Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Síða 40
Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 19. október 1967 Sannleikann eða verndun einkalífs – lögbann á Læknatal Ættfræði og stéttartölin Ættfræðiáhugi Íslendinga er með ólíkindum. Hvergi annars staðar í veröldinni væri það hversdagslegur viðburður að sjálfmenntaður verka- maður, veraldarsinnaður auðmaður og hámenntaður skólamaður, hitt- ist í samkvæmi, komist af tilviljun að ættfræðiáhuga hver annars og gleymi þar með stund og stað. Í samræmi við þennan ættfræðiáhuga hefur út- gáfa stéttartala verið mörgum sinn- um almennari hér á landi en ann- ars staðar tíðkast. Líklega gera fæstir sér grein fyrir þeirri fjölbreyttu flóru sem þessi tegund bókaútgáfu státar af. Hvað skyldu til dæmis margir vita að til er stéttartal Vörubifreiðafélags- ins Þróttar, mjólkurfræðinga, stéttar- tal blikksmiða og símavarða hjá Pósti og síma sem heitir einfaldlega Stelp- urnar á stöðinni. Dæmi um hefðbundnari stéttartöl sem lengri hefð er fyrir eru stéttartöl lögfræðinga, lækna, verkfræðinga og guðfræðinga. Töl um einstaklinga þessara stétta hafa komið út og ver- ið endurútgefin á tuttugu til þrjátíu ára fresti, aukin og endurbætt, um margra áratuga skeið. Sálgreining á starfsstéttum Þeir sem þekkja vel til bókmennta af þessum toga hafa gjarnan lúmskt gaman af að bera saman töl mis- munandi stétta og ólíkt vinnulag við uppsetningu þeirra og ritstjórn. Við slíkan samanburð geta menn fallið í þá óleyfilegu freistni að sál- greina starfsstéttirnar eftir tölunum. Kennarastéttin væri þá með áber- andi minnimáttarkennd, enda mor- ar Kennaratalið af hégómlegum smámunum og yfirborðsmennsku, sbr. „nam fyrir ökupróf hið meira en lauk eigi prófi sökum anna“. Lengi vel brugðu kennarar sér ekki í skemmti- ferð til nágrannalanda nema tengja það starfi sínu, sbr. „kynnti sér barna- skólafræðslu í Færeyjum“ eða „fór í fræðslu- og rannsóknarleiðangur um æskulýðs- og uppeldismál í Norður- Noregi“. Verkfræðingar geisla hins vegar af sjálfsöryggi, halda sig við aðalatriðin, eru stuttorðir, gagnorðir og hafa mjög rök- og formfasta upp- byggingu á greinum sínum. Læknatalið Læknatalið er hins vegar illþol- andi ítarlegt og nákvæmt. Starfsfer- ill læknis getur hæglega orðið ein til tvær blaðsíður því hafi hann sinnt starfi við stofnun í einungis eina eða tvær vikur (til dæmis á kandídats- árunum) þykir rétt og skylt á þeim bænum að geta þess skilmerkilega með nákvæmum dagsetningum á upphafi starfsins og starfslokum. Þessa hefð ritsins ber augljóslega að rekja til Vilmundar Jónssonar land- læknis, sem ásamt Lárusi H. Blön- dal ritstýrði og safnaði í ritið Læknar á Íslandi, útg. 1944, sem og í aðra og aukna útgáfu verksins 1970 sem styr- inn stóð um. Áform um nýtt Læknatal Frétt um lögbannsúrskurðinn sem getið var um hér að framan kom á baksíðu Morgunblaðsins 19. okt- óber 1967. Forsaga þess máls er sú að Vilmundur og Lárus höfðu árið 1963 afsalað útgáfu- og höfundarrétti á læknatalinu frá 1944 til Læknafélags Íslands. Stjórn þess hlutaðist síðan til um að Ísafoldarprentsmiðja gæfi út nýtt og stóraukið læknatal og fengi upphaflegu ritstjórana til að annast upplýsingaöflun og úrvinnslu efnis- ins til prentunar. „Hlutverk höfunda“ Í formála að hinu fræga Lækna- tali 1970 greinir Vilmundur ítarlega frá þessum áformum og vinnu þeirra Lárusar við verkið næstu árin. Hann lýsir þar ritstjórnarstefnu þeirra, ít- rekar þar mikilvægi nákvæmra og réttra upplýsinga og samræming- ar í upplýsingum ritsins, greinir frá eyðublaði sem læknum var sent og kvartar undan óskilvísi margra lækna í að endursenda eyðublaðið útfyllt, enda hafi það tafið útgáfuna um einhver ár. Um hlutverk ritstjóranna segir hann meðal annars: „Hlutverk höf- unda er, eins og allir mega vita, að gagnrýna fengin svör, eftir því sem við verður komið, allra helzt þau, sem á einhvern hátt þykja tortryggi- leg, leiðrétta þau og samræma, en ekki sízt fylla í margvíslegar eyður, sem hlutaðeigendur unnvörpum láta ófylltar, annaðhvort fyrir það, að þeim er ekki tiltækt að svara, eða þeir hirða ekki um það.“ Deilan um kjörbörnin Hér er lagður grunnurinn að ágreiningnum. Sex læknar áttu kjör- börn og vildu ekki að getið yrði um kynforeldra þeirra. Hugsanlegt er að í einhverjum þeirra tilfella hafi börnin ekki enn vitað betur en að kjörforeldr- ar þeirra væru þeirra kynforeldrar. Hér varð því uppi fótur og fit. Vilmundur taldi hins vegar óverjandi að læknatal af öllum tölum gæfi vísvitandi rangar upplýsingar um svo mikilvægar stað- reyndir. Hann taldi það einnig hlut- verk sitt að leiðrétta slíkar upplýsing- ar og gerði það óhikað enda maður nákvæmur með afbrigðum. Deilan verður dómsmál Fljótlega varð ljóst að hér mætt- ust stálin stinn og ekki yrði samið um eitt eða neitt. Fimm læknanna ákváðu því að fara fram á lögbanns- gerð. Var málið dómtekið í fógeta- rétti 17. ágúst 1967, úrskurður um lögbannið var kveðinn upp 11. sept- ember 1967 og lögbannið lagt á 15. nóvember. Lögbannið var síðan staðfest í héraðsdómi 13. ágúst 1968 og sá dómur staðfestur af Hæstarétti 30. október 1968. Í formálanum að útgáfunni 1970 fjallar Vilmundur ítarlega um dóm- ana og rök þeirra, finnur þeim flest til foráttu og teflir saman hugmynd- um dómaranna um „þagnarvernd einkalífs“ og stjórnarskrárákvæði um almennt prentfrelsi. Sér hann ekki betur en dómurinn geti hæglega lagt af öll skrif um persónufræði sam- tímamanna hér á landi. Viðbrögð Vilmundar Niðurstöður málsins fólust svo í því að upplýsingar um kynforeldra kjörbarna voru teknar úr handrit- inu og forstjóri forlagsins lét auglýsa í Ríkisútvarpinu og Morgunblaðinu, að þeir sem vildu láta gera breyting- ar á köflum um sig í talinu hefðu sam- band við ritstjóra þess fyrir mánaðar- lok. Þá var loks hægt að fara að huga að prentun þessa umdeilda handrits sem kom svo loks út árið 1970. Eins ber þó að geta í lokin. Í ritinu eru hafð- ar eyður með tómum svigum þar sem Vilmundur taldi að rétt hefði verið að geta um kynforeldra. Ritið Læknar á Íslandi, útg. árið 1970, er því að þessu leyti allsérstætt og áreiðanlega fræg- asta stéttartal sem út hefur komið á Íslandi. Vilmundur landlæknir Vilmundur Jónsson var í hópi merkustu og þekktustu Íslendinga á 20. öld. Hann var héraðslæknir á Ísafirði 1917-1931 og var þá Þórbergur Þórðarson oft langdvölum hjá honum eins og Þórbergur greinir frá. Vilmundur var svo röggsamur landlæknir á árunum 1931-1959, bjó lengst af í sínu fræga „fúnksjónaliska“ húsi við Ingólfsstrætið og hafði jafnan mikinn áhuga á íslenskri sögu lækna og lækninga. Hann var þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1931-1941, var mælskur og áhrifamikill þingmaður og flokksmaður og þótti á tímabili ein skærasta stjarna jafnaðarmanna hér á landi. Skopskyn hans var á heimsmælikvarða og hann var ákaflega orðheppinn. Landsfrægir dóttursynir hans, Þorsteinn heitinn heimspekingur; Vilmundur heitinn, ráðherra og blaðamaður, og Þorvaldur hagfræðiprófessor Gylfasynir, hafa oft þótt minna mikið á þennan skelegga afa sinn. Jónas frá Hriflu stöðvaður Flest bendir til þess að Vilmundur hafi öðrum fremur komið í veg fyrir það að Jónas frá Hriflu fengi ráðherraembætti í „stjórn hinna vinnandi stétta“ er hún var mynduð 1934. En þar með var róstusömum pólitískum frama Jónasar lokið. Þessa eru vandlega gerð skil í ritinu Ljónið öskrar, III. bindinu af ævisögu Jónasar, eftir Guðjón Friðriksson. Ýmislegt bendir til að Vilmundur hafi sannfærst um að Jónas væri ótækur sem ráðherra er Jónas ræddi við Vilmund og Finnboga Rút Valdimarsson á Laugarvatni að kvöldi 3. júlí sumar 1934, nokkrum dögum eftir kosningarnar. Í samræðum sínum við þá kratana lét Jónas móðan mása og var stór upp á sig en Vilmundur hlustaði þögull. Þegar þar kom í tali Jónasar að hann sagði: „Ég er fæddur til að stjórna!“ – var Vilmundi nóg boðið og hann svaraði að bragði: „Það er einmitt það eina sem þú átt ekki að gera.“ Bragi á alltaf læknatöl Að lokum er rétt að huga að því hvort þessi fræga útgáfa af læknatalinu er ekki löngu uppseld og því ómetanlegur dýrgripur. „Ó, nei, það er nú öðru nær,“ segir Bragi Kristjónsson bóksali. „Þessi út- gáfa var prentuð í svo stóru upplagi á sínum tíma, að það er til nóg af henni. Ég á hana alltaf til á sanngjörnu verði og það er alltaf töluverð hreyfing á þessari útgáfu. En það eru samt fáir sem muna núna eftir öllu því fjaðra- foki sem þessi útgáfa olli. Þótt hún sé ekki dýr er hún líklega af þessum sök- um sögufrægasta stéttartal sem gefið hefur verið út á Íslandi,“ segir Bragi og hlær. Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is föstudaGur 19. oKtóber 200740 11. september 1967 var kveðinn upp úrskurður hjá borgarfógetanum í Reykjavík um lögbann við tiltekn- um upplýsingum sem þá hafði verið safnað saman í handrit að nýju læknatali. Upplýsingarnar vörð- uðu kynforeldra barna sem höfðu verið ættleidd af læknum. Læknarnir, sem voru sex að tölu, vildu ekki undir neinum kringumstæðum að slíkar upplýsing- ar kæmu fram í hinu nýja læknatali. Helsti ritstjóri þess, Vilmundur Jónsson, taldi hins vegar ekki annað sæmandi en að stéttartal lækna skýrði satt og rétt frá jafnmikilvægum líffræðilegum staðreyndum um fjöl- skylduhagi þeirra sem talið fjallaði um. Ágreiningur- inn um þetta viðkvæma mál varð að hörðum deilum sem aftur urðu að sögufrægum dómsmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.