Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Qupperneq 36
Ég held að Frakkarnir hafi skammast sín svolítið fyrir þetta. Líkt og þegar við unnum Svía í æfinga- leik skömmu síðar, þá hitti ég Fredd- ie Ljungberg. Hann sagði að eftir þann leik hefði þurft að draga hann út af hótelinu því hann skammaðist sín svo mikið eftir leik fyrir að hafa tapað fyrir Íslandi. Hann var feginn því að hafa verið að fara til Englands að spila því hann þorði ekki að fara heim til sín,“ segir Rúnar og hlær við. Eins og villidýr í París Undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar sem landsliðsþjálfara náði Ísland mörgum eftirminnilegum úrslitum og átti á tímabili fína mögu- leika á því að enda í einu af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Í útileik gegn Frökkum sem var lokaleikur- inn í riðlinum þurfti Ísland að sigra til þess að eiga möguleika á því að komast áfram. Eins og flesti muna voru Íslendingar nær sigri en flestir bjuggust við fyrir leikinn sem tapað- ist 3–2. En íslenska liðið jafnaði í 2–2 eftir að hafa verið 2–0 undir í hálfleik á Stadt de France-vellinum í París. Hetjuleg frammistaða íslenska liðs- ins verður lengi í minnum höfð en hvernig skyldi Rúnar hafa upplifað leikinn. „Þeir komust í 2–0 í hálfleik og maður hafði svo sem ekki mikla von þá. En Guðjón greip þá til þess ráðs að færa okkur aðeins framar og reyna að setja pressu á þá. Ég veit ekki alveg hvað gerðist við það en í seinni hálfleik var líkt og það losnaði um eitthvað hjá leikmönn- um. Menn hlupu út um allan völl og pressuðu þá eins og villidýr. Við það kom eitthvað fát á Frakkana og þeir náðu ekki að spila í gegnum okkur eins og þeir höfðu gert allan leik- inn. Allt í einu vorum við búnir að jafna leikinn og ég man að við áttum meira að segja færi til þess að komast yfir 3–2 og maður hugsaði með sjálf- um sér, hvað er að gerast? En síðan skora þeir úr hornspyrnu einhverj- um 5 mínútum fyrir leikslok. Ólíkt leiknum heima unnum við boltann oft ofarlega á vellinum og náðum við oft að senda boltann vel á milli okkar. Til dæmis náðum við þrem- ur fjórum góðum sendingum á milli okkar þegar Brynjar Björn skorar 2–2 markið. Sá leikur er að mínu mati að miklu leyti betri en fyrri leikurinn. En stemningin inn í klefa bæði fyrir og eftir leikinn var frábær. Fyrst eftir leikinn voru menn hundfúlir, aðallega vegna þess að menn ætluðu að skipta á treyjum við Frakkana en þeir vildu það ekki því þeir voru svo hrokafullir. En eft- ir að hafa verið svekktir í smá stund og menn voru búnir að ná átta sig á því sem búið var að gerast, braust út mikil gleði. Enda var þetta síðasti leikurinn í mótinu og við áttum góða stund í miðborg Parísar eftir leikinn. Það var líka skemmtilegt hve þetta var góður hópur. Allir gátu grínast saman og haft það gott. En oft er það árangurstengt líka og þegar vel gengur vilja allir taka þátt í þessu. En þegar illa gengur eru alltaf einhver vandamál sem koma upp.“ Sigfreid Held hræddur í Moskvu Ég hef haft marga góða þjálfara í gegnum tíðina og skemmtilega kar- aktera. Sigfried Held kemur oft fyrst upp í minninguna en hann gaf mér fyrsta sénsinn og var skemmtileg- ur og sérstakur karakter. Hann var flottur karl sem hafði mikla þekkingu enda gamall heimsmeistari. Það var alltaf svolítið fyndið þegar hann var að tala við okkur á sinni bjöguðu ensku og menn voru oft að gant- ast með það innan hópsins hvernig hann talaði. En hann var harður og krafðist mikils aga af okkur. Menn virtu hann alltaf þrátt fyrir að mönn- um hafi þótt sniðugt hvernig hann kom hlutunum frá sér. Þá var ég bara gutti sem var að spila mína fyrstu landsleiki og í lið- inu voru miklir harðjaxlar. Einna eftirminnilegasti leikurinn á þess- um tíma var jafnteflisleikurinn gegn Sovétmönnum (1–1) á Lenínvell- inum stóra fyrir framan 80 þúsund áhorfendum Þar fékk ég að koma inn á í smá stund og við jöfnuðum leikinn skömmu eftir að ég kom inn á, ekki það að ég hafi átt einhvern þátt í því en það var gaman að upplifa það. En það sem var sérstaklega eftirminni- legt var andrúmsloftið inni í