Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 19. október 200762 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Mikils pirrings gætir á Ríkis-
útvarpinu eftir að ljóst var að
Páll Magnússon er með eina
og hálfa milljón króna á mánuði
Almenningur sem spurður var
af þættinum
Ísland í dag
á miðviku-
dagskvöld
hvort þetta
væru eðlileg
laun yfir-
manns á svo
stórri stofnun
var sömu
skoðunar og starfsfólkið; að þetta
væri fullmikið af því góða. Vefur-
inn visir.is spurði lesendur sína
í gær um afstöðu til launa út-
varpsstjóra. 81% svarenda finnst
útvarpsstjóralaunin of há, mættu
vera um 800 þúsund að einni
milljón króna.
n Vefritið dv.is hefur náð hraðri
siglingu á stuttum tíma og einn
skrifenda á málefnin.is segir að
forgangsröðun sína á því hvert
hann sæki fréttir þegar hann
dvelur í útlöndum hafa breyst.
Skrifandinn, Grandvar, segir
skammval sitt hafa breyst, áður
hafi ruv.is verið í öðru sæti en
nú sé röðin svona þegar hann
vilji fá beint í æð það sem gerist:
1. mbl.is
2. dv.is
3. eyjan.is
4. ruv.is
5. visir.is
n Ljóst er að landsliðið í fótbolta
er ekki uppáhaldslið allra lands-
manna. Fólk ætlar í auknum
mæli að snúa sér að kvenna-
knattspyrnunni þar sem árangur
næst og skemmtilegur fótbolti
sést. Agaleysi leikmanna er þekkt
og fer mjög
í skapið á
landanum.
Þótt liðið
tapi nánast
hverjum ein-
asta leik fara
leikmenn
engu að síð-
ur út á lífið
og drekka ótæpilega, þrátt fyrir
að það sé leikur eftir þrjá daga.
Flugfreyjur Icelandair þurftu víst
að bera nokkra afréttara í liðið
á sunnudaginn. Árangur liðsins
hefur ekki verið í samræmi við
væntingar og liðið náði aðeins í
eitt stig af tólf mögulegum gegn
liðum sem Íslendingar telja sig
vera betri en í fótbolta. KSÍ hefur
ekki verið þekkt fyrir að vera með
puttana á púlsinum og það kæmi
ekki á óvart ef stuðningsyfirlýsing
handa Eyjólfi Sverrissyni lands-
liðsþjálfara væri í undirbúningi.
Hver er konan?
„Ég heiti Marta Guðjónsdóttir, for-
maður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík og varaborg-
arfulltrúi. Ég er auk þess kennari við
Tjarnarskóla. Ég fæddist í Þingholt-
unum, ólst upp í Vesturbænum og hef
búið í Skerjafirði frá 1989. Ég er gift og
á tvö börn.“
Áttu gæludýr?
„Ég á tvo ketti sem heita Sókrat-
es og Aristóteles. Maðurinn minn er
heimspekingur, það útskýrir nöfnin.“
Hvað drífur þig áfram?
„Það er bjartsýni og hugsjónir.“
Hver eru þín áhugamál?
„Ætli það séu ekki fyrst og fremst
stjórnmál, gera góða borg enn betri
og áhugi á því að bæta mannlífið í
borginni. Útivist og fjallgöngur, lestur
góðra bóka og íþróttir, þó ekki lengur
sem þátttakandi heldur áhorfandi. Ég
er mikill KR-ingur.“
Eftirminnilegasta bók sem þú
hefur lesið?
„Brekkukotsannáll eftir Laxness.
Sú bók er mjög góð Reykjavíkursaga
og góð heimild um borgina og mann-
lífið á þeim tíma sem sagan á að ger-
ast.“
Þú ert Reykjavíkurmær mikil?
„Já, það er ég svo sannarlega. Ég er
mjög stolt og ánægð með mína borg
og þykir hún ein af þeim fallegustu í
heimi.“
Ef þú byggir ekki á Íslandi, hvar
myndir þú vilja búa?
