Fréttatíminn - 30.05.2014, Qupperneq 70
Íris Tara er
27 ára Kópa-
vogsbúi. Hún og
félagar á Króm.
is ætla að vera
með puttann á
púlsinum með
hvað er að
gerast hverju
sinni.
Fjölmiðlar VeFmiðillinn Króm Fer í loFtið í dag
Ekkert slúður og engin pólitík
Í dag fer nýr vefmiðill í
loftið sem hefur fengið nafnið
Króm. Vefurinn sameinar á
einum stað upplýsingar um
allt sem er á döfinni hverju
sinni en það eru þær Íris
Tara Ágústsdóttir og Erna
Sigmundsdóttir sem eru
stofnendur vefsins í samstarfi
við vefhönnunarfyrirtækið
WEDO.
„Auk þess að fókusa á við-
burði, hvort sem það eru
tónleikar, sýningar, pop-up,
verslanir eða markaðir svo
eitthvað sé nefnt, munum við
líka fjalla um viðburðina auk
þess að vera með áhugaverð
viðtöl tengd því sem er að
gerast hverju sinni í hönnun,
tækni, tísku og nýsköpun.
Við ætlum ekki að fjalla um
pólitík og það verður ekkert
slúður. Áherslan verður alltaf
á jákvæða og skemmtilega
umfjöllun og við viljum ná til
karla jafnt sem kvenna,“ segir
Íris en nú þegar hafa þær Erna
fengið til liðs við sig fjöldann
allan af blaðamönnum og
bloggurum.
„Markmiðið er að vera með
puttann á púlsinum í öllu því
skemmtilega sem er að gerast.
Við ætlum að vera dugleg að
mæta á viðburði og taka upp
efni, svo það verða líka vídeó
á síðunni.“ Íris segir síðuna
vera mjög notendavæna. „Það
getur hver sem er sett inn við-
burð og það kostar ekki neitt.
Það eina sem þú þarft að gera
er að skrá viðburðinn og svo
samþykkjum við viðburðinn
og þá fer hann beint inn.“ -hh
70 dægurmál Helgin 30. maí-1. júní 2014
Björn Bragi veit að sagan segir
að þar sem HM fer fram í Suður-
Ameríku muni sigurlandið
koma frá þeirri heimsálfu.
Þess vegna er hann klár í
búningi Argentínu fyrir um-
fjöllunina á RÚV sem hann
stýrir. Mynd/Hari
SjónVarp Björn Bragi Stýrir Hm-umFjöllun á rÚV í Sumar
Amma og afi og
allir hinir bíða spenntir
Grínistinn Björn Bragi Arnarsson verður í aðalhlutverki í HM-umfjöllun RÚV í sumar. Hann
hefur oftast haldið með Hollendingum á HM en gafst upp á þeim fyrir nokkru. Björn Bragi
vonast eftir óvæntum úrslitum í keppninni og lofar að gera ekki allt vitlaust með óviður-
kvæmilegum ummælum að þessu sinni.
Tvær forvitnilegar sýningar verða
opnaðar í Norræna húsinu á laugardag
klukkan 15.
Í ytri sýningarsal hússins verður að
finna sýninguna Tölt sem er til heiðurs
íslenska hestinum. Sýningin var fyrst sett
upp í sýningarrými norrænu sendiráð-
anna í Berlín, Fælleshus, sumarið 2013
á ári hestsins og í tilefni þess að heims-
meistaramót íslenska hestsins fór fram í
Berlín á sama tíma. Sýningin sló í gegn og
varð sú fjölsóttasta í sögu Fælleshus.
Á sýningunni eru verk eftir íslenska
listamenn, ljósmyndara og fatahönnuði.
Meðal þeirra eru Hrafnkell Birgisson,
Gígja Einarsdóttir, Gréta Vilborg Guð-
mundsdóttir, Mundi, Kristín Garðars-
dóttir, Andersen & Lauth, Spessi, Jör by
Guðmundur Jörundsson, Ásta Guðmunds-
dóttir og Una Lorenzen. Sýningarstjóri er
Ragna Fróðadóttir en sýningarumsjón er
í höndum Birtu Fróðadóttur.
Í innri sýningarsal Norræna hússins
verður svo opnuð ljósmyndasýningin
Mapping Europe eftir sænsku lista-
konuna Katerina Mistal. Á sýningunni
varpar listakonan fram spurningunni
um stöðu manneskjunnar í landslaginu.
