Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 26
Áfangi á lífsins leið Þ Það er munur að vera maður og míga standandi. Svo sögðu menn forðum um leið og þeir hreyktu sér af einhverju. Í dag þykir þetta sjálfsagt argasta remba, að karlar telji sig hafa eitthvað umfram konur vegna þess að líkamlegur búnaður þeirra auðveldar þeim að spræna án þess að setjast á hækjur sér – eða á klósettsetu að nútímasið. Heyrt hef ég á tal ágætra samstarfs- kvenna minna sem segjast reyna að halda þeim sið sem lengst að synir þeirra setjist og pissi – í stað þess að standa við athöfn- ina. Samt held ég að þeir muni, fyrr eða síðar, rísa upp og pissa standandi. Ekki í mótmælaskyni heldur vegna þess að það er fljótlegra en að setjast með tilheyrandi buxnaniðurfærslu. Ég veit ekki nákvæm- lega á hvaða aldri þetta gerist, svona almennt séð, og man ekki lengur hvenær synir mínir fóru að pissa standandi – enda talsvert um liðið frá því að þeir voru litlir. Standandi migu getur fylgt nokkur sóðaskapur ef menn gæta ekki að stefnu bununnar. Karlar eiga að sjálfsögðu að þrífa eftir sig ef þeir spræna út fyrir klósettið – en vera kann að ekki sé hægt að gera sömu kröfur til lítilla drengja sem eru að feta fyrstu sporin á þessari þroska- braut. Það lendir því á foreldrunum að þrífa í kringum klósettið ef óhöpp eiga sér stað – og mörg konan hefur kvartað undan framhjámigu – og ekki bara hjá drengjum. Þá sögu þekkja eflaust flestir. Til eru þeir karlar sem reynt hafa að koma kynbræðrum sínum upp á þann sið að setjast á klósettsetuna til að pissa. Einn þeirra er Þorgrímur Þráinsson rit- höfundur. Í viðtali fyrir nokkrum miss- erum sagði hann: „Ég hef hvatt karla til að pissa sitjandi, fyrst og fremst vegna þess sóðaskapar sem fylgir því þegar menn eru sprænandi út um allt. Það er líka miklu þægilegra. Ég hef ekki rætt um það að pissa sitjandi eða standandi út frá heilsusjónarmiðum. Mér finnst þetta almenn kurteisi.“ Þegar Þorgrímur ræðir um heilsusjón- armið varðandi setu karla við þessa nauð- synlegu athöfn á hann við það álit sumra að blaðran tæmist betur ef setið er í stað þess að standa. Ágætur heimilislæknir sagði hins vegar, aðspurður um þvaglát karla, að engar rannsóknir styddu það afdráttarlaust að betra væri fyrir þá að pissa sitjandi fremur en standandi. „Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á að blaðran tæmist betur þótt menn sitji,“ sagði læknirinn og bætti því við að sumir karlmenn teldu að þeir tæmdu blöðruna betur sitjandi en aðrir ekki. Sænskur sveitarstjórnarmaður öðlaðist hins vegar fimmtán mínútna frægð í hittifirra þegar hann hélt því fram að það minnkaði hættu á vandamálum í blöðruhálskirtli og bætti kynlífið ef karlar pissuðu sitjandi, auk hrein- lætissjónarmiða. Sá góði maður lét ekki standa við orðin tóm því hann lagði fram tillögu í sveitarstjórn sinni um að allir karlar í umdæminu pissuðu sitjandi á kló- settum í eigu eða umsjón sveitarstjórnar- innar. Þetta þótti sænska stjórnmála- manninum ekki nóg því auk skyldaðrar klósettsetu karla vildi hann leggja niður kynjaskipt salerni á opinberum stöðum. Ekkert hefur heyrst frekar af þess- ari baráttu enda er ekki vitað annað en sænskir karlar pissi ennþá standandi – svona upp til hópa að minnsta kosti. Sveitarstjórnarmaðurinn hefur eflaust líka talað og pissað upp í vindinn þegar hann vildi leggja kynjaskipt klósett af. Sú tillaga átti að minnsta kosti ekki upp á pallborðið hjá dönskum konum en frá því var greint árið 2011 – og meðal annars tíundað hér í helgarpistli – að opna ætti glæsihótel í Kaupmannahöfn – þar sem sautjánda hæðin væri eingöngu ætluð konum svo koma mætti í veg fyrir að karl- ar menguðu þar klósett með alræmdri hjámigu. Tveir afa- og ömmudrengir gistu hjá okkur í sveitinni um páskana ásamt for- eldrum sínum, annar eins árs – og að vonum með bleiu – en hinn fjögurra ára, að verða fimm. Stóri bróðirinn er dug- legur að fara sjálfur á klósettið og hefur setið við þá athöfn, eins og börnum er tamt. Líklega var það laugardaginn fyrir páska fremur en á páskadagsmorgun að ég heyrði hann trítla frá rúmi sínu fram á klósett. Ég var ekki að hugsa neitt sér- staklega um þá hvunndagslegu athöfn drengsins fyrr en greina mátti óvenjuleg- an fossnið enda hafði sveinninn ekki fyrir því að loka á eftir sér. Hann hafði ekki fyrr lokið sér af en hann hrópaði: „Pabbi, ég pissaði standandi!“ Hann hljóp síðan til föður síns til þess að greina honum frá tíðindunum. Ég gat ekki betur heyrt á samræðum þeirra feðga en pabbinn væri hreykinn af sínum manni þegar sonurinn greindi í smáatriðum frá afrekinu. Drengurinn lét ekki þar við sitja. Hann hljóp til mín og sagði mér það sama og hann hafði áður sagt pabba sínum, að hann hefði í fyrsta skipti pissað stand- andi. Andlitið ljómaði og hann talaði nán- ast á innsoginu. Á þeirri stundu gleymdi afinn öllum áróðri um sitjandi þvaglát sveina og hreinlæti á salernum heldur fagnaði árangrinum af öllu hjarta. Ég gaf barninu meira að segja fimmu svo small í lófum – og jess að auki upp á útlensku. Á því augnabliki vorum við algerlega sam- mála um það að drengurinn hefði unnið stórafrek. Það flokkast kannski undir rembu hjá afanum en varla hjá drengnum. Hann hefur ekki einu sinni heyrt á það orð minnst. Gleði hans yfir frammi- stöðunni, áfanganum stóra, var fölskvalaus. Hann hafði, einn og óstuddur, pissað standandi. Í samanburði við þann fögnuð eru áhyggjur af fram- hjápissi framtíðar létt- vægar. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 26 viðhorf Helgin 25.-27. apríl 2014 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 16.04.14 - 22.04.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Ljóðasafn Gerður Kristný Andóf Veronica Roth Húsið við hafið Nora Roberts Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir Eða deyja ella Lee Child Paradísarfórn Kristina Ohlsson Hamskiptin Ingi Freyr Vilhjálmsson Íslenskar þjóðsögur Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.