Brennidepill - 01.03.1998, Síða 3
EFNISYFIRLIT
Reykjavíkurborg: Þjónustufyrirtæki eöa skattaparadís? Viðtöl við leiðtoga beggja borgarstjórnaríylkinga Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Árna Sigfússon 4
