Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Síða 16

Fréttatíminn - 25.04.2014, Síða 16
Fyrir breyt- ingar á mat- seðli lá mesta sóun á mat í hrásalati sem fylgdi öllum mat en er því ekki lengur á almennum matseðli. hefjast 5. og 6. maí 4 vikna námskeið Ný námskeið N ý ná m sk ei ð Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is 60 ára og eldri: Leikfimi 60+ Mán. og mið. kl. 11:00. Þri. og fim. kl. 10:00. Zumba Gold 60+ Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. Start 13-16 ára Mán., mið. og fös. kl. 16:30. Start 16-25 ára Mán., mið. og fös. kl. 18:30. Jóga Þri. og fim. kl. 12:00. Zumba Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30. Kvennaleikfimi Gamla góða leikfimin fyrir konur. Mán., mið. og fös. kl. 16:30. Morgunþrek Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur. Mán., mið. og fös. kl. 7:45 eða 09:00. Heiða Björg Hilmis- dóttir, deildarstjóri eldhúss og matsala Landspítalans, vinnur að því að gera Landspítalann að fyrsta ríkiseld- húsinu til að fá Svansvottun, sem er opinbert norrænt umhverfismerki. Ljósmynd/Hari Að raða vel í ísskápinn kemur í veg fyrir að matur skemmist. Gott er að setja nýju vörurnar aftast svo eldri matur gleymist ekki og skemmist.  LandspítaLinn RýRnun í mataRgeRð Matarsóun stóreld- húsa má stórminnka Landspítalinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni en þar hefur verið unnið að því að minnka matarsóun síðastliðin 5 ár með markvissum aðgerðum. Lífrænn úrgangur hefur minnkað um 10 tonn á þremur árum, eða um 15%. Landspítalinn stefnir að því að verða fyrsta ríkiseldhúsið til að fá Svansvottun. „Allir matarafgangar og afskurður frá framleiðslueldhúsi, 10 matsölustöðum og frá sjúklingum fara í matarkvörn í eldhúsinu og við vigtum það magn og fylgjumst með,“ segir Heiða Björg Hilmis- dóttir, deildarstjóri eldhúss og matsala Landspítalans. Hún segir aðgerðir Land- spítalans vera margþættar. „Í fyrsta lagi er það magn sem kemur frá sjúklingum og ákveðnum deildum metið með stikk- prufum til að fylgjast með hvort gera þurfi breytingar á matseðlum. Í öðru lagi voru settar nýjar matseðlareglur árið 2012 þar sem almennt fæði er sett saman samkvæmt næringarráðleggingum fyrir sjúklinga, en um 80% sjúklinga eru á almennu fæði. Sú breyting þýðir að það er minna af mat á diskunum og maturinn er orkuþéttari,“ segir Heiða Björg, en önnur nýjung á matseðlinum er sú að nú fá sjúklingar að velja milli þriggja rétta af seðlinum. Hægt er að velja milli þess að fá kjöt, fisk eða grænmeti sem aðalrétt og sú breyting hefur haft minni sóun í för með sér þar sem fólk velur hvað það vill og afgangar eru þar af leiðandi minni og ánægja meðal sjúklinga er mun meiri. Heiða Björg segir það helst vera græn- meti, kartöflur og hrísgrjón sem komi til baka af diskum sjúklinganna en fyrir breytingar á matseðli lá mesta sóun á mat í hrásalati sem fylgdi öllum mat en er því ekki lengur á almennum matseðli. Allir geti þó fengið hrásalat sé beðið um það. „Í þriðja lagi höfum við minnkað lífræn- an úrgang með markvissum aðgerðum frá 2011 og núna fer allur lífrænn úrgang- ur frá eldhúsi Landspítalans í moltugerð. Áður var hann 50 tonn en núna er hann 40 tonn á ári, það er vissulega mikið en eldhúsið sendir frá sér um 2 tonn á mat á virkum degi.“ Heiða Björg segir næstu skref vera að innleiða flokkun þar sem matargestir flokki sjálfir alla afganga af matnum sínum og umbúðir í tilheyrandi flokka. „Þetta er gert bæði til að auka meðvitund starfsmanna um umhverf- issarf og að það er að henda mat. Einnig ætlum við að skoða matarafganga frá salatbörum og rýrnun í matargerð. Eld- húsið er að vinna að því að fá Svansvottun í sumar og verður þá fyrsta ríkiseldhúsið á landinu sem tekur það umhverfisskref.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 10 ráð til að minnka matarsóun heimilanna 1. Planaðu matarinnkaupin vel. Gerðu helst matseðil fyrir vikuna því þá veistu nákvæmlega hvað þig vantar þegar þú verslar. 2. Athugaðu gaumgæfilega dagsetningar á umbúðum en líka hafðu í huga að margs má neyta fram yfir síðasta söludag. 3. Hugsaðu um budduna. Að sóa mat þýðir að þú sóar peningum. 4. Passaðu upp á að ísskápurinn sé í lagi. Matur geymist best við mínus 1 til 5 á Celsíus. 5. Geymdu mat í samræmi við upplýsingar á pakkningunum og taktu umbúðirnar af áður en þú raðar í ísskápinn. 6. Raðaðu rétt í ísskápinn. Þegar þú kaupir nýtt inn settu þá eldri matinn framar í skápinn. 7. Skammtaðu smátt á diskana. Það er betra að bæta á en að henda. 8. Nýttu afganga vel. Mundu að það er líka hægt að frysta ávexti og grænmeti sem eru á síðasta séns og nota síðar í súpur eða hristinga. 9. Notaðu frystinn. Ef þú kaupir t.d. brauð settu það þá í frystinn svo ekkert skemmist. 10. Óhjákvæmilega verða alltaf afgangar. Nýttu þá sem áburð í garðinn. við séum að taka eftir öllu sem er þar inni en rannsóknir sýna að við tökum aðallega eftir því sem er auglýst og í raun stjórnar búðin því mjög mikið hvað það er sem við erum að kaupa.“ Skökk mynd Það er mikill ávinningurinn sem næst með því að gerast með- vitaðir neytendur og hætta að henda mat. Fyrir utan að létta á ágangi auðlinda jarðarinnar og gera það sem okkur ber sið- ferðisleg skylda til, með tilliti til stórs hluta jarðarbúa sem sveltur, þá getum við sem neyt- endur sparað okkur stórar fjár- hæðir. Það er sláandi að hugsa til þess að á sama tíma og við hendum rúmlega 30% af öllum framleiddum mat í heiminum, þurfum við, samkvæmt útreikn- ingum Sameinuðu þjóðanna, að auka matvælaframleiðslu heims- ins um 60% fyrir árið 2050 til að mæta þörfum fólksfjölgunar. Það er eitthvað mjög skakkt við þessa mynd. Allar tölur koma úr skýrslu um matarsóun frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is 16 fréttaskýring Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.