Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 19
sumaríslendingar Upplifið sól og sumaryl með ekta rjómaís með kókos, ástaraldin, mangó og súkkUlaðidropum fellur reður langt frá rótinni“. Hann er menntamaður en gengur alveg upp í því að reyna að velgja menntamönnum undir uggum.“ Ris reðasafnsins Bókin setur uppgang safnsins í samhengi við menningarpólitískt landslag á Íslandi eftir 1991, þegar nýfrjálshyggjan tekur við og segir Sigurjón vinsældir safnsins eiga að einhverju leyti því umhverfi að þakka. „Á tíunda áratugnum og fyrstu árin eftir aldamót þá verða miklar breytingar að mínu mati á menningarpólitíkinni með til- liti til siðferðislegs mats og hvað væri mögulegt eða eftirsóknar- vert að gera. Það er til dæmis á þessum sama tíma sem nektar- staðirnir spretta upp og reðasafnið er augljóslega hluti af þessu. Og í því ljósi má alveg segja að þetta safn sé ákveðið afsprengi þeirrar menningarpólitíkur.“ Í bókinni bendir Sigurjón á orðræðuna sem var hér fyrir hrun og tekur brot úr ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar sem dæmi, þar sem hann líkti útrásarvíking- unum við gömlu athafnaskáldin sem ferðuðust til Noregs og voru í raun skapandi frumkvöðlar sinna tíma, með séríslenska hæfileika sem nýttust utan landsteinanna, í hinum alþjóðlega heimi. „Pólitík nýfrjálshyggjunnar lagði mjög ríka áherslu á að virkja frumkvæði ein- staklingsins, eða athafnaskálds- ins, og lagði fram opinbera stefnu í þeim efnum á sviði menningar- mála með margvíslegum hætti. Út- rásarumræðan er til að mynda eitt afsprengi þessa tímabils, en hún byggir að mörgu leyti á karllægum gildum og hampaði þeim sem einni lyndiseinkunn Íslendinga. Í kjölfar fjármálahrunsins birtist svo vel hversu sterk þessi typpamenn- ing er á Íslandi. Hún réð bókstaf- lega ríkjum í þessari svokölluðu útrás þar sem hver karlinn á fætur öðrum steig fram með mjög fall- ískar yfirlýsingar. Og síðan eftir hrunið þá koma þessir útrásarvík- ingar, fræðimenn og menningar- vitar fram á sjónarsviðið og lýsa því yfir að þetta hafi raunverulega verið tími typpakeppna og nota þessar líkingar við typpi sem að einhverju leyti afhjúpa ákveðið menningarástand sem einmitt reðasafnið er að mörgu leyti að takast á við.“ Húmor sem tæki til þekkingar- sköpunar Hið íslenzka reðasafn afbyggir í raun hugmyndina um safn með því að leika sér að svokölluðum staðreyndum og úthýsir hug- myndinni um að vísindaleg þekk- ing sé óumbreytanleg. Sigurður Hjartarson stofnaði safnið í þeirri trú að söfn væru leiðinleg því í þau vantaði allan leik, ögrun og húmor. Sigurjón bendir á að sú aðferð Sigurðar að nota húmor sem tæki til þekkingarsköpunar sé líka nýlunda í íslensku menningar- lífi. „Sigurður hefur frá fyrstu tíð notað húmor til að koma nýrri þekkingu og gagnrýni á framfæri og hefur alltaf lagt mikla áherslu á það í sýningum og í allri umfjöllun um safnið. Þessa aðferð hafði hann þrautreynt í starfi sínu sem kenn- ari, þar sem hann var að reyna að miðla þekkingu til nemenda sinna sem oft á tíðum voru áhugalausir. Hann lærði af fenginni reynslu að húmor væri besta leiðin til að vekja áhuga á lærdómnum og þá aðferð hefur hann líka notað í safninu.“ Þrátt fyrir að safnið hafi byrjað sem hálfgerður brandari segir Sigurjón samt vera alvarlegan og mjög einlægan undirtón í öllu starfi Sigurðar. „Hann til dæmis leggur sig fram við það að ná öll- um þessum eintökum af typpum, en safnið er nú komið með eintök af æxlunarfærum allra karlspen- dýra á Íslandi.“ Sigurjón Baldur Hafsteinsson er dósent í safnafræði við félags- og mannvísindadeild félagsvís- indasviðs Háskóla Íslands, en hann lauk doktorsprófi í mannfræði frá Temple University í Bandaríkjunum 2008. Sigurjón hefur sinnt kennslu á háskólastigi allt frá árinu 1995, við Háskóla Íslands, Templeháskól- ann í Bandaríkjunum, Listaháskóla Íslands og Háskólann í Helsinki. Sigurjón hefur gegnt starfi for- stöðumanns Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, verið forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands og Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Vatnaskil hjá reðasafninu Sigurður hefur nú afhent Hirti syni sínum safnið. Það gerði hann við formlega athöfn þar sem hann gaf Hirti slaufu úr hvalreður- leðri til að innsigla breytingarnar. Sigurður er ekki lengur sá hluti af safninu sem hann var og Hjörtur er farinn að setja sitt mark á nýja safnið við Laugaveg. Það má því segja að nú séu ákveðin tímamót hjá safninu því þar að auki hefur brandarinn sem átti meðal annars að ögra fræðasamfélaginu nú verið krufinn í fræðibók. „Það var mikið skrifað um það á sínum tíma að þetta safn væri óttaleg vitleysa en kannski þegar upp er staðið er sú ákvörðun að veita reðasafn- inu svigrúm til starfa kannski eitt af því gáfulegasta sem Íslendingar hafa gert.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Á safninu er að finna typpi af öllum karlspendýrum landsins. viðtal 19 Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.