjöl-
skyldan kann greinilega gott að
meta, en forsetafrúin vann frá
14 ára aldri sem gimsteinasali.
n Ekki var hægt að sjá margt
jákvætt við leik íslenska karla-
landsliðsins í knattspyrnu gegn
Liechtenstein í fyrradag. Leik-
mennirnir voru gjörsamlega
úti á þekju og áttu hreinlega
skilið að vera rassskelltir eins og
raunin varð af sprækum heima-
mönnum. Þó má kannski tína
til einn jákvæðan punkt, eitt
jákvætt sandkorn í þeirri eyði-
mörk niðurlægingar sem blasti
við íslensku þjóðinni í leiknum:
Eiður Smári virtist vera með á
hreinu á móti hverjum leikurinn
var. Það virtist ekki vera raunin
í leiknum gegn Lettum um síð-
ustu helgi því í viðtali eftir þann
leik talaði hann nefnilega um
„latneska liðið“. Líklega var þó
um mismæli að ræða því eftir
því sem DV kemst næst er ekki
til land sem heitir Latína, hvað
þá Latínuland.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á miðvikudag karlmann til að greiða fjórfalt með-
lag með syni sínum. Upphæðin nemur því rúmum 73 þúsund krónum á mánuði. Björn
Jóhannesson, lögmaður föðurins, er ekki sáttur við dóminn og segir að leggja þurfi
til grundvallar hver raunveruleg framfærsluþörf sé. Hilmar Björgvinsson, forstjóri
Innheimtustofnunar sveitarfélaga, telur að dómurinn sé einsdæmi.
ÞARF AÐ GREIÐA
FJÓRFALT MEÐLAG
Karlmaður var á miðvikudaginn
dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík-
ur til að greiða barnsmóður sinni
fjórfalt meðlag með syni þeirra,
eða upphæð sem svarar rúmum
73 þúsund krónum á mánuði. Lög-
bundnar meðlagsgreiðslur eru
18.274 krónur á mánuði. Háar tekj-
ur föðurins og lágar tekjur móður-
innar urðu þess valdandi að hann
þarf að greiða konunni fjórfalt
meðlag næstu þrettán árin. Hilmar
Björgvinsson, forstjóri Innheimtu-
stofnunar sveitarfélaga, segist ekki
vita til þess að viðlíka dómur hafi
fallið áður.
Sömdu eftir sambandsslit
Fólkið hóf sambúð í maí árið
2002 og ári síðar eignuðust þau
saman dreng. Vorið 2004 slitnaði
upp úr sambúð þeirra og í kjöl-
farið var gerður samningur um
skiptingu eigna við sambúðarslit-
in. Í honum sagði meðal annars
að faðirinn myndi greiða móður-
inni fimm milljónir króna til kaupa
á íbúð. Greiðslan var einnig ætluð
til framfærslu fyrir son þeirra og
vegna þeirrar greiðslu
var gerður samn-
ingur um að kon-
an myndi ekki óska
eftir aukinni með-
lagsgreiðslu. Samn-
ingurinn var þó ekki
staðfestur af sýslu-
manni. Stuttu eftir
að samningurinn var
gerður, eða þann 24.
ágúst, mætti maður-
inn á skrifstofu sýslu-
manns í Hafnar-
firði. Hann óskaði
eftir því að hann
fengi forræði yfir
barninu og að
það hefði lögheimili hjá sér. Þann
24. ágúst 2005 þegar málið var
tekið fyrir hafnaði konan kröfum
mannsins. Hún krafðist þess að
hún fengi forræði yfir barninu og
lögheimili þess yrði hjá henni.
125 milljónir í tekjur
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjaness í febrúar í fyrra. Það var
hins vegar fellt niður þar sem sam-
komulag tókst með þeim þann 7.
mars árið 2006. Samkomulagið fól
í sér að forsjá barnsins skyldi vera
sameiginleg en lögheimili þess
yrði hjá móðurinni. Samið var um
að maðurinn greiddi henni þre-
falt meðlag frá 1. mars 2006. Sam-
komulagið var ótímabundið en
átti að endurskoðast 1. septemb-
er 2009, þegar skólaganga barns-
ins hæfist. Þann 21. mars var sam-
komulagið staðfest af sýslumanni.
Málið sem dæmt var í á mið-
vikudag snýr að kröfum konunn-
ar um auknar meðlagsgreiðslur
frá manninum. Konan fór fram á
það að meðlagsgreiðslurnar skyldu
endurskoðaðar. Á því var byggt
að fjárhagur mannsins hefði ver-
ið með þeim hætti að hann hefði
fjárhagslegt bolmagn til að greiða
hærra með lag.
Samkvæmt skattframtölum námu
fjármagnstekjur föðurins árið 2005
125 milljónum króna en árið 2006
tæpum 50 milljónum króna. Tekj-
ur móðurinnar árið 2005 námu 678
þúsund krónum en tæplega 1.500
þúsundum árið 2006. Eignir henn-
ar í árslok 2006 voru samkvæmt
skattframtali 700 þúsund krón-
ur en skuldir 668 þúsund. Kon-
an gerði á það kröfu að hún hefði
fullt forræði yfir barninu auk þess
sem hún krafðist þess að meðlags-
greiðslurnar yrðu hækkaðar. Móð-
irin fékk einnig forsjá yfir barninu.
