Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 8
föstudagur 19. október 20078 Fréttir DV
NuNNur misNota börN
Holskeflur hneykslismála hafa brotnað á rómversk-kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum undanfarna áratugi.
Fjölmörg tilfelli þar sem um hefur verið að ræða kynferðislegt ofbeldi hempuklæddra guðs manna gagnvart
ungum börnum, sér í lagi drengjum, hafa skotið upp kollinum. Engum blöðum er um það að fletta að burtséð
frá miklum fjárútlátum hefur kirkjan einnig mátt þola að tiltrú hennar hefur minnkað og traust almennings
til rómversk-kaþólskra presta dvínað. Eitt er það þó sem hingað til hefur legið í þagnargildi og sloppið við
rannsókn; kynferðislegt ofbeldi af hálfu rómversk-kaþólskra nunna gagnvart skjólstæðingum sínum.
Þegar yfirstjórn rómversk-kaþólsku
kirkjunnar í Bandaríkjunum tók þá
ákvörðun að úttekt skyldi gerð á víð-
feðmi kynferðislegs ofbeldis inn-
an raða kirkjunnar árið 2002, var
frumkvæðinu varfærnislega fagnað
af þeim þolendum ofbeldisins sem
enn voru á lífi. Einn hluti kirkjunn-
ar sat þó hjá í úttektinni, en það voru
nunnur. Ekki er sjálfgefið að þær
falli undir yfirvald nærtækasta bisk-
ups og stóðu af þeim sökum utan
við úttektina, jafnvel þó að fyrir liggi
skýrslur um kynferðislegt ofbeldi af
þeirra hálfu gagnvart börnum. Það
vandamál er, ekki frekar en ofbeldi
af hálfu presta, eingöngu bundið við
Bandaríkin. Ashley Hill sem rann-
sakaði málefnið í átta ár, sagði að á
meðan á rannsókn hennar stóð hafi
hún heyrt frá fólki víðs vegar að, frá
Írlandi, Kanada og Ástralíu, sem
sagðist hafa verið fórnarlamb kyn-
ferðislegs ofbeldis nunna. Hún hefur
staðið í bréfasambandi við fleiri en
fjörutíu fórnarlömb og eru sex þeirra
karlkyns. „Það er mjög erfitt að trúa
því að konur geri þetta,“ sagði Hill.
Sex málshöfðanir
Í Portland í Oregon í Bandaríkj-
unum eru nú sex nýjar málshöfðan-
ir á hendur kaþólsku kirkjunni. Tvær
þeirra eru tilkomnar vegna ásakana
gegn nunnum. Lögfræðingurinn
Kelly Clark, sem sérhæfir sig í mál-
um sem snúa að kynferðislegu of-
beldi í ríkinu, sagði að nunnur væru
tíu til fimmtán árum á eftir kirkjunni
í viðhorfum sínum gagnvart ásökun-
um þar að lútandi. „Ég verð var við
meiri andstöðu nú um stundir frá
trúarreglum þar sem um er að ræða
nunnur, meiri afneitun en ég stend
frammi fyrir frá hverju því erkibisk-
upsdæmi eða trúarreglu þar sem um
presta er að ræða,“ sagði Clark.
Steve Theisen rekur samtök fyr-
ir fórnarlömb ofbeldis leiðtoga kaþ-
ólsku kirkjunnar. Um þriggja ára
skeið var hann fórnarlamb ofbeldis
af hálfu nunnu sem kenndi í skóla
hans. Rannsókn hans hefur leitt í ljós
fleiri en sextíu tilfelli misnotkunar af
hálfu nunna og hann álítur að systra-
reglur hafi ekki einu sinni stigið fyrsta
skrefið vegna vandamálsins.
Engin beiðni borist
Framkvæmdastjóri regnhlífar-
samtaka kvenna í trúarreglum í
Bandaríkjunum er systir Carole
Shinnick. Shinnick sagði að með-
limir samtakanna hefðu unnið mikið
starf til að koma á skilvirkum starfs-
reglum svo verndun og öryggi barna
séu tryggð. Hún viðurkennir þó að
ekki hafi verið staðið fyrir neinni út-
tekt svo hægt væri að ákvarða fjölda
þeirra nunna sem beitt hafa börn
kynferðislegu ofbeldi, líkt og biskup-
ar hafi gert í því augnamiði. „Við höf-
um ekki gert könnun, en staðreynd-
in í málinu er sú að við höfum ekki
verið beðnar um að gera hana,“ sagði
hún. Og þótt fyrir liggi vitneskja um
vandamálið, leiðir hún ekki endilega
til lausnar þess.
Biskupar í Bandaríkjunum hafa
tileinkað sér stefnu sem felur í sér
ekkert umburðarlyndi gagnvart kyn-
ferðislegu ofbeldi. Stefnan felur í
sér að þeim prestum, sem eru sekir
fundir um slíkt óviðeigandi athæfi,
er gert að yfirgefa kirkjuna. Í Silver
Spring í Maryland er stofnun þar
sem prestum og nunnum hefur ver-
ið hjálpað með sálfræðileg vandamál
og kynferðislega brenglun. Stofnunin
var á sínum tíma meðferðarmiðstöð
fyrir presta sem höfðu orðið berir að
kynferðislegu ofbeldi gagnvart börn-
um, en vegna stefnu umburðarleysis
stendur þeim prestum sú aðstoð ekki
lengur til boða, þeir eru einfaldlega
gerðir brottrækir.