klefa bæði fyrir og eftir leik. Á þeim tíma var það bara þannig að menn voru bara að öskra á hver annan fyrir leik. Samanborið við í dag eru menn bara með ipod að hlusta á eitthvað og út af fyrir sig. Fyrir leikinn hrópuðu menn á hver annan, nú tökum við þessa karla, jörð- um þá og ýmislegt verra sem óþarfi er að nefna. Sigfried Held var yfirleitt undrandi á þessu háttalagi okkar og hafði ekki kynnst þessu áður. Ég held að hann hafi bara verið hálfhræddur þegar hann var inni í klefanum. Eftir leikinn tók Sigfried Held á móti okk- ur og það var hreinlega frosið á hon- um brosið. Ég held að hann hafi ekki sjálfur trúað því að þetta væri hægt. En karakterinn í þessu liði var gífur- lega mikill og þegar allt kemur til alls skiptir hann kannski meira máli en tæknileg geta. Blandan í þessum hópi var frábær og þetta er æðisleg minn- ing og fögnuðurinn var mikill. Enda var þetta í fyrsta skipti sem Sovét- menn töpuðu stigi á heimavelli í und- ankeppni og þetta voru gríðarlega sterk úrslit. Endurkoman í KR Rúnar kom heim og spilaði með KR í sumar eftir 12 ára veru í atvinnu- mennsku. „Það var gaman að koma heim KR-ingar hafa alltaf verið stolt- ir af sínu og það er bara jákvætt. En maður var samt meira var við ein- hverja óánægju foreldra með félags- starfið. Nú er maður sjálfur orðinn foreldri og maður heyrir það að fólk- ið heldur oft að grasið sé grænna ann- ars staðar, en það er ekki alltaf raun- in. En félagið sjálft hefur ekkert breyst svakalega mikið. Það er helst þá það að það er rosalega vel gert við okkur leikmennina og allt gert til þess að láta okkur líða vel. Auk þess eru leik- menn almennt í deildinni mun betri og með betri tækni en var hér áður en ég fór út. Það voru vissulega vonbrigði að liðið skyldi ekki hafa staðið sig bet- ur í sumar. Ég er hluti af þessu liði og ætla ekki að skorast undan ábyrgð. En þegar þetta gengur ekki er það mjög erfitt fyrir alla. KR er búið að gleyma þessu sumri og við ætlum ekkert að tala meira um það. Nú stefnum við að nýju ári og vonbrigðin eru að mestu leyti að baki, en við verðum samt að herða okkur til þess að bæta okkur. Persónulega var þetta hrikalega erfitt. Liðinu gekk ekki vel og þá gekk mér ekki heldur vel. Ég hélt að þetta yrði ekki svona erfitt. Aðbúnaður minn úti var þannig að maður hafði aðgang að sjúkraþjálfara á öllum æf- ingum. Allt síðasta árið mitt úti fékk ég ofboðslega góða umönnum frá mjög hæfum sjúkraþjálfurum. Hér heima voru vissulega hæfir sjúkraþjálfarar hjá KR en það var ekki aðgangur að þeim á öllum æfingum en það var eitthvað sem ég þurfti að leita í. Ég náði aldrei að sýna mitt rétta andlit í sumar. Það hefur eitthvað með aldur að gera, auk þess sem ég kom beint úr öðru tímabili í Belgíu. En það var nú þannig hjá KR að það var erfitt að standa upp úr í liðinu þar sem það spilaði illa. Oft er það þannig að þeg- ar liðið er að tapa spila einstakling- arnir illa öfugt við það þegar lið er að vinna en þá blómstra einstaklingarn- ir. Í gegnum minn feril hef ég verið að blómstra þegar allt liðið hefur spilað vel. Ég er búinn að gleyma þessu tíma- bili. Ég passaði mig á því að opna ekki íþróttasíðurnar daginn eftir leik. Þjálf- arinn valdi mig alltaf í liðið og hann var ánægður með mitt framlag þótt ég hafi ekki verið það. En það var hans ákvörðun að nota mig og þannig var það. Það voru engin önnur lið að reyna að fá mig en KR. Ég held að ég hafi verið það heppinn að allir hafi vitað það að ég var að fara í KR. Nema það að það hafi enginn viljað fá mig. En það skiptir mig engu máli, þetta var alltaf spurning um annaðhvort að- spila með KR eða að spila ekki neitt. Mér fannst ég hálfpartinn skyldug- ur til þess að koma heim og spila með KR til þess að gefa eitthvað af mér aftur til þeirra sem studdu mig á leið minni út í atvinnumennsku. Ég ætl- aði að gera vel fyrir KR, það tókst ekki en ég sé ekki eftir neinu í sambandi við þetta sumar. Maður getur kannski sagt að maður hafi verið að gera ein- hverja vitleysu en ég sé ekki eftir neinu. Þetta var ákvörðun sem ég tók á sínum tíma út frá þeim forsendum sem ég hafði þá.