„Ja, það er nú það. Ég hugsa að það
væri annaðhvort Kaupmannahöfn
eða París.“
Ferðast þú mikið innanlands?
„Já, mjög mikið. Ég fer reglulega
í fjallgöngur og í sumar gekk ég til
dæmis á Heklu. Ég er ein af nokkrum
aðstoðarmönnum séra Ragnheiðar
Erlu Bjarnadóttur, sem vinnur nú
að því að rannsaka altaristöflur í
kirkjum landsins. Þetta hefur verið
yndislegt ferli og gefið mér tækifæri
til þess að sjá hluta landsins sem ég
hefði að öllum líkindum ekki séð
annars. En það að ferðast um landið
er það skemmtilegasta sem ég geri
og ég kýs það mun frekar en að fara í
utanlandsferðir.“
Minna yfirheyrslurnar í Valhöll
eitthvað á spænska
rannsóknarréttinn?
„Nei, alls ekki, því það voru engar
yfirheyrslur og hafa þær aldrei staðið
til. Það sem menn hafa verið að rugla
saman er að það er lítill starfshópur
innan stjórnar Varðar sem fer yfir
stöðuna í borgarmálum, vegna þessara
óvæntu stjórnarslita, sem hann svo
kynnir fyrir öðrum flokksmönnum.
Hópurinn fundaði tvisvar og lagði
til að haldinn yrðir lokaður fundur
fyrir trúnaðarmenn flokksins í
Reykjavík til að fara yfir breytta stöðu
í borgarmálum. Stjórnarslitin voru
mjög óvænt og því er eðlilegt að fara
yfir stöðuna.“
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
gjarnan komið fólki fyrir sjónir
sem samheldinn flokkur. Hefði
eitthvað þessu líkt gerst í
stjórnartíð Davíðs Oddssonar?
„Í stjórnmálum getur gengið á
ýmsu og menn hafa mismunandi
skoðanir. Þetta hefur verið blásið upp
í fjölmiðlum, sem er ekki heppilegt.
Ég vísa í stjórnartíð R-listans og þann
ágreining sem var innan flokksins
en komst sjaldan upp á yfirborðið.
En þrátt fyrir ágreining komumst við
að sameiginlegri niðurstöðu og það
er það sem skiptir máli. Við gáfum
út yfirlýsingu á föstudaginn var um
að við styðjum oddvita flokksins í
borgarstjórn, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson,
og borgarfulltrúana heils hugar.“
Hvernig er stemningin í Valhöll ?
„Hún er bara mjög góð. Við erum
nú í óðaönn að skipuleggja hvernig
við ætlum að standa að sterkri
stjórnarandstöðu í borginni.“
Eru miklar líkur á því að einhver
þurfi að taka pokann sinn?
„Nei, alls ekki. Það hefur aldrei
komið til tals og ég á ekki von á því.“
Hvað er fram undan?
„Sem formaður Varðar ætla ég að
beita mér fyrir því að efla enn frekar
þau góðu tengsl sem eru milli Varðar
og borgarstjórnarflokksins. Ætli við
hjónin fáum okkur ekki svo göngutúr í
Búrfellsgjá í Heiðmörk um helgina. Þar
er stróbrotin náttúra og mikil jarðsaga.
Ég bendi borgarbúum á að skoða
þetta og þær ótal mörgu gönguleiðir
sem eru í borgarlandinu sjálfu og við
borgarmörkin.“
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+12
7
xx
+12
4
+12
7
xx
xx
xx
xxxx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+11 1
xx
xx
+81
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+8
4
+9
7
+12
7
xx
11
4
xx
xx
xx
xxxx
xx
xx
+8
7 xx
xx
+8
7
+11
7
+8
4
+10
7
+8
4
xx
xx
xx
xx
xx
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
Góð stemninG
í Valhöll
Marta Guðjónsdóttir
formaður Varðar, segir starfið
innan Valhallar þessa dagana
einkennast af fundahaldi um
nýja stöðu vegna óvæntra
stjórnarslita. boðað var til lokaðs
fundar á dögunum í Valhöll.