Áhorfandinn sér ljósmyndir þar sem
börn hafa raðað sér upp meðfram
strandlengju og stendur frammi fyrir
spurningunni um tengslin milli mann-
eskju og umhverfis.
Katerina Mistal býr og starfar í Stokk-
hólmi. Hún vinnur mikið með ljósmyndir
og vídeólistaverk og í mörgum verka
hennar má sjá svipuð viðfangsefni
birtast aftur og aftur; náttúra, ókönnuð
svæði og takmarkanir í landslagi. Mistal
hefur áður sýnt hér á landi þegar hún
var gestur á Listahátíð í Reykjavík 2009
með verkinu Riots.
Frítt er inn á sýninguna og stendur
hún til 29. júní.
Hestar og menn í Norræna húsinu
Mynd/Spessi
Ég held
að það sé
sannað
að þetta
sé stærsti
heimsvið-
burðurinn,
bara yfir
allt.
Þ etta verður alls ekki leiðinleg vinna,“ segir Björn Bragi Arnars-son, grínisti og sjónvarpsmaður,
sem mun stjórna HM-umfjöllun RÚV í
sumar.
Keppnin hefst 12. júní næstkomandi
og verður Björn Bragi gestgjafi í mynd-
veri á hverjum degi meðan hún stendur
yfir. Helstu sérfræðingar eru þeir Guðni
Bergsson, fyrrum landsliðsmaður, og
Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara ís-
lenska karlalandsliðsins. Auk þeirra munu
Gunnleifur Gunnleifsson, Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir og Ríkharður Daðason taka
þátt í að greina leikina.
„Svo verður líka straumur
af öðrum gestum. Það er
stórt teymi sem kem-
ur að þessu,“ segir
Björn Bragi.
H a n n k ve ð s t
vera mikill fótbolta-
áhugamaður og því
sé þetta draumaverk-
efni fyrir sig. „Ég hef
alltaf horft á HM.
Keppnin 1990 er
fyrsti sjónvarpsvið-
burðurinn sem ég man
eftir að hafa horft á. Þá
var ég sex ára. Keppnin
var mjög góð og
dramatísk og það var ekki annað hægt en
að hoppa á vagninn.“
Áttu þér uppáhaldslið?
„Ég hélt alltaf með Hollendingum en svo
áttu þeir svo mörg leiðinleg mót, það var
óeining í liðinu og fleira. Ég á eiginlega
eftir að finna mitt lið. Maður hrífst líka af
einhverju liði og á næsta móti er kominn
allt annar mannskapur. Nú eru til dæmis
Belgar allt í einu með frábært lið.“
Hverjir vinna?
„Flestir virðast setja peninginn á heima-
menn í Brasilíu, þeir eru með frábært lið
og náttúrlega á heimavelli. Það er líka at-
hyglisverð staðreynd að í þau fjögur skipti
sem keppnin hefur verið haldin í Suður-
Ameríku hefur Suður-Ameríkuþjóð alltaf
sigrað. Ég vona að það verði óvænt úrslit
í ár.“
Í undanförnum keppnum hefur tek-
ist afar vel til við val á einkennislagi
keppninnar, síðast með Union City
Blue með Blondie. Björn Bragi við-
urkennir að hann sé undir nokkurri
pressu við valið. „Þetta er vandasamt
val því það þarf að gera ráð fyrir að fólk
sé tilbúið að heyra lagið 200 sinnum.“
Þú gerðir allt brjálað í ársbyrjun þegar
þú sagðir að íslenska landsliðið væri eins
og nasistar að slátra því austurríska á EM
í handbolta. Þurfum við nokkuð að hafa
áhyggjur af því að þú gerir allt brjálað
nú?
„Nei, nei. Ég held að það
þurfi litlar áhyggjur að
hafa af því. Ég held að
það verði bara allir í
stuði að tala um fót-
bolta.“
Er það ekki ein-
mitt málið, að HM
er svo skemmti-
legt fyrirbæri að
keppnin nær til
ótrúlegasta fólks?
„Ég held að
það sé sann-
að að þetta sé
stærsti heims-
viðburðurinn,
bara yfir allt.
Það eru f lestir
sem fylgjast með
HM. Amma og afi
og fólk sem horfir
annars aldrei á fótbolta
situr límt og á sér uppáhalds lið.
Svo myndast líka oft skemmtileg
stemning á vinnustöðum með
rauðvínspottum og fleiru.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?