Viðhorf almennings einfalda
málið
A W Richard Sipe er geðlæknir og
fyrrverandi Benediktusarmunkur og
hefur hann unnið að málum vegna
kynferðislegs ofbeldis klerkastéttar-
innar í hátt í fjörutíu ár. Inn á borð
hjá honum hafa borist ótal mál þar
sem gerandinn er nunna. Að hans
sögn einfalda viðhorf almennings
mjög ofbeldi af hálfu nunna. Samfé-
lagið lítur snertingu milli kvenna og
barna jákvæðum augum sem auð-
veldar nunnum til mikilla muna að
hafa frumkvæði að nánum kynnum
án þess að vekja grunsemdir. Marg-
ir sérfræðingar telja aukinheldur
að stórt hlutfall þeirra nunna sem
stunda kynferðislegt ofbeldi eigi við
alvarleg sálræn vandamál að stríða;
sumar eru geðklofar og aðrar þjást af
ofskynjunum og hugarórum.
Gary Schoener frá Minnesota
veitir meðferð vegna kynferðislegs
ofbeldis. Gegnum árin hefur hann
komið að málum tuttugu nunna sem
sakaðar voru um kynferðislegt of-
beldi. Flestar þeirra, að hans sögn,
áttu fleiri en eitt fórnarlamb. Scho-
ener sagði að sú almenna mynd sem
fólk hefur gert sér af fórnarlömbum
kynferðislegs ofbeldis klerkastéttar-
innar; feimin, óörugg og í þörf fyrir
athygli, sé ekki fullkomlega rétt. En
flest fórnarlambanna eiga eitt sam-
eiginlegt og það er guðhræðsla. „Því
meiri guðhræðsla, því auðveldara
fórnarlamb,“ sagði hann.
Tveggja ára að aldri var May Hend-
erson send á hið alræmda Golden-
bridge-munaðarleysingjahæli. Hún
fæddist fyrir sjötíu og fjórum árum
í Dublin á Írlandi og var komið fyr-
ir á munaðarleysingjahælinu gegn
vilja móður hennar því hún fæddist
utan hjónabands. Þrátt fyrir að fað-
ir hennar reyndi í hvívetna að sann-
færa nunnurnar á Goldenbridge um
að hann gæti séð dóttur sinni far-
borða, meinuðu þær May allt sam-
band við hann. Þær földu meira að
segja þrjátíu og eitt bréf sem hann
skrifaði dóttur sinni á meðan hann
gegndi herþjónustu í fyrri heims-
styrjöldinni. Árið 2001 barst May
bréf þess efnis að trúarreglunni og
hinu opinbera væri skylt að greina
frá þeirri harðstjórn sem stunduð
hefði verið á munaðarleysingjahæl-
um og stofnunum sem kirkjan rak.
Laffoy-nefndin sem svo var kölluð
var í forsvari fyrir málinu. May skrif-
aði nefndinni og sagði sögu sína.
May sagði að líf hennar hefði verið
ömurlegt frá fyrsta degi á Golden-
bridge og alveg þar til hún yfirgaf
munaðarleysingjahælið sem ungl-
ingur. Barsmíðar vegna minniháttar
yfirsjóna voru daglegt brauð og hún
var neydd til að sofa í eigin þvagi ef
hún vætti rúmið. Tennur voru barð-
ar úr munni hennar í einni barsmíð-
inni og þegar hún var þrettán ára
þurfti að leggja hana inn á sjúkra-
hús vegna alvarlegra barsmíða.
Uppáhaldsvopn
Að sögn May Henderson átti
ein af alræmdustu nunnunum sér
uppáhaldsvopn. Þar var um að
ræða talnaband með stórum við-
arperlum. „Hún lamdi mann með
talnabandinu og fór með bænir
á meðan og maður vitnaði í Heil-
aga Maríu. Það sjúklega var að við
börnin bjuggum þessi talnabönd til
á verkstæðinu og þau voru seld til
klaustra, verslana og kirkjusókna.
Og auk þess fengu börnin sem
bjuggu þau til ekki krónu fyrir sinn
snúð. Þannig að nú veistu hví ég
hata nunnur,“ sagði May.
Vegna ráðlegginga Laffoy-
nefndarinnar ákvað May að fara í
ráðgjöf til aðila sem nefndin mælti
með. Þegar hún mætti í ráðgjöfina
komst hún að því að í forsvari á þeim
bæ var systir Theresa Gallagher,
meðlimur samtaka trúaðra á Írlandi
sem eru fjármögnuð af írska ríkinu.
„Nú þekki ég þessa nunnu ekki
persónulega og get ekki tjáð mig
um hana. En þegar öllu er á botninn
hvolft hata ég nunnur almennt og
vil ekkert hafa með þær að gera.
Ég þjáðist í höndum þeirra og
kæri mig ekki um návist við neina
þeirra,“ sagði May Henderson og
skildi ekkert í tilfinningaleysi þeirra
sem sendu hana til nunnu til að fá
ráðgjöf vegna ofbeldis nunna.
Goldenbridge-munaðarleysingjahælið á Írlandi var alræmt á sínum tíma. May Henderson er ein þeirra sem
lifað hefur í skugga endurminninga sem lifa í minni hennar allar götur síðan:
Saga May Henderson
Samfélagið lítur snert-
ingu milli kvenna
og barna jákvæðum
augum sem auðveld-
ar nunnum til mikilla
muna að hafa frum-
kvæði að nánum kynn-
um án þess að vekja
grunsemdir.
KolbEinn þorStEinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Kaþólskar nunnur engin úttekt
hefur verið gerð á umfangi
misnotkunar af þeirra hálfu.
„Hún lamdi mann með
talnabandinu og fór
með bænir á meðan og
maður vitnaði í Heilaga
Maríu.“
talnaband
uppáhaldsvopn einnar
nunnu á goldenbridge.