Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Side 24

Fréttatíminn - 25.04.2014, Side 24
VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau gegn kynferðislegu ofbeldi! Í slendingar verða að velja um það hvort hér á að stunda hrefnuveiðar, sem skila engum arði, eða hvalaskoðun, sem er vinsælasta afþreying ferðamanna hér við land, veitir hundruðum vinnu og þjónustar um 130.000 ferðamenn á ári. Þetta tvennt fer ekki saman, segja þeir tveir menn sem eiga meiri heiður að upp- byggingu greinarinnar hér við land en flestir aðrir. 100 ára saga hvalafriðunar Hvalafriðun Íslendinga á sér um 100 ára sögu á Íslandi. Árið 1913 bannaði íslenska heimastjórnin hvalveiðar hér við land og notaði til þess nýfenginn og takmark- aðan sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Norðmenn höfðu veitt hvali hér við land 30 ár þar á undan og voru nánast búnir að útrýma stórhveli af miðunum við Austfirði og Vestfirði þegar heimastjórnin greip í taum- ana. Veiðibanninu var aflétt árið 1928 og enn voru það Norðmenn sem komu og veiddu en þó í minna mæli en áður. Hlé varð á veiðum Norðmanna í seinni heims- styrjöldinni en á sjötta áratugnum gerði útfærsla landhelginnar í 12 mílur svo endanlega út um þær. Íslendingar sjálfir hafa aðeins stundað hvalveiðar í atvinnuskyni í um 40 ár. Þegar best lét skiluðu hvalaafurðir innan við 2% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Mestallan þennan tíma hafa miklar deilur staðið um veiðarnar, rétt eins og um veiðar Norðmanna á heimastjórnarárunum. Þetta voru stór- Skoða eða skjóta? Hvalaskoðun og hrefnuveiðar eru andstæður en hvalaskoðunin nær ekki eyrum stjórnvalda, segja frumkvöðlar hvalaskoðunar á landinu. 130.000 ferðamenn fara í hvalaskoðun hér við land ár hvert. Hrefnuveiðar styggja dýrin, hrekja þau frá skoðunarbátum og draga úr ánægju ferðamanna. hvelaveiðarnar en hrefnuveiðar eiga sér líka litla sögu hér við land, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Hvalaskoðun helsta afþrey- ingargrein ferðaþjónustunnar Síðustu 20 ár hefur byggst upp mikil atvinna tengd hvalaskoðun hér við land. Ferðaþjónusta er nú stærsta atvinnugrein landsmanna og skilaði meiri gjaldeyristekjum í þjóðarbúið á síðasta ári en allur sjávarútvegurinn. Hvalaskoðun er einn burðarása ferðaþjónustunnar og stærsta greinin á sviði afþrey- ingar fyrir ferðamenn hér við land. Hörður Sigurbjarnarson á Húsavík og Guðmundur Gestsson í Reykjavík eru tveir af helstu frum- kvöðlum hvalaskoðunar á landinu.. Hörður ásamt fjölskylu sinni og Árna bróður sínum hóf útgerð á gömlum eikarbát á Húsavík árið 1995 og reka fjölskyldurnar nú Norðursiglingu sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Um svipað leyti fór Guðmundur að gera út bát fyrir 40 farþega til hvalaskoðunar á Faxaflóa og varð fyrstur til að hefja starfsemi af því tagi við Ægisgarð í Reykjavíkur- höfn, þar sem nú er miðstöð hvala- skoðunar og annarrar þjónustu við ferðamenn á einu helsta vaxtar- svæðinu í miðborg Reykjavíkur. Alltaf útundan hjá stjórnvöldum Þeir félagar segja að starfsemi þeirra hafi aldrei mætt neinum skilningi af hálfu stjórnvalda hér við land. Í fyrsta lagi hafi þau aldrei fengist til að setja reglur um framkvæmd og skipulag hvala- skoðunar þar sem tekið er á því hvernig báta megi nota í þessa starfsemi og hvaða reglur hvala- skoðunarmenn þurfi að virða í umgengni sinni við dýrin. Í annan stað segir sagan það að hagsmunir hvalveiðimanna séu teknir fram yfir þegar þeir rekast á við hagsmuni hvalaskoðunarinnar, jafnvel nú þegar hvalaskoðunin er orðinn stóratvinnuvegur en hval- veiðar jaðarsport fáeinna manna. Besta og nýjasta dæmið um skeytingarleysi stjórnvalda er frá síðasta ári, segja þeir félagar. Hvalaskoðunarmenn höfðu lengi barist fyrir sérstöku griðasvæði fyrir hvali á Faxaflóa og Skjálf- anda. Rétt fyrir alþingiskosning- arnar í fyrravor kom Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, til móts við tillögu nefndar sem átti að stuðla að sátt milli hvalveiðimanna og hvalaskoð- unarmanna og lýsti svæði frá Garð- skaga að Skóganesi á Snæfellsnesi sérstakt griðasvæði hvala á Faxa- flóa en veiðar höfðu áður verið bannaðar innan línu sem dregin er milli Garðskaga og Akraness. Þessi ákvörðun um griðasvæði mætti strax mikilli andstöðu hrefnuveiðimanna. „Öll okkar plön fyrir sumarið og allt sem við höfum lagt með í undirbúningi er nú fyrir bí,“ sagði Gunnar Berg- mann Jónsson, talsmaður hrefnu- veiðimanna við fjölmiðla. Í raun væri búið að banna hrefnuveiðar