Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Side 59
Saw 5 og 6 Kvikmyndaframleiðandinn Lionsgate sem er á bak við Saw- hrollvekjurnar stefnir á að taka upp Saw 5 og 6 samtímis til þess að spara peninga. Saw 4 er væntanleg eftir nokkrar vikur en myndirnar hafa hingað til notið mikilla vinsælda. Til að mynda þénaði Saw 3 tæpar 170 milljónir dala í miðasölu á heimsvísu en það kostaði aðeins 10 milljónir dala að framleiða hana. Stefnt er á að hefja tökur sem fyrst til þess að klára myndirnar áður en verkfall leikara, leikstjóra og handritshöfunda skellur á næsta vor. Jason í Supernatural Staðfest hefur verið að hinum goðsagnakennda Jason Vorhees úr Friday-myndunum muni bregða fyrir í sjónvarpsþátt- unum Supernatural. Hokkígrímu- klæddi geðsjúklingur- inn mun birtast í tíunda þættinum af þriðju þáttaröðinni sem hóf nýlega göngu sína en þættirnir fjalla um bræðurna Sam og Dean sem berjast við drauga og djöfla. „Við höfum gengið frá því að við megum nota Jason,“ segir Eric Kripke, framleiðandi þáttanna. „Þetta verður ekki beint Jason þarna úti en við fundum skemmtilega leið til að fá Sam og Dean til að berjast við Jason úr Föstudeginum þrettánda.“ föstudagur 19. október 2007DV Bíó 59 Ryan Reynolds var ágætur í hlutverki sp relligosans Vans Wilder, en sá sem réð hann í þessa myn d ætti að taka 2–4 á Hrauninu. En fyrir þá sem ekki hafa sé ð hana sturlast maður- inn fullkomlega og útkoman er eins og á kúttmagakvöldi hjá Lionsklúbbi. The Amityville Horror (2005) 6 Texas Chainsaw Massacre með Gunnari Hansen í að-alhlutverki er sígild hryllingsmynd. Tobe Hopper, hand-ritshöfundur myndarinnar, hefði átt að fara í mál við framleiðendur endurgerðarinnar. Mynd sem skildi ekkert eftir sig nema reiði, löngun í góða keðjusög og hugsan-lega bónorð til Jessicu Biel. Texas ChainsawMassacre (2003) 5 Þrátt fyrir að upprunalega myndin hafi ekki verið neitt, neitt, tók þessi fram úr öðru m hvað varðar sora og drasl. Slasher-mynd af v erstu sort, ofbeldið ekki einu sinni óhuggulegt. Sö gur herma að ákveðin kvikmyndahús í miðríkjum Banda- ríkjanna hafi þurft að endurgreiða áhor fendum miðana. Black Christmas (2006) 4 Paris Hilton í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki og eflaust því síðasta. Myndin var undarleg, illa gerð og hræðilega leikin. Í þokkabót var hún ekki einu sinni keimlík upprunalegu myndinni sem kom út árið 1953. House of Wax (2005) 2 Þrátt fyrir að gagnrýnandi DV sé eflaust ósammála þessu þykir þeim á filmschoolrej-ects.com Halloween-endurgerðin ekki góð. Ekki næg spenna, of mikið af MTV-stælum og leikstjórnin út í hött. Halloween (2007) 3 Gus Van Sant hefur gert margar fínar myndir, en hug-myndina að endurgerð Psycho hefði átt að kæfa í fæðingu. Klassíker Hitchcocks var niðurlægður með hræðilegum leik og asnalegum töktum. Þá þótti leikkonan Anne Heche ekki verðug í hlutverk Marian Crane, sem upphaflega var leikin af Janet Leigh. Psycho (1998) 1 algjör hryllingur Einstök bók með bráðsnjöllum þrautum sem fá okkur til þess að gefa íslenskri tungu betri gaum en ella, spá og spekúlera í merkingu orða og orðasambanda og beita hugmyndaflugi og kímni við lausn þeirra. Orðabrellur Ævintýra- og gamanmyndin Astr- ópía eftir Gunnar B. Guðmundsson er aðsóknarmesta kvikmyndin hér á landi það sem af er árinu. Hvorki fleiri né færri en 45.000 manns hafa lagt leið sína á myndina. Hún sat lengi á toppi aðsóknarlista og hefur rokkað á milli efstu sætanna undan- farnar vikur. Meðal risamynda frá Hollywood sem Astrópía er að skáka eru Simp- sons, Spiderman 3, Pirates of the Caribbean 3 og Harry Potter 5 en all- ar hafa myndirnar rakað inn hundr- uðum milljóna dala á heimsvísu. Í kjölfar velgengni myndarinnar verður gefið út fjölskylduspil fyrir jól byggt á sögu myndarinnar. StærSta mynd árSinS Fjölskylduspil á leiðinni fyrir jól: Neitar Karate Kid Undanfarið hafa þær sögur gengið fjöllum hærra að naglinn og hasarkroppurinn Will Smith ætlaði að framleiða og leikstýra endurgerð stórmyndar- innar The Karate Kid, en myndin kom út árið 1984. Sagt var að sonur hans Jayden myndi fara með hlutverk Ralph Macchio og Jackie Chan myndi ljá mr. Miyagi krafta sína. „Þetta er alls ekki rétt og ég hef ekki hugmynd um hvaðan þetta er komið,“ sagði talsmaður leikarans góðkunna, í viðtali við Yahoo! fyrr í vikunni. Næsta verkefni Smiths verður hins vegar að leika í Seven Pounds. Hlutverk hans þar verður að leika mann í sjálfsvígshugleiðing- um sem kynnist konu og verður ástfanginn. En sætt. Ragnhildur Steinunn sjónvarpsstjarnan vinsæla ragnhildur steinnunn á eflaust sinn þátt í vinsældum astrópíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.