Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 74
2 veiði Helgin 30. maí-1. júní 2014 Svansson ehf • Sími: 567-2100 • www.svansson.is • Netfang sala@svansson.is Hægt er að skipta um gler ef þarf. Varagler í boði. Glerið er Polorized og er með 100% vörn gegn útfjólubláum geislum UVA og UVB. SeaSpecs gleraugu fyrir veiðimanninn, sjósport og hinar ýmsu jaðaríþróttir. Söluaðili: RadíóRaf • Smiðjuvegi 52 • (rauð gata) • Kópavogi • S: 567-2100 H jónin Oddný Magnadóttir og Hilmar Hansson eru eigendur verslunarinnar Veiðiflugna við Langholtsveg. Þar er boðið upp á mjög gott úrval af búnaði og fatnaði í fluguveiðina og fyrsta flokks þjónustu starfsmanna sem allir eru reyndir veiðimenn. „Við bjóðum upp á vörur frá tveimur stærstu merkjunum í Skandinavíu, Loop og Guideline. Núna í vor var bandarískum f lugustöngum frá Scott og Sage bætt við. Með þessu góða úrvali ættu allir að finna stang- ir við sitt hæfi í búðinni. Hjá okkur fást allar þær stangir sem hafa vakið hvað mesta athygli í veiðiheiminum í dag, má þar til dæmis nefna Loop Cross S1, Sage ONE, Scott Radian og Guideline Lxi,“ segir Oddný. Allar flugurnar í versluninni eru frá Atlantic Flies sem er orðin þekkt fluguverksmiðja. Þaðan koma vönd- uðustu og flottustu flugur sem í boði eru á markaðnum í dag. Tvíhenduskothaus fyrir ís- lenskar aðstæður Í vor koma nokkrar flottar nýjungar frá Guideline, til dæmis nýjar stór- ar töskur (Duffel bag) undir allan veiðibúnaðinn. „Þær koma í 85L og 150L útgáfum. Töskurnar eru létt- ar, sterkar og vatnsfráhrindandi,“ segir Oddný. Frá Guideline kemur líka nýr fatnaður þetta sumarið. Ex- perience vöðlujakkinn hefur verið endurhannaður og er þægilegur og góður jakki fyrir erfiðar aðstæður. „Svo kemur nýr Primaloft fatnað- ur með 60 gramma léttri fyllingu, bæði jakki og buxur. Þetta er frá- bær „layer“ fatnaður, Primaloft fyll- ingin er ótrúlega hlý miðað við létt- leika. Frá Guideline er líka að koma nýr tvíhenduskothaus sem er besti haus sem við höfum prófað. Hann er Compact, hannaður af Klaus Fri- mor, sérstaklega fyrir íslenskar að- stæður.“ Nýr fatnaður frá Patagonia Nú í vor hefur úrvalið af Patagonia fatnaði verið aukið til muna. „Við eigum til létta dúnjakka, Primaloft jakka og vesti í ýmsum litum. Næsta haust aukum við svo enn frekar úr- valið af Patagonia útivistarfatnaði því þetta er frábær fatnaður. Hönn- unin er falleg, litirnir bjartir og mik- il áhersla lögð á gæði og umhverfis- sjónarmið,“ segir Oddný. Patagonia fatnaðurinn hentar í alla útivist, hvort sem fólk stundar fjallgöngur, golf, veiði eða hestamennsku. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum veidiflugur.is og á Facebo- ok-síðunni Veiðiflugur / Fishing- flies Eina sérhæfða fluguveiðiverslun landsins Veiðiflugur eru eina sér- hæfða flugu- veiðiverslun landsins. Veiði er ástríða og lífsstíll allra starfsmanna verslunar- innar. Kom- inn er nýr tvíhendu- skothaus, hann- aður af Klaus Krimor, sérstaklega fyrir íslensk- ar aðstæður. Hvergi betra að vera en á bakkanum með góðum vinum Um fimmtíu drengir milli tvítugs og þrítugs eru í veiðifélaginu Óríon sem starfrækt hefur verið síðustu fimm árin. Drengirnir veiða bæði á stöng og skjóta fugla. Fyrir utan veiðiferðirnar eru hápunktar ársins aðalfundur og þorrablót. Ó ríón er veiðiguðinn. Við vorum ekkert að vaða yfir lækinn til að sækja nammið þegar við völdum nafnið,“ segir Þorgils Helgason, gjaldkeri veiðifélagsins Óríon. Veiðifélagið var stofnað árið 2009 og telur tæplega fimm- tíu meðlimi í dag. „Upphaflega kveikjan var að við fórum um tíu félagar saman í Stóru-Laxá. Við veiddum nú ekki mikið, fengum einn lax, en þótti þetta mjög gaman og ákváðum í kjölfarið að stofna veiðifélag. Á fyrsta aðalfundi gengu eitthvað um þrjátíu manns í klúbbinn og síðan hefur þetta spurst út meðal félaga þeirra sem fyrir eru.“ Er hverjum sem er hleypt í félagið? „Neinei. Við höfum ekkert gert út á nýliðun. Menn hafa bara samband við okkur og sitjandi meðlimir þurfa að mæla með þeim sem vilja ganga í félagið. Svo fara þeir á reynslu- tíma fram að aðalfundi þar sem þeir eru teknir inn.“ Þetta er karlafélag, ekki satt? Er konum ekki hleypt inn? „Ja, maður skyldi nú aldrei segja aldrei. Það hefur alla vega ekki verið opnað fyrir það í reglum félagsins enda hefur engin kona óskað eftir aðild. Þær geta kannski byrjað á því að stofna sitt félag og óska eftir gerast vinafélag okkar,“ segir hann og hlær. Meðlimir Óríon eru milli tví- tugs og þrítugs og upphaflega komu flestir þeirra úr Kvennó og MR. „Nú eru þetta menn sem koma víða að, frá uppsveit- um Borgarfjarðar, úr Skagafirði og Kópavogi og Hafnarfirði,“ segir Þorgils Meðlimir Óríon veiða bæði á stöng og byssu og fara í nokkrar skipulagðar ferðir á ári. Að sögn Þorgils er fyrirkomulagið þannig að ferð er bókuð og hún kynnt á Facebook-síðu félags- ins. Svo komast þeir með sem fyrstir eru að skrá sig. „Við höfum farið á hverju ári á Arnarvatnsheiði, sú ferð er fasti punkturinn, og í ár förum við líka í Haukadalsá í Dölum. Svo höfum við líka haft ýmiskonar aðra starfsemi eins og skotveiði- mót og dorgveiðimót. Menn hittast líka á veturna og hnýta flugur og segja veiðisögur.“ Stærsti viðburður hvers árs er þó aðalfundur félagsins. „Hann er jafnan haldinn í lok stangveiðiársins, á milli stang- veiða og rjúpu,“ segir Þorgils. „Aðalfundurinn er mjög vel sótt- ur og það er þorrablótið líka. Þá tökum við með okkur frændur, feður og bræður og þá er farið yfir liðinn veg og dansað og drukkið.“ Er það ekki einmitt málið, er þetta ekki allt saman bara af- sökun fyrir stráka til að hittast og skemmta sér? „Ja, þetta hentar alla vega einstaklega vel saman. Það er hvergi betra að vera en á bakk- anum með góðum vinum. Og ef baukur vill vera í hönd, þá er það ekkert verra. Menn velja sér það eins og annað. Það er alla vega alltaf mikið fjör hjá okkur.“ Veiðifélagarnir búnir að koma sér vel fyrir í ónefndri paradísarlaut við Vatnsdalsá. Þarna er skálað fyrir maríulaxi og góðum félagsskap. Þarna eru Jón Magnús, Sigþór, ónefndur fyrrverandi félagsmaður, Árni, Einar og Þorgils. Oddný Magnadóttir er eigandi Veiðiflugna ásamt manni sínum Hilmari Hanssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.