Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 22
„Ég sá að ég varð að koma mér upp siggi á fæturna og ákvað að ganga um berfættur í mánuð. Mér fannst það æðislegt. Þetta var í ágúst á síðasta ári og ég fór í skó í nóvember og úr þeim aftur í febrúar í ár. Ég ætla ekki aftur í skó fyrr en í nóvember,“ segir Kristófer Kvaran. Ljósmyndir/Hari K ristófer Kvaran er hættur að nota skó nema köldustu þrjá mánuði ársins. Hann gengur og hleypur berfættur um götur borgarinnar en upphafið að skóleysinu má einmitt rekja til þess að Kristófer langaði að byrja að fara út að hlaupa. „Ég hafði aldrei stundað hlaup áður og þegar ég viðraði hugmynd- ina við vini og kunningja fóru allir alltaf strax að tala um að ég þyrfti nú að eiga góða hlaupaskó. Ég hafði ekki efni á því að kaupa mér dýra hlaupaskó og ekki áhuga á að mynda mér skoðun á hlaupaskóm svo ég ákvað að prófa að hlaupa berfættur. Ég hafði hitt mann sem hljóp á tásuskóm og fannst það gott og heyrt af fólki sem hleypur berfætt þannig að ég ákvað að prófa það,“ útskýrir Kristófer. Honum fannst það gott en var ansi aumur eftir hlaupin. „Ég sá að ég varð að koma mér upp siggi á fæturna og ákvað að ganga um berfættur í mánuð. Mér fannst það æðislegt. Þetta var í ágúst á síðasta ári og ég fór í skó í nóvember og úr þeim aftur í febrúar í ár. Ég ætla ekki aftur í skó fyrr en í nóvember,“ segir hann. Kristófer er 27 ára gítarleikari og söngv- ari og starfar í leikskóla á daginn. Hann segist örsjaldan fara í skó þegar hann kemur fram svo berir fæturnir dragi ekki athyglina frá tónlistinni. Aðspurður segir hann mikið starað á sig úti á götu, sér- staklega geri krakkar það. „Það er fyndið að sjá að þegar ég er að versla í matinn sér maður fólk oft taka aukakrók til þess að fylgjast með mér og er óvart akkúrat að leita að einhverju sem er alltaf rétt við hliðina á mér,“ segir hann og hlær. Eina aðkastið sem hann hefur orðið fyrir var af hendi lögreglunnar. „Ég var úti að skokka, núna í febrúar, þegar löggan stoppar mig og skipar mér upp í bílinn. Ég spurði hvort þetta væri ekki grín en fékk svar með þjósti og dónaskap að svo væri ekki. Ég spurði hvort ég mætti ekki láta þá hafa nafn og símanúmer svo þeir gætu bara hringt í mig seinna um daginn, því ég væri úti að hlaupa en það kom ekki til greina. Mér var skipað að fara inn í lög- reglubílinn þar sem ég neyddist til að gefa upp nafn og kennitölu og svara spurning- um á borð við hvort ég væri á sakaskrá eða væri á geðlyfjum,“ segir Kristófer. Aðspurður segist Kristófer það hafa tekið smá tíma að fá nægilegt sigg undir fæturna til að þægilegt væri að ganga berfættur. Þá þurfi hann að fylgjast vel með fótunum á sér, til að mynda hvort hann sé með sár. „Svo fer ég oftar í fótabað en áður,“ segir hann og hlær. Hann þvær sér um fætur áður en hann kemur inn í hús, rétt eins og fólk fer úr skónum til að óhreinka ekki gólfin. „Stundum fer ég í sokka inni hjá fólki ef því er sérstaklega illa við að ég komi inn berfættur eftir að hafa verið berfættur úti,“ segir hann. Börnunum á leikskólanum finnst afar spennandi að hann skuli vera berfættur úti og segja frá því heima, að sögn Kristófers. Þau eru samt sem áður ekkert sérstaklega að sækjast eftir því að vera berfætt úti, fyrir utan einn góðan veðurdag í fyrrasum- ar, að sögn Kristófers, þegar börnin fengu að leika sér berfætt. „Annars velja þau að vera í sokkum og skóm því þeim þykir það þægilegra,“ segir Kristófer. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 22 viðtal Helgin 25.-27. apríl 2014 sími: 588 8998 Steinbökuð gæðabrauð að hætti Jóa Fel

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.