á Faxaflóa. Gunnar Bergmann er sá aðili sem hefur staðið á bak við hrefnu- veiðar hér við land síðustu ár á nokkrum bátum sem gerðir hafa verið út af nokkrum fyrirtækjum. Um 15% af hverju dýri er nýtt og kjötið af þeim er selt til nokkurra veitingastaða og fáeinna mat- vöruverslana sem bjóða það sem grillkjöt yfir sumarið. Guðmundur Gestsson segist hafa upplýsingar um að arðsemi þessara veiða sé svo lítil að aukinn olíukostnaður eftir að griðasvæðið var stækkað og sækja þurfti lengra en rétt út fyrir Akranes hafi kippt fótum undan veiðunum. Eftir að ákvörðun Steingríms J. um griðasvæðið lá fyrir urðu hvala- skoðunarmenn varir við það að hrefnuveiðimenn beittu stjórnvöld miklum þrýstingi. Eftir úrslit þing- kosninganna var ljóst að slagurinn var tapaður fyrir hvalaskoðunina og griðasvæðið á Faxaflóa. Guð- mundur telur að einkum hafi Jón Gunnarsson, formaður atvinnu- veganefndar Alþingis, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og faðir Gunn- ars Bergmanns Jónssonar, beitt sér í málinu. Að minnsta kosti var það ein fyrsta ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, eftir að hann settist í stól sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, að fella úr gildi ákvörðunina um að stækka griðasvæði hvala á Faxaflóa. „Það er mat ráðherra að með þessari ákvörðun frá því í maí síð- astliðnum hafi hvorki verið horft til vísindalegra sjónarmiða né hagsmuna hrefnuveiða á svæðinu,“ segir í frétt um þá ákvörðun. Ráðherrann ákvað því að taka stækkun griðasvæðisins til baka og leyfa veiðar utan línunnar milli Akraness og Garðskaga enda eigi sú takmörkun á veiðunum sér stoð í tillögum sem Hafrannsóknar- stofnun hafði gert árið 2009. Búbót og tómstundagaman Aftur að sögu hrefnuveiða hér við land. Frá fyrrihluta síðustu aldar stunduðu fáeinir menn þær sem búbót á eigin bátum á svæðinu frá Ísafirði og austur á firði. Frá 1977-1985 var blómaskeið þessarar starfsemi. Þá hafði verið fjárfest í aðstöðu fyrir hvalskurð á Brjáns- læk og eitthvað af kjöti var flutt til erlendra kaupenda. Það stóð hins vegar stutt því 1985 voru hvalveið- ar hér við land bannaðar og lágu þær niðri til ársins 2003 þegar svokallaðar vísindaveiðar á hrefnu hófust á vegum Hafrannsóknar- stofnunar. Yfirlýst markmið vísindaveið- anna var að afla upplýsinga um hlut hrefnu vistkerfi hafsins við Ísland. Fljótlega kom hins vegar í ljós, segja Guðmundur og Hörður, að vísindaveiðarnar stóðu ekki undir nafni. Nánast eingöngu var veidd hrefna á slóðum hvalaskoð- unarmanna Faxaflóa og í Skjálf- anda, en ekki um allt land eins og til hafði staðið. Veiðar bannaðar vegna hags- muna fjármálafyrirtækja Alls voru 200 hrefnur skotnar í þágu vísindanna á árunum 2003 til 2007. Hrefnuveiðar í atvinnuskyni hófust á ný 2006 þegar Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, gaf út kvóta til veiða á 9 langreyðum og 30 hrefnum en hrefnuveiðimenn skutu 46 dýr það ár. Engir kvótar voru gefnir út árin 2007 og 2008 og sagði ráðherrann að það væri ekki þorandi vegna viðskiptahagsmuna íslenskra þjónustustofnana og fjármálafyrir- tækja. Almenningur vissi ekki á þeim tíma að stjórnvöld voru að reyna að afla sér erlendrar fyrirgreiðslu til þess að koma í veg fyrir hrun fjár- málakerfisins. Árið 2009 var hins vegar allt fjármálakerfið hrunið til grunna og kannski ekki miklu að tapa lengur varðandi það álit sem þjóðin naut á erlendum mörk- uðum. Að minnsta kosti lét Einar K. Guðfinnsson, sá sami og hafði bannað veiðar vegna annarra við- skiptahagsmuna árin 2007 og 2008, það verða eitt sitt síðasta verk í embætti sjávarútvegsráð- herra, þann 27. janúar 2009, að leyfa hvalveiðar á ný og gefa út reglugerð um veiðiheimildir fyrir hrefnu og langreyði til næstu fimm ára. Hrefnan er undirstaða hvala- skoðunar Hrefnan er sá stofn sem er undir- staða hvalaskoðunar. Vegna henn- ar eru góðar líkur á að ferðamenn sem fara í hvalaskoðun sjái hval. Stundum koma höfrungar eða stærri hvalir, en það er bónus. Hrefnan tryggir stöðugleikann. Hörður Sigurbjarnarson var frumkvöðull í hvala- skoðun fyrir 20 árum. Í dag er greinin stærsta afþrey- ingagrein ferðaþjónust- unnar og ferðaþjónustan er orðin stærri atvinnugrein en sjávarútvegurinn. Um 130.000 ferðamenn fara árlega í hvalaskoðunarferðir; ýmist á Faxaflóa eða norður á Skjálfandaflóa. Ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugrein í landinu og aflar nú meiri gjaldeyristekna en sjávarútvegur. 24 fréttaskýring Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.