Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 66
66 menning Helgin 30. maí-1. júní 2014 Þ etta byrjaði árið 2010 þegar ég fór að velta því fyrir mér að framtíðin væri í fortíð- inni,“ segir Hulda Rós Guðnadóttir sem hefur búið og starfað í Berlín undanfarin ár. „Ég var búin að vera í stórborginni og spá í hrunið í síðasta verki en langaði allt í einu að skoða ræturnar. Svo ég ákvað að elta bara innsæið og fara á æsku- slóðir ömmu, vestur á Bíldudal. Þar eyddi ég nokkrum tíma, kannaði staðinn, tók myndir, sneri öllu við og gerði vidjóverk þar sem ég setti mig í stellingar frystihúsaverka- mannsins. Í verkinu er ég frosin við færibandið og í stað fersks fisks koma tilbúnar neysluvörur niður færibandið, en á Bíldudal er ekki hægt að kaupa ferskan fisk og í búðinni eru mestmegnis niðursuðuvörur,“ segir Hulda en afrakstur þessarar vinnu er upphaf- ið að Keep Frozen seríunni, „Keep Frozen part zero“. Rannsókn á menningu hafsins „Keep Frozen“ er verk í vinnslu, þar sem verkið sjálft er ekki endi- lega markmið í sjálfu sér, heldur frekar sjálft sköpunarferlið. „Þetta er innsetning í mörgum pörtum og hver einasta innsetning hefur áhrif á þá næstu. Ég lít á mína vinnu sem listrannsókn. Ég geri rannsókn á ákveðnu viðfangsefni með tækjum myndlistarinnar og afrakstur rannsóknarinnar set ég svo fram í formi myndlistar,“ segir Hulda sem ákvað að halda áfram að skoða tengsl mannsins við hafið. „Mig langaði að setja verkið í víðara sam- hengi og einblína ekki bara á mig og mínar æskuminningar.“ Hulda fór til Essaouira í Marokkó þar sem rannsóknin fór að taka á sig fleiri lög. „Essaouira er forn portúgölsk verslunarhöfn en þar var ég í tvo mánuði, spjallaði við sjómennina og eldaði mjög mikið af fiski,“ segir Hulda og hlær. „Það sem stakk mig sérstaklega þarna var ströndin sem var marglit vegna allra plastþráð- anna sem lágu þarna í sandinum eftir að hafa skolast á land. Mér fannst þetta heillandi á einkenni- 9. maí – 31. maí 2014 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Ragnar Þórisson  Myndlist Hulda Rós opnaR sýningu í galleRí Þoku á laugaRdagskvöld Framtíðin er í fortíðinni Í verki sínu „Keep Frozen“ fjallar Hulda Rós Guðnadóttir um samband mannskepnunnar við sjávarsíðuna og misjafnar birtingarmyndir þess sambands. Hulda hefur búið í Berlín undan- farin ár þar sem hún starfar við myndlist en þörfin fyrir að skoða ræturnar leiddi hana vestur á Bíldudal fyrir nokkrum árum þar sem hugmyndin að verkinu fæddist. Eftir að hafa leitt Huldu milli hafna heimsins beinir þessi nýjasti hluti verksins sjónum sínum að hafnarsvæði Reykjavíkur en listakonan er alls ekki hrifin af þróuninni þar. Hulda Rós Guðnadóttir myndlistakona fjallar um hverfandi atvinnustarfsemi hafnarinnar í nýju verki, „Keep Frozen part two“ sem frumsýnt verður á Listahátíð um helgina. Ljósmynd/Hari legan hátt því þetta segir sorgar- sögu um umhverfismál en er samt svo fallegt á að líta.“ Hulda nýtti þessar marglitu plasttægjur sem efnivið í sýningu á næstu viðkomustað, í New York, en sú sýning er annar hluti „Keep Frozen“ rannsóknarverkefnisins, „Keep Frozen part one“. Vinnusvæði verður útsýni Í „Keep Frozen part two“, sem verður frumsýnt um helgina á Listahátíð setur Hulda sig aftur í stellingar verkamannsins og veltir fyrir sér sambandi fortíðar- innar við framtíðina, en hverfandi atvinnustarfsemi hafnarinnar innan borgarmarkanna er eitthvað sem Hulda hefur mikla skoðun á. „Ég er að fókusa á vinnuna sjálfa, við höfnina. Skapandi fólk í dag heillast mjög mikið af iðnaðinum tengdum hafinu, og ég er þar engin undantekning. En um leið og fólk fer að hafa áhuga á höfninni og sjá hana sem útsýni úr glugga, þá þurfum við að breyta öllu. Í raun er verið að reka höfnina hér í Reykjavík í burtu, ég hef heyrt frá fólki sem vinnur við höfnina að planið sé að taka yfir allar bygg- ingar við hafnarsvæðið, breyta vinnusvæðum í skrifstofur og íbúðir. Flestir halda að hér sé verið að taka yfir tómt húsnæði en það er ekki veruleikinn,“ segir Hulda sem hefur tekið viðtöl við fjölda fólks sem vinnur við höfnina. „Reykja- víkurborg byggðist upp meðfram uppbyggingu hafnarinnar og það er ennþá atvinnustarfsemi þar. En höfnin hefur verið að missa meira og meira tengslin við borgina, og það er ekkert einsdæmi hér, það gerðist í mörgum borgum heims- ins. En núna á að endurskipuleggja höfnina út frá fagurfræði sem fólk er að uppgötva, og vinnan við höfnina hefur ekkert rými í þessari enduruppgötvun. Það á að gera höfnina að útsýnisstað en í leið klippa á söguna og lífið.“ Opnunin er 31. maí klukkan 19 í Gallerí Þoku við Laugaveg. Þar verður einnig gjörningur framinn í samstarfi við Hinrik Þór Svavars- son, sviðslistamann og fyrrverandi gjörningamann. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Keep Frozen“ er verk í vinnslu, þar sem verkið sjálft er ekki endi- lega markmið í sjálfu sér, heldur frekar sjálft sköp- unarferlið. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fös 30/5 kl. 20:00 Síðasta sýning! Ferjan (Litla sviðið) Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fim 12/6 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fös 13/6 kl. 20:00 Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson Dagbók Jazzsöngvarans –Síðasta sýning í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.