Greiðir fjórfalt meðlag
Faðirinn vildi að samningurinn
frá árinu 2004 sem gerður var vegna
sambúðarslitanna fengi að standa.
Samkvæmt honum myndi konan
ekki gera kröfu á auknar meðlags-
greiðslur. Það var hins vegar
niðurstaða dómsins
að sá samningur
væri ekki gildur,
á þeim grund-
velli að hann
hefði ekki ver-
ið staðfestur af
sýslumanni.
Dómurinn
taldi eðlilegast
að meðlags-
greiðslurnar hækkuðu í samræmi
við breytta forsjá en hún var ekki
lengur sameiginleg. Hann var því
dæmdur til að greiða fjórfalt með-
lag á mánuði frá 12. febrúar á þessu
ári og 240 þúsund krónur í máls-
kostnað sem renna í ríkissjóð.
Björn Jóhannesson er verjandi
mannsins og finnst honum dóm-
urinn vera fullharður. Hann segir
að ekki hafi verið tekin ákvörðun
um hvort dóminum verði áfrýj-
að. Björn segir að grunnurinn eigi
að snúast um framfærslu barnsins
og tekjurnar eigi því ekki að skipta
máli. Hann segir að leggja þurfi
til grundvallar hver raunveruleg
framfærsluþörf er, en hún eigi ekki
að snúast um tekjur annars for-
eldris.
Einsdæmi
„Þetta er alveg einsdæmi, að sjá
svona háar meðlagsgreiðslur,“
segir Hilmar Björgvinsson,
forstjóri Innheimtustofn-
unar sveitarfélaga. Hilmar
segir að dæmi séu til um
eitt meðlag til viðbótar
og einstaka dæmi um tvö
meðlög. Þrjú meðlög hafi
hann þó aldrei séð áður.
Innheimtustofnun sveitar-
félaga sér um að innheimta
meðlög frá skuldurum og
heldur utan um skuldastöðu
einstaklinga. Hann segir að
stofnunin sjái aðeins um
innheimtu á einu
meðlagi og
komi til þess
að rukka
þurfi vegna
aukameð-
laga sé það
á hönd-
um ein-
staklings-
ins sem á
kröfuna að
innheimta
það.
Einar þór SiGurðSSon
blaðamaður skrifar: einar@dv.is
„Þetta er alveg
einsdæmi, að sjá
svona háar með-
lagsgreiðslur.“
Fjórfalt meðlag dómur í
máli föðurins féll á miðviku-
daginn. Hann þarf að greiða
móðurinni fjórfalt meðlag.
Fulltrúar allra deilda DV eru í
dag að hefja hringferð um landið til
að hitta fólk og ræða stefnu blaðsins
í nútíð og framtíð. Lýður Árnason,
kvikmyndaleikstjóri, tónlistarmaður
og læknir, hefur tekið að sér að vera
atburðastjóri á fundum DV um allt
land. Ferðin hefst með stefnumóti
við Vestfirðinga í Edinborgarhúsinu í
kvöld klukkan 20. Ritstjórar blaðsins,
Reynir Traustason og Sigurjón Magn-
ús Egilsson, ræða þar um DV og hlýða
á sjónarmið fólks. DV mun skemmta
Vestfirðingum með tónlist og spurn-
ingakeppni. Soffía Vagnsdóttir, for-
seti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, og
Grímur Atlason bæjarstjóri takast á
við Birnu, forseta bæjarstjórnar, og
Halldór Halldórsson, bæjarstjóra
Ísafjarðarbæjar, í spurningakeppni
þar sem sigurvegarinn velur sér bar-
áttusamtök gegn fíkniefnum sem
verðlaunaféð, 100.000 krónur, renn-
ur til. Við lok hringferðarinnar verð-
ur valið eitt sigurlið sem fær að auki
milljón krónur til að berjast gegn
fíkniefnavandanum. Elín Ragnars-
dóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs og
DV, verður dómari í keppninni og af-
hendir verðlaunaféð.
Hljómsveitin Grjóthrun (í Hóls-
hreppi) úr Bolungarvík mun koma
fram og halda uppi stemningu.
Miðvikudaginn 24. október mun
DV með veglegu sérblaði um Vestfirði
berast í hvert hús á Vestfjörðum. Í
framhaldi af Vestfjarðaheimsókninni
verður haldið til Austfjarða til stefnu-
móts við heimamenn og síðan í fram-
haldinu á Akureyri og þéttbýlisstaði á
Suðurlandi. Sérblað um viðkomandi
svæði mun fylgja DV í hverju tilviki.
DV hefur hringferð um landið til að ræða við almenning:
Á stefnumóti á Ísafirði Frá Ísafirði Hringferð dV um landið hefst með borgarafundi og skemntun á Ísafirði í kvöld.