Enn lægðagangur
en breytingar eftir helgi
„frá fimmtudegi fram á sunnudag er von á
fjórum lægðum yfir landið, eða einni á dag,“
segir einar sveinbjörnsson veðurfræðingur.
„Úrkoma verður því alla dagana sunnanlands
og vestan og mikil rigning nærri miðjum
degi á föstudag. Minna fer fyrir úrkomunni
norðaustan- og austanlands, en þar sleppa
menn heldur ekki alveg. aftur á móti geta
menn þar átt von á síðbúnum hlýindum á
föstudegi með 13 til 15 stiga hita þegar best
lætur. Á laugardag er síðan að sjá ákveðna
og jafnvel hvassa s -og sV-átt á landinu og á
sunnudag með fjórðu lægðinni kólnar
heldur og er þá hætt við snjókomu á
fjallvegum, þrátt fyrir að vindáttin sé sa-læg.
eftir helgina stefnir í að hæðin þráláta við
bretlandseyjar gefi sig loks eða öllu heldur
klofni í tvennt með þeirri afleiðingu að hér á
landi er líklegt að við taki veðurlag sem
einkennist af N- og Na-áttum
og lækkandi hitastigi.“
Einar Sveinbjörnsson,
veðurfræðingur
stjörnur
vIkUNNAR
Arna Þórsdóttir og foreldrar hennar
anna Hlín bjarnadóttir og Þór tulinius
fá fjórar stjörnur fyrir að koma fram
og sýna þjóðinni hvernig lystarstol fer
illa með manneskjur í heimildarmynd-
inni Lystin að lifa. fólk sem felur ekki
vandann heldur segir frá honum til að
vara aðra við og hjálpa þeim á alltaf
lof skilið. berghildur bernharðsdóttir
og Ásta sól
kristjánsdóttir
sem gerðu
heimildarmynd-
ina deila
stjörnunum með
þeim.
Fangar vilja oft gleymast þegar ekki
er rætt um strok eða annað neikvætt.
Árni Johnsen, þingmaður sjálf-
stæðisflokksins, á lof skilið fyrir að
reyna að gera föngum í Hegningar-
húsinu á skólavörðustíg gott vitandi
sem er að það eitt að vera ófrjáls er
mikil raun án þess að verða af
þægindum á borð við sjónvarp. Árni
fær því þrjár
stjörnur fyrir að
banka óvænt
upp á í Hegn-
ingarhúsinu og
gefa sjónvörp í
alla fanga-
klefana.
kanadíski grínistinn Jason Jones
fær tvær stjörnur fyrir að skemmta
landanum með yfirgengilegu gríni
sínu um þjóðrembu og sjálfhverfu
bandaríkjamanna þegar hann þóttist
tala fyrir því að íslensk stjórnvöld
sendu Herdísi sigurgrímsdóttur,
fyrrverandi liðsmann Íslands í Írak,
aftur til hins stríðshrjáða lands.
sagan segir að
einstaka
blaðamaður hafi
staðið í þeirri trú
að hann væri að
mæta á alvöru
blaðamanna-
fund.
Eiður Smári Guðjohnsen fór
mikinn í landsleik Íslendinga og
Letta um síðustu helgi og skoraði þá
tvö mörk. slíkur árangur hefði
löngum dugað til minnst tveggja
stjarna enda ekki svo oft sem
íslenskir landsliðsmenn skora tvö
mörk í leik. sú staðreynd að um
tapleik var að ræða og að eiður
smári líkt og landsliðið í heild lék illa
gegn Liechtenstein veldur því að
hann fær aðeins eina stjörnu.