Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 16
föstudagur 19. október 200716 Helgarblað DV
SvartStakkar í blíðu og Stríðu
Svartstakkar Þjóðkirkjunnar voru áberandi fyrir síðustu aldamót. Hvert ófriðarbálið á eftir öðru blossaði
upp. Spjótin stóðu á Ólafi Skúlasyni biskupi, Solveigu Láru Guðmundsdóttur á Seltjarnarnesi í kjölfar
erfiðs skilnaðar og messuformið var endalaust til umræðu. Síðan hefur kulnað í glæðunum og engu líkara
en Karl Sigurbjörnsson biskup hafi kæft eldinn. Eða hvað? Kristján Þorvaldsson leitaði svara og komst að
því að Kirkjuþing um helgina staðfestir að líklega hafa fylkingar náð að slíðra sverðin.
Hverjir eru þessir svartstakkar kirkj-
unnar? Eðlilega tilheyra þeir ekki
fasistahreyfingu Mússólínís, eins og
nafnið var gjarnan bendlað við.
Þegar mönnum er skipað í
flokka, jafnt í pólitík sem trúmálum,
verður skilgreiningin yfirleitt flókin
en í senn einföld. Í kirkjunni skipa
menn sér í fylkingar eftir því hvort
þeir eru frjálslyndir eða íhaldssam-
ir. Með eða á móti hommum, með
eða á móti frjálsum messusiðum,
skilningi á hlutverki prestsins, upp-
byggingu kirkjunnar og svo mætti
lengi telja.
Þessi ágreiningur kristallaðist vel
í tíð Ólafs Skúlasonar biskups, sem
varð á endanum ekki vært í embætti.
Engu að síður voru svartstakkarnir
ekki stór hópur. Viðmælendum DV
ber saman um að þeir hafi varla ver-
ið fleiri en fimmtán þegar mest lét –
jafnvel tíu. Eins greinir menn á hvort
þeir voru nokkurn tímann skipulögð
hreyfing.
Stál í stál
„Þeir voru mest áberandi af því
að Geir Waage, formaður Prestafé-
lags Íslands, notaði aðstöðu sína til
þess að koma á framfæri alls kon-
ar ásökunum sem snerust að mestu
leyti gegn biskupi, Ólafi Skúlasyni.
Það kom hvað gleggst í ljós þegar
hann meinaði réttkjörnum varafor-
manni, séra Baldri Kristjánssyni, að
sækja stjórnarfundi eftir að hann var
biskupsritari,“ segir viðmælandi sem
stóð við hliðarlínuna á þessum tíma.
Annar segir: „Geir hélt uppi eðlileg-
um vörnum fyrir kirkjuna, þegar hún
var smám saman að breytast í eins
konar fyrirtæki. Auk þess þótti þess-
um mönnum ásakanir á hendur Ól-
afi biskupi í kvennamálum nægar til
þess að koma honum úr biskups-
stóli.“
Óánægjuöflin innan prestastéttar-
innar virtust alltaf fjölmenn en voru
það ekki endilega. Þrátt fyrir allt eru
prestar friðarins stétt og það kom í
ljós þegar átti að samþykkja vantraust
á Geir sem formann Prestafélagsins;
í heiðri var haft að menn berja ekki
endilega hver á öðrum þótt barið sé á
þeim, enda ber mönnum saman um
að líklega hefði Geir verið felldur ef
reynt hefði virkilega á það.
Áróðursmeistari?
Viðmælandi blaðsins, sem hef-
ur verið virkur þátttakandi sem leik-
maður, segir að Geir hafi vissulega
haft sín áhrif og sterka stöðu. „Hann
var afgerandi og talaði sem sterkur
trúmaður. Kirkjan var á vissan hátt
veik um þessar mundir og þótt Ólaf-
ur væri að vinna góð verk fyrir kirkj-
una innan stjórnsýslunnar, fannst
mörgum sem hún væri í lausu lofti
hvað guðfræðina varðaði.“
Annar segir að Geir hafi hlotið svo
mikla athygli vegna þess að hann var
svo „fjölmiðlavænn“. „Hann tók stórt
upp í sig og beitti fyrir sig skyndi-
sóknum. Þar átti hann ágætis fram-
herja, eins og séra Flóka Kristinsson
og séra Egil Hallgrímsson. Og þegar
hann las upp bréf einnar konunnar
sem ásakaði biskup um kynferðis-
legt misneyti, þá varð fjölmiðlafárið
algjört.“
En var Geir leiðtogi svartstakk-
anna? Eða voru þeir yfirleitt skipu-
lögð hreyfing? Nei, segja flestir sem
blaðamaður ræddi við. Miklu frekar
nefna menn séra Sigurð Sigurðar-
son í Skálholti sem leiðtoga þeirra.
„Hann lagði á ráðin og skipulagði.“
Geir hafði vissulega sterka stöðu
innan prestastéttarinnar. Hann var
formaðurinn og átti góð samskipti
við fjömiðla. Andstaða hans við bisk-
up fór ekkert á milli mála. „Þremenn-
ingarnir og frændurnir Þór Jónsson,
þá fréttarmaður á Stöð 2, og bræð-
urnir Illugi og Hrafn Jökulssynir léttu
honum áróðursróðurinn,“ segir vin-
ur Ólafs úr prestastétt.
Öðrum hnöppum að hneppa
Þegar leitað er skýringa á því
hvers vegna svartstakkar halda sig
meira til baka nú en áður koma fram
ýmsar skýringar. „Geir varð að hverfa
frá formennsku í Prestafélaginu þótt
hann hafi leitað eftir því að vera kos-
inn aftur. Svo féll hann út af Kirkju-
þingi. Hann missti því tvo ræðustóla
og hafði kannski náð takmarki sínu
með því að fella Ólaf biskup.“
Einn nefndi Þorgrím Daníelsson
á Grenjaðastað. „Hann virðist ekki
ætla að vera málsvari einhverra sér-
stakra og ætlar sér að fylgja bisk-
upnum að málum eins og aðstæður
leyfa.“
Vikið er að Flóka Kristinssyni,
nú á Hvanneyri. „Hann á nóg með
sig eftir allt sem á undan er gengið í
Langholtssókn og víðar. Já, og Þórir
Jökull, er hann ekki fjarri góðu gamni
í Kaupmannahöfn?“
Mönnum ber nokk saman um að
Geir Waage sitji á friðarstóli í Reyk-
holti. „Hann er upptekinn af því að
byggja upp Reykholt af myndarskap.
Það hefði aldrei gerst nema vegna
þess að hann er þar í forystu. Hann
er búinn að gera Reykholt að nor-
rænni miðstöð sem nýtur mikillar
virðingar.“
Gömul vinabönd
Hvað varðar Sigurð vígslubiskup
ber mönnum saman um að hann
sé einnig sestur á friðarstól. „Hann
gerir sér grein fyrir því að hann
verður ekki biskupinn yfir Íslandi úr
því sem komið er. Hann hefur meira
að segja látið reita af sér fjaðrirn-
ar. Vígslubiskupar taka til dæm-
is ekki lengur þátt í vali á prestum.
Hann lætur það yfir sig ganga. Og
prófastarnir taka við forystu þeirra
í valnefndunum. Aðkoma þeirra
að vali héraðspresta er ennfremur
Talsmaðurinn sem formaður Prestafélagsins beitti séra geir Waage sér af krafti gegn ólafi skúlasyni biskupi. Hefur síðan einbeitt
sér að uppbyggingu reykholts.
Skipuleggjandinn Vígslubiskupinn í
skálholti, séra sigurður sigurðarson,
lagði á ráðin um gjörðir svartstakka en
hefur haft hægt um sig eftir að hafa
tapað biskupskjöri.