Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Síða 35

Fréttatíminn - 25.04.2014, Síða 35
gænn lífsstíll 35Helgin 25.-27. apríl 2014 Efnamóttakan hf. býður fyrirtækjum og stofnunum þjónustu sem tryggir öryggi og hámarksendurvinnslu ýmissa efnaflokka er falla til á skrifstofum. Trúnaðarskjöl Trúnaðarskjölum er safnað í sérstök læst ílát. Gögnin eru síðan tætt og fyllsta trúnaðar og öryggis er gætt. Rafhlöður og lítil raftæki Útvegum hentug ílát fyrir rafhlöður, sem ekki mega blandast öðrum úrgangi. Í sömu ílát má setja farsíma og önnur lítil raftæki. Stór raftæki Sækjum stór raftæki og tryggjum að þau komist til öruggrar endurvinnslu. Trúnaðargögnum á tölvum er eytt. Prenthylki Notuðum heilum prenthylkjum er hentugt og hagkvæmt að safna í sérstök ílát. Með því móti er endurnýting þeirra tryggð. Umhverfislausnir fyrir skrifstofur Sími 559 2200 • soludeild@efnamottakan.is • www.efnamottakan.is VIÐ SÆKJUM!VIÐ SÆKJUM! m ag gi os ka rs .c om /1 1. 00 6 H úsfélag og húseigendur í fjöleignar-húsum bera ábyrgð á sameiginleg-um kostnaði og þar með kostnaði sem hlýst af rangt flokkuðum úrgangi, enda heyrir sorpgeymsla almennt undir sameign. Ef panta þarf aukalosun á sorptunnum eftir að tunna er ekki tæmd vegna rangrar flokkunar, svo sem að pappír er settur í gráa tunnu fyrir al- mennt sorp, fellur sá kostnaður á húsfélagið. Á vefnum „Pappír er ekki rusl“ kemur fram að sannist að einn eigandi sé að valda húsfélag- inu kostnaði með því að flokka ekki úrgang- inn getur húsfélagið endurkrafið hann um kostnaðinn, samkvæmt almennum reglum kröfuréttar. Sífellt fleiri sveitarfélög gera þá kröfu að íbúar flokki sorp og eru tunnur ekki tæmdar nema sorp sé rétt flokkað. Í Reykjavík kostar aukalosun 3.480 krónur fyrir eina tunnu og 480 krónur fyrir hverja tunnu til viðbótar. Auk þessa kostnaðar getur það haft óþægindi í för með sér ef ekki allir íbú- ar fjölbýlishúsa leggjast á eitt um flokkun sorps. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús geta hús- félög einnig sett hús- reglur sem ná til flokk- unar á sorpi. Þar sem slíkar reglur eru við lýði og sannast að einn eigandi í fjölbýlinu fari ítrekað ekki eftir reglunum getur húsfélagið lagt bann við búsetu eða dvöl hans í húsinu. Þó þarf að veita viðkomandi tækifæri á bót og betrun, en hægt er að fá álit kærunefndar húsamála um ágreining sameigenda á túlkun eða fara með málið fyrir dómstóla. Reykjavíkurborg setti upp vefinn „Pappír er ekki rusl“ í tengslum við það að frá októ- ber síðastliðnum var óheimilt að henda pappír í gráar tunnur. Í fjöleignarhúsum gildir sú regla að meirihluti eigenda getur pantað bláa tunnu þar sem fjölgun eða fækkun á tunnum hefur áhrif á sorphirðugjöld íbúa hússins. Í smærra fjölbýli þar sem ekki er starfandi hús- stjórn dugar þó tölvupóstur íbúa um að þeir séu sammála um að fá sér bláa tunnu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Sorpflokkun MeiriHluti íbúa fjölbýliSHúSa getur ákveðið að panta bláa tunnu Sameiginleg ábyrgð á sorp- flokkun í fjölbýli Í fjöleignarhúsum fellur kostnaður af rangt flokkuðu sorpi á húsfélagið og þannig eru allir íbúar ábyrgir fyrir því að rétt sé flokkað. Húsfélög geta sett sér reglur um sorpflokkun og ef sannast að einn eigandi brýtur ítrekað reglurnar getur húsfélag lagt bann við búsetu hans í húsinu. Eigendur í fjölbýli bera sameiginlega ábyrgð á því að flokka sorp og ef kostnaður hlýst af rangri flokkun leggst hann jafnt á alla eigendur. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.