Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 27
Í ljósaskiptunum leiðast feðg- ar hönd í hönd eftir fjörunni. Frá hafinu blæs köldu en það er ekki eini kuldinn sem pabbinn finnur í sinn garð þessa dagana. Lítill lófi sem heldur fast um lófa pabba færir honum þann sálarstyrk sem hann leitar eftir á þessu augna- bliki. Hann er að búa sig undir borg- arstjórnarfund næsta dag; fund sem hann hefur verið varaður við að eigi eftir að verða erfiður. „Það var stór ákvörðun að taka að viðurkenna að það væri ekki lengur grundvöllur til samstarfs með Sjálf- stæðisflokknum í borgarstjórn. Ég var varaður við af vinum mínum og fé- lögum mínum að með slíkri ákvörðun myndi ég kalla yfir mig ótrúlega hol- skeflu af níði og gagnrýni. Það kom á daginn.“ Þetta segir Björn Ingi Hrafns- son, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og formaður borgarráðs, þegar honum gefst tími til að setjast niður til viðtals klukkan tíu að kvöldi. Að baki er langur og erfiður dagur. Dagurinn þegar nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í borgarstjórn Reykjavíkur og Björn Ingi sat undir persónulegum árásum frá fé- lögum sínum. Hann kaus að svara ekki fyrir sig, heldur sat rólegur undir ítrek- uðum óbótaskömmum sinna fyrrver- andi samstarfsmanna. „Ég hef reynt að temja mér innri ró og veit að sá vægir sem vitið hefur meira. Þegar maður situr undir per- sónulegum svívirðingum er best að fara ekki niður á sama plan til að svara þeim Mér leið auðvitað ekki vel og að sjálfsögðu sveið mig undan þessum orðum félaga minna. En ég hugsaði með mér að þeim myndi vonandi líða betur eftir að hafa komið þessu frá sér.“ Ellefu ára fréttaritari Morgun- blaðsins Björn Ingi Hrafnsson er 34 ára inn- fæddur Hvergerðingur og segist óskap- lega stoltur af því. „Það kom þó bara til vegna þess að mamma var send heim af spítala í Reykjavík og sagt að barnið væri ekkert að fara að fæðast,“ segir hann brosandi. „Ég fæddist því í hjónarúmi foreldra minna í Kambahrauninu og er því einn af örfáum innfæddum Hvergerðingum. Foreldrar mínir eru Björk Gunnarsdóttir og Hrafn Björnsson og ég er næstyngst- ur fimm systkina. Elst er Halla Krist- ín, hálfsystir mín, dóttir pabba, síðan kemur Gunnar Bjarki, þá Margét, ég og yngstur er Jakob. Foreldrar mínir hafa bæði þurft að hafa heilmikið fyrir sínu. Ég var fimm ára þegar við fjölskyldan fluttum til Flateyrar þar sem foreldrar mínir settu upp bátasmiðju, þaðan lá leiðin til Akraness árið 1986 og rúmu ári síðar fluttum við til Reykjavíkur.“ Hann minnist æskuáranna á Flat- eyri með miklum hlýhug og segist eiga djúpar rætur þar. „Húsið sem við bjuggum í, Sólvellir, brann og eyðilagðist síðar í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995. Þegar við bjuggum í því húsi var það talið vera utan snjó- flóðahættumarka. Í næsta húsi, að Sól- bakka, bjó Einar Oddur Kristjánsson heitinn með sinni fjölskyldu og milli okkar barnanna var mikil og góð vin- átta. Genetískt og uppeldislega séð ætti ég því kannski að vera í Sjálfstæðis- flokknum,“ segir hann og brosir lítillega. „Foreldrar mínir voru bæði virk í flokks- starfi Sjálfstæðisflokksins og mamma var formaður í sjálfstæðisfélaginu í Vestur-Ísafjarðarsýslu og á Suðurlandi. Ég valdi aðra leið og var óflokksbund- inn þar til ég gekk í Framsóknarflokkinn fyrir fimm árum.“ Þegar Björn Ingi var ellefu ára lét hann draum sinn rætast. Hann var sá að verða blaðamaður. „Einn frægasti blaðamaður lands- ins í áratugi, Hallur Símonarson, var afabróðir minn og ég leit mikið upp til hans. Sonur hans Hallur fetaði í fótspor föður síns og föðurbróðir minn, Anders Hansen, var líka blaðamaður um langt skeið, rithöfundur og útgefandi. Ég sótti því fast að fá að fara í starfskynn- ingu á Morgunblaðið þegar ég var ellefu ára og var sá yngsti sem það mun hafa gert. Ritstjórarnir Matthías Johanness- en og Styrmir Gunnarsson sýndu mér mikla þolinmæði og skilning og ég var gerður að fréttaritara Morgunblaðsins á Flateyri. Þar átti ég í harðvítugri en afar skemmtilegri samkeppni við fréttarit- ara DV á staðnum, skipstjórann á Gylli, Reyni Traustason, sem nú er löngu orð- inn landskunnur blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur. Ég skrifaði fyrir Morg- unblaðið öll mín unglingsár og sendi greinar og myndir til birtingar. Þetta var mér góð tekjulind en samhliða því að starfa fyrir Moggann gaf ég út mín eig- in blöð sem ég vélritaði og fjölritaði. Ég verð foreldrum mínum ævinlega þakk- látur fyrir það traust sem þau sýndu mér, ungum drengnum, að þvælast þetta fram og aftur endalaust. Við höfðum ekki endilega mikla peninga umleikis, en hins vegar mikla ástúð og óendan- legan kærleik. Ég á einstaka fjölskyldu sem stendur saman – alltaf.“ DV Helgarblað föstudagur 19. október 2007 27 Tilfinningaríkur kjarkmaður Hann var kallaður svikarinn í borgarstjórn; sá sem bæri ábyrgð á því að meirihlutinn missti völdin. Hann mátti sitja undir því að vera kallaður svikari og skúrkur og sjaldan hafa aðrar eins persónuárásir heyrst í frétt- um sjónvarps en þeim sem sýndar voru frá borgar- stjórnarfundi á þriðjudag. Björn Ingi Hrafnsson segist feginn ef fólk hafi fengið útrás fyrir tilfinn- ingar sínar og erfir ekki neitt við neinn. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.