Fréttatíminn - 30.05.2014, Page 72
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Sverrir NorlaNd
Bakhliðin
Ritsnill-
ingur fram í
fingurgóma
Aldur: 28 ára.
Maki: Cerife Fon Taine frá Frakklandi.
Börn: Engin.
Menntun: BA í lögfræði frá HÍ, BA
í skapandi skrifum frá HÍ og MA í
skapandi skrifum frá London.
Starf: Rithöfundur.
Fyrri störf: Textasmiður á auglýsinga-
stofu, blaðamaður, sölumaður í verslun
og fyrirsæta.
Áhugamál: Að skrifa, bækur, tónlist,
matargerð, uppvask, hófleg kaffi-
drykkja og ástarlíf vina mína. Forðast
útivist og samveru með gæludýrum.
Stjörnumerki: Naut.
Stjörnuspá: Fljótfærni er viðsjárverð,
sérstaklega þegar svara á viðkvæmum
spurningum. Þú vilt bæði lagfæra það
sem er bilað og standsetja. Allir bera
ábyrgð á sínum eigin gjörðum.
Sverrir er frjóasti maður sem ég hef hreinlega kynnst,“ segir Heiðar Lind Hansson,
vinur Sverris. „Það er sama hvort
það eru sms-skeyti eða tölvu-
póstar það er pælt í öllu. Hann er
ritsnillingur fram í fingurgóma.
Svo er hann líka skemmtilegur og
góður vinur. Hann er sívakandi
yfir umhverfi sínu og það líður
eiginlega aldrei sú stund að hann
standi ekki og pári í bók. Hann
er alltaf að safn í minnisbankann
fyrir framtíðina.“
Miðstöð íslenskra bókmennta veitti í vik-
unni fjórum nýjum höfundum Nýræktar-
styrki til útgáfu á verkum þeirra. Nýrækt-
arstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á
nýjum íslenskum skáldskap og er styrkj-
unum ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu
verkum nýrra höfunda. Í tilkynningu frá
Miðstöð íslenskra bókmennta er svo
sagt frá „Kvíðasnillingunum“, skáldsögu
Sverris Nordals; „Í sögu þriggja drengja,
sem brátt verða unglingar og áður en
varir karlmenn, dregur höfundur upp
frumlega og fjöruga mynd af hlutskipti
karla í samtíma sínum. Óvenjuleg stílgáfa
helst í hendur við gráa íroníu og einlæga
samkennd í heillandi sögu af leit manns-
ins að ástinni og vináttunni og glímu hans
við kuldann og kvíðann.“
Hrósið...
fær knattspyrnumaðurinn Indriði Sigurðsson
sem bjargaði lífi mótherja síns í leik í norsku
knattspyrnunni. Vinir hans hafa í kjölfarið gefið
honum viðurnefnið „Hasselhoff“.
Fallegar Útskriftargjafir
Verð 59.900,-
Verslun Laugavegur 45
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99