Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 2
 LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Heimsmet í taubleiuskiptum Eftir stóðu þrjár túrb- ínur að verðmæti 15 milljarða króna sem Orkuveitan hafði skuld- bundið sig til að kaupa. O rkuveita Reykjavíkur (OR) hefur greitt þrjá milljarða króna til að losna út úr skuldbindingum vegna kaupa á þremur túrbínum vegna kaup- samnings sem gerður var rétt fyrir hrun. Af þeim þremur milljörðum má draga 400 milljónir sem eru verðmæti íhluta sem OR hefur fengið afhenta í túrbínurnar. Snemmsumars árið 2008 gerði Orku- veitan 25 milljarða króna samning við fyr- irtæki í Japan um kaup á fimm túrbínum sem ætlunin var að nota í virkjanafram- kvæmdir. Fjórar átti að nota í virkjanir í Hverahlíð og Bitru sem sjá áttu nýju álveri í Helguvík fyrir rafmagni og ein til við- bótar var keypt án þess að ákveðið hefði verið hvar ætti að nota hana. Hver túrbína kostar fimm milljarða króna. Tvær túrbínur komu til landsins árið 2011 og voru notaðar í nýja stöð í Hellis- heiðarvirkjun, Sleggjuna, því hætt hafði verið við virkjun í Bitru og Hverahlíð. Túrbínurnar tvær kostuðu tíu milljarða króna. Eftir stóðu þrjár túrbínur að verðmæti 15 milljarða króna sem Orku- veitan hafði skuldbundið sig til að kaupa. Á undanförnum árum hafa stjórnendur Orkuveitunnar átt fjölmarga fundi með fulltrúum japanska fyrirtækisins, bæði hér á landi, í Þýskalandi og í Japan, í því skyni að reyna að semja sig frá samningn- um. Á síðasta ári tókst að semja um frest- un á staðfestingu á afhendingu tveggja túrbína til 1. júní 2016 sem þýddi að þær kæmu til afhendingar á árinu 2019 og skuldbindingunni var aflétt. Einnig tókst að semja um afpöntun á þriðju túrbínunni. Kostnaður vegna þessa nemur þremur milljörðum króna. Í byrjun ársins fékk Orkuveitan afhenta íhluti í túrbínurnar þrjár að verðmæti 400 milljarða króna. Um er að ræða íhluti sem framleiðendur hafa fengið afhenta frá undirverktökum sínum enda hefur Orku- veitan greitt inn á túrbínurnar samkvæmt samningi þar um. Að teknu tilliti til verð- mæti íhlutanna, sem Orkuveitan telur sig geta notað sem varahluti í þær túrbínur sem þegar eru í notkun, hefur Orkuveitna greitt um tvo og hálfan milljarð króna til að losna undan skuldbindingum vegna túrbínukaupanna. Að sögn Eiríks Hjálm- arssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveit- unnar, munu þessir þrír milljarðar ganga upp í kaupverðið á túrbínunum tveimur sem eftir eru í Japan, muni aðstæður hér breytast með þeim hætti að þörf verði á því að nýta þær til frekari virkjana á næstu árum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Orkuveitan keypti fimm túrbínur rétt fyrir hrun Orkuveita Reykjavíkur keypti vorið 2008 fimm túrbínur sem ætlunin var að nota í virkjanafram- kvæmdir. Ekki hafði verið ákveðið hvar átti að nota allar túrbínurnar. Tvær eru komnar til lands- ins og voru nýttar í Hellisheiðarvirkjun. Þrjár eru enn í Japan og eru að verðmæti 15 milljarða sem Orkuveitan hefur ítrekað reynt að semja sig frá. Á síðasta ári tókst það og hefur Orkuveitan greitt þrjá milljarða til að losna undan samningunum. Greiddi milljarða til að losna undan samningum Orkuveita Reykjavíkur hefur þurft að greiða háar fjárhæðir til þess að losna undan skuldbindingum vegna túrbínukaupa. Þeir sem tau- bleiu geta valdið eru hvattir til að taka þátt í að slá heimsmet í fjölda tau- bleiuskipta á sólarhring næsta laugardag. Ísland var eitt 15 landa sem tóku þátt í fyrra og var þá slegið met ársins þar á undan og það skilmerkilega fært í heimsmetabók Guinness þegar skipt var á 8.301 barni á heimsvísu. Benedikta Valtýsdóttir, einn skipuleggjenda við- burðarins á Íslandi, fékk fyrst áhuga á því að nota taubleiur fyrir son sinn því henni fannst þær svo fal- legar en þegar hún fór að skoða málið betur gerði hún sér grein fyrir að þær eru bæði umhverfisvænar og mun ódýrara að nota þær en bréfbleiur. Þetta árið fær hópurinn inni í fjöl- skyldumiðstöðinni Lygnu í Síðumúla 10 og í öllum þátttökulöndum, sem í ár eru 23, hefst viðburðurinn klukkan 11.00 að staðar- tíma en Lygna opnar 45 mínútum fyrr. Tekið skal fram að til að þátttaka í að slá heimsmetið sé gild fyrir Guinness þurfa börnin sem skipt er á að vera undir einum metra á hæð og þeir sem skipta á þeim þurfa að vera orðnir 18 ára. Hugmyndina að við- burðinum, sem á ensku kallast The Great Cloth Diaper Change, fékk bandarísk móður í tengslum við dag Jarðar- innar og umhverfisvernd. Að loknum bleiu- skiptunum í Lygnu verður happadrætti fyrir þátt- takendur þar sem í vinnig eru vörur frá ýmsum sem framleiða fyrir börn. -eh Vill lög um rétt barna geðsjúkra Gunnlaug Thorla- cius, félagsráðgjafi á geðsviði LSH, er nýr formaður Geðverndarfélags Íslands en dr. Eydís K. Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræðingur er hætt formennsku eftir 15 ára starf í þágu félagsins. Gunnlaug segir að verkefni nýrrar stjórnar verði að leggja enn meiri áherslu en fyrr á forvarnarstarf, sérstaklega með börnum geðsjúkra foreldra. Félagið muni einnig að beita sér í búsetumálum geðfatlaðra sem séu í hnút; framboð á húsnæði fyrir þennan hóp mjög takmarkað. Eins sé mikilvægt að bæta réttarstöðu barna sem eiga foreldra sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma og bjóða börnum úrræði sem draga úr áhrifum veikinda foreldranna á andlega líðan barnanna. „Við verðum að huga að slíkri löggjöf hér,“ segir Gunnlaug. Lítil gæði – hátt verð Íslendingar eru vinalegir en gæðin í íslenskri ferðaþjónustu eru lítil og hér fá ferðamenn minna fyrir peninginn en í flest- um helstu ferðamannaborgum. Þetta er niðurstaða könnunar sem Renato Gruenenfelder, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Guðmundar Jónassonar, hefur gert. Þar kemur fram að þriggja stjörnu gisting í Reykjavík kostar svipað og gisting á fimm stjörnu hóteli á Manhattan í New York og 3ja stjörnuhótelið íslenska er dýrara en 5 stjörnu hótel í Dubaí. Heildareinkunn sem viðskiptavinir gefa íslenskum hótelum er líka lægri en gerist og gengur erlendis. Gunnlaug Thorlacius. Guðni Ágústsson mun ekki leiða lista Framsóknarflokks- ins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Ljósmynd/ Hari  framsóknarflOkkurinn Guðni Gefur ekki kOst á sér í reykjavík Ný kona á lista mun leiða flokkinn Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, þingmaður og ráð- herra, tilkynnti í gær að hann gæfi ekki kost á sér til þess að leiða lista flokksins í Reykja- vík í komandi borgarstjórnarkosningum. Nánast hafði verið gengið út frá því sem vísu að Guðni tæki slaginn en hart var lagt að honum að gera það eftir að Óskar Bergs- son, efsti maður á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík, sagði sig frá forystunni. Í tilkynningu í gær sagði Guðni: „Að vel hugsuðu máli þá hef ég tekið ákvörðun í samráði við fjölskyldu mína að gefa ekki kost á mér til að leiða lista framsóknar- manna í Reykjavík. Ég óska félögum mínum góðs gengis og trúi því og treysti að flokkur- inn nái saman um sterka frambjóðendur og framboðslista í Reykjavík á næstu dögum. Málefnastaða Framsóknarflokksins er sterk bæði á landsvísu og í borginni og standa verður vörð um flugvöllinn í Vatnsmýrinni því hann gegnir lykilhlutverki í flugi og öryggismálum landsins. Ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt úr ólíkum áttum í samfélaginu og stuðningurinn hefur hlýjað mér um hjarta- ræturnar en jafnframt veit ég að allir virða ákvörðun mína.“ Aukakjördæmisþingi kjördæmissam- bands Framsóknarflokksins, sem halda átti í gær, var frestað til næstkomandi þriðju- dags. Þá verður nýr listi og nýr oddviti flokksins í Reykjavík kynntur. Fram kom í gær hjá Þóri Ingþórssyni, formanni kjör- dæmissambands Framsóknarflokksins, að listinn væri tilbúinn. Stokkað verður upp á honum, að því er Ríkisútvarpið greindi frá en þar staðfesti Þórir að ný kona á lista muni skipa oddvitasætið. Ljóst er, sagði þar, að Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem vermir annað sæti núverandi lista, mun ekki leiða flokkinn í borginni. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 2 fréttir Helgin 25.-27. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.