“ Yfirmaður knattspyrnu mála hjá KR Rúnar tók í vikunni við starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR en skyldi hann langa að fara út í þjálf- un? „Ekki strax, ég ætla að nota mína þekkingu og reynslu af þjálfurum sem ég hef haft ótal marga. Auk þess þekki ég innviði klúbbsins mjög vel. Mitt starf hér er að finna leikmenn og búa til hóp ásamt Loga (Ólafssyni) sem við erum tilbúnir að vinna með. Það sem við þurfum að gera í meistaraflokki er að fá inn virkilega góða og samheldna grúppu af mönnum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að vinna. Það vantar á samheldnina hjá leikmönn- um. Það verða einhverjar breytingar á næstunni. Það eru mörg nöfn á blaði sem við erum á eftir en við þurfum þá ekki alla. Núna förum við að setja okk- ur í samband við menn og einnig tala við þá sem við höfum fyrir, því við eig- um marga góða knattspyrnumenn. En við viljum ná meira út úr þeim. Við vinnum þetta saman til þess að byrja með en þegar lengra líður og við Logi erum báðir komnir inn í starfið mun- um við breyta verkaskiptingunni. Ég verð í því að finna leikmenn og æfa leikmenn í einstaklingsþjálfun. Síðan mun ég verða yngri flokka þjálfurum innan handar en þetta eru allt hæfir þjálfarar. En ég ætla vera þeim til halds og trausts og ræða málin. Ég vil aðeins koma inn í taktík hjá yngri flokkunum og láta alla flokka spila eins og meist- araflokkinn. Því mun ég koma með einstaka æfingar inn í þetta hjá þeim þótt þeir fari að sjálfsögðu að mestu leyti með æfingarnar. Einnig geta þjálfararnir leitað til mín og ég get gefið þeim ráð. En einn- ig get ég fengið góð ráð hjá þeim og ég tel þetta fínt starf. Meginmarkmiðið með því sem ég er að gera er að auka gæði, leikskiln- ing og sendingar hjá krökkunum. Við viljum einnig reyna að fá krakka til þess að bera virðingu fyrir merkinu sínu, KR, og fá meiri aga inn í yngri flokkana. Það er eitthvað sem vant- ar meira af í knattspyrnunni hjá KR í dag. Það er ekki bara mitt hlutverk heldur allra hjá félaginu að ná því saman og ég tala nú ekki um for- eldrana. Við viljum einnig búa til góða einstaklinga og persónur en ekki bara fótboltamenn,“ segir Rúnar framsýnn í huga. Ætlaði alltaf að vinna við knattspyrnu Það var alltaf markmið mitt að vinna við knattspyrnu þegar ég kæmi heim. Þetta er það sem ég kann enda hef ég kynnst mörgu á ferlinum. Bæði góðu fólki og hæfum mönnum í knatt- spyrnunni. Þegar ég fór að hugsa um það hvað mig langaði að gera áður en ég kom heim var það starf líkt því sem ég er kominn í núna sem kom upp í hugann. En þá var það hins vegar ekki til staðar. Einnig kom að vísu til greina að fara á skólabekk og var bú- inn að skrá mig í hann en hafði svo ekki tíma í það. Ég tel mig hafa þekk- ingu til þess að sinna þessu starfi hjá KR vel og með tíð og tíma ætla ég að bæta við mig meiri þjálfaraþekkingu. Ég þekki menn um allan heim sem geta gefið mér góð ráð. Einnig er það svo að ég hef góð sambönd við þessi lið erlendis og ef leikmenn vilja í at- vinnumennsku, til að æfa eða verða atvinnumenn. hef ég tækifæri til þess að koma því í kring. Það er náttúrlega stór plús fyrir félagið og leikmenn sem eru hér. Ég er fullur sjálfstrausts um að geta staðist þetta starf. Hvaða eiginleika þurfa fótbolta- menn að hafa til að ná langt? „Menn þurfa að hafa mjög sterk- an karakter, vilja og sjálfstraust. Menn þurfa ekki endilega að hafa góða tækni, en menn þurfa að hafa eitt- hvað eitt sem þeir eru góðir í og nátt- úrlega að kunna eitthvað í fótbolta. Það er fullt af atvinnumönnum sem eru í góðum deildum úti í heimi sem eru ekkert sérstakir fótboltamenn en þeir eru sterkir karakterar sem geta barist, hoppað og skallað, en þeir eru ekkert sérstakir í að gefa 10 metra sendingar,“ segir hinn geðþekki Rún- ar Kristinsson að lokum. vidar@dv.i föstudagur 19. október 200736 Sport DV RúnaR í LoKEREn Hér fagnar rúnar marki með Lokeren. í baRáttu við baLLacK rúnar er hér í leik gegn Þýskalandi. LiPuR rúnar á fullri ferð í leik gegn frökkum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.