Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 8

Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 8
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S Sumardagurinn fyrsti var í gær. Ís­lendingar fögnuðu sumarkomunni að vanda á frídegi. Það er prýðilegur siður eftir langan vetur á norðlægum slóðum. Þessi frídagur rifjar hins vegar enn og aftur upp umræðu sem staðið hefur árum saman, með nokkr­ um hléum, um svokölluð fimmtu­ dagsfrí að vori, frí sem brjóta upp vinnuvikuna. Vikan sem nú er að líða er stutt og slitrótt. Hún hófst á með mánudagsfríi annars páskadags og fimmtu­ dagsfríið á sumardaginn fyrsta fylgdi í kjölfarið. Í næstu viku hittist svo á að verkalýðsdaginn, 1. maí, ber upp á fimmtu­ dag – og enn eitt fimmtu­ dagsfríið er svo síðar í þeim mánuði, 29. maí, á uppstigningardegi. Sjálfsagt er að fagna sumarkomu með fríi – og hið sama á við um upp­ stigningardag. Fráleitt er síðan að amast við fríi á verkalýðsdeginum – en frídagar í miðri vinnuviku eru óhagkvæmir fyrir flest fyrirtæki – og nýtast almenningi heldur ekki sem skyldi. Því mæla öll rök með því að færa þessa frídaga að helgarfrídögum. Með slíku verður meiri samfella í vinnu – og löngum helgum fjölgar. Á þetta var minnt í helgarpistli í Fréttatímanum fyrir ári – á tíma fimmtudagsfríanna – þar sem sagði meðal annars: „Hvaða máli skiptir það þótt frí vegna sumarkomunnar sé flutt af fimmtudegi yfir á föstudag? Ná­ kvæmlega engu.“ Í sama pistli var rætt um fimmtudagsfrí uppstigningardags, en sá dagur, 40 dögum eftir páska, er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og meðal 15 lögbundinna frídaga alman­ aksársins. Minnast menn þá himnafar­ ar Krists en engu ætti að breyta hvort frídagur af því tilefni er á fimmtudegi eða föstudegi. Þar var líka á það bent að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin hefðu um árabil rætt um að flytja þessa frídaga að helgi og við lá að sam­ komulag næðist þar í kjarasamningum árið 1988. Þar var gert ráð fyrir að fimmtudagsfríin, vegna sumardagsins fyrsta og uppstigningardags, færðust yfir á næsta mánudag. Á síðu Samtaka atvinnulífsins í maí í fyrra sagði, að loknum fimmtudagsfrí­ um sumardagsins fyrsta og upps­ tigningardags: „Samtök atvinnulífsins hafa lengi talað fyrir tilfærslu þessara daga en með því mætti auka hagræði í rekstri fyrirtækja og stofnana og bæta framleiðni og afköst. Margoft hefur komið fram að slíkar tillögur njóta mikils stuðnings almennings og atvinnulífsins. Til dæmis leiddi könnun SA meðal félagsmanna fyrir nokkrum árum í ljós að 80% forsvars­ manna fyrirtækja töldu að tilfærsla frídaganna yfir á heppilegri tíma stuðl­ aði að hagræði í rekstri og því liggur fyrir afgerandi vilji atvinnulífsins til breytingar og hagræðingar á þessu sviði. Þá má nefna að fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þess efnis að þessir frídagar verði færðir að nærliggjandi helgum. Önnur útfærsla á tilfærslu þessara frídaga gæti verið lenging orlofs gegn niðurfellingu fimmtudagsfrídaganna.“ Þingsályktunartillagan sem nefnd var í fyrra á síðu SA er tillaga sem Róbert Marshall alþingismaður lagði fram á löggjafarþinginu 2012­2013 um færslu frídaga að helgum þar sem sagði í 1. kafla um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku: „Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóð­ andi: Veita skal frídaga vegna upp­ stigningardags og sumardagsins fyrsta næsta föstudag eftir þann dag sem þá ber upp á, nema um annan hátíðisdag sé að ræða og skal þá veita frí miðviku­ daginn á undan. Beri jóladag, annan í jólum, nýársdag og 17. júní upp á helgi skal veita frídag næsta virkan dag á eft­ ir. Þá skal halda 1. maí hátíðlegan sem frídag verkamanna fyrsta mánudag í maí, sbr. lög um almennan frídag vegna frídags verkamanna 1. maí.“ Þetta náði ekki fram að ganga en engin ástæða er til þess að láta málið liggja í dvala. Fimmtudagsfríin nú minna okkur enn og aftur á óhag­ kvæmina sem þeim fylgir. Það er flestum í hag að flytja þessa frídaga til – en til þess þarf lagabreytingu. Fimmtudagsfrí og fleiri frí í miðri vinnuviku Frídagar flytjist að helgum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. 20% afsláttur Fimmtudagsfríin nú minna okkur enn og aftur á óhag- kvæmina sem þeim fylgir. Það er flestum í hag að flytja þessa frídaga til – en til þess þarf lagabreytingu. fermingar­ veisluna Allt fyrir2014 Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! sjá www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Nærandi nammigott Engi viðbæur sykur! Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir Sumar 15 16. - 23. ágúst Vilníus & Riga Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Spennandi vikuferð til Eystrasaltsríkjanna Litháen og Lettlands. Upplifum Vilníus í Litháen og Riga í Lettlandi, en báðar borgirnar eiga það sameiginlegt að elsti hluti þeirra er kominn á skrá UNESCO. Skemmtileg ferð með blöndu af menningu, söfnum og glæsilegum byggingum. Verð: 173.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . 8 viðhorf Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.