Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Qupperneq 17
DV Helgarblað föstudagur 19. október 2007 17
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 12-16Opið
Fjölbreyttir listmunir
Frábært verð
SvartStakkar í blíðu og Stríðu
ekki söm. Það er því ekki mikið eftir
af formlegri aðild vígslubiskupa að
stjórnsýslunni.“
Þessu til viðbótar rifja menn upp
gamlan vinskap Sigurður og Karls.
Að engu sé líkara en þeir hafi gert
einhvers konar samkomulag. „Þeir
voru góðir vinir í guðfræðideild en
slettist eðlilega upp á vinskapinn
þegar báðir fóru að keppa að hinu
sama, að verða biskup yfir Íslandi.
Karl var kosinn í fyrstu umferð og
líklega tapaði Sigurður vegna þeirra
láta sem voru í kringum Geir. Menn
töldu að Karl gæti lægt öldurnar og
gert öll dýrin í skóginum að vinum.“
Af svartstökkum eru líklega áhrif
Halldórs Gunnarssonar í Holti hvað
mest er kirkjupólitísk áhrif varðar
um þessar mundir. „Seigla hans er
einstök, sem og áhugi hans og dugn-
aður. Hann hefur mikla þekkingu á
kirkjunni og stjórnsýslunni allri og
hættir aldrei fyrr en mál er í höfn,“
segir prestur sem telur sig hafa ætíð
staðið utan við fylkingar.
Annar segir um Halldór að áhrif
hans hafi aukist langt umfram þann
stuðning sem hann njóti heima fyr-
ir. „Honum er meira að segja úthýst
meðal vina sinna, hestamanna.“
Þegar Karl Sigurbjörnsson varð
biskup árið 1998 lýsti hann því yfir að
hann yrði ekki lengur en 12 ár. Sumir
töldu það nógu langan tíma og rifja
upp yfirlýsingu hans í þeim efnum.
„Það eru einungis tvö og hálft ár í að
hann efni það loforð en engar lík-
ur eru á því. Karl situr eflaust til sjö-
tugs.“
Við og vér
Á Kirkjuþingi um helgina er ekki
búist við neinum stórbyltingum. Þar
skiptast menn í hópa burtséð frá
gömlum línum. Til dæmis er varðar
kirkjulega vígslu samkynhneigðra.
Eins má búast við sátt um nýju
biblíuþýðinguna, sem var ásteyting-
arsteinn um árabil, meðal annars
vegna þess hvort segja ætti „vér“ eða
„við“. Það er kannski dæmigert fyr-
ir þær sættir sem ríkja innan kirkj-
unnar að málamiðlunin fólst í því
að segja „við“ á hversdagsstundu en
„vér“ við hátíðleg tækifæri.
Hommaumræðan skiptir kirkj-
unnar mönnum heldur ekki eftir
klárum fylkingum og gömlum lín-
um. Fyrir Karl biskup hefur málið
ekki verið einfalt úrlausnar, meðal
annars vegna skýrrar afstöðu föður
hans, Sigurbjörns Einarssonar bisk-
ups. Hins vegar stefnir allt í ásættan-
lega niðurstöðu fyrir presta á Kirkju-
þingi. Þar láta menn ljós sitt skína
eftir persónulegum sjónarmiðum.
Svartstakkar eru ekki í forystu í
andmælum gagnvart vígslu samkyn-
hneigðra. Það virðist engin sérstök
riðlaskipting lengur í þessum efn-
um innan klerkastéttarinnar og ekki
hægt að benda á svartstakkana sér-
staklega. Nú er talað um samvisku-
frelsi og að hver og einn prestur eigi
að meta það fyrir sitt leyti hvort hann
vígi samkynhneigða eða ekki. Á lok-
aðri spjallrás presta á netinu er ekki
annað að sjá en útrétta sáttahönd.
Áhrifamestur í dag séra Halldór gunnarsson þykir áhrifamestur svartstakkanna í dag.
Barátta við svartstakka Miklar deilur
geisuðu innan kirkjunnar í biskupstíð
ólafs skúlasonar og beitti séra geir
Waage sér sérstaklega gegn honum.
Þegar leitað er skýringa
á því hvers vegna svart-
stakkar halda sig meira
til baka nú en áður koma
fram ýmsar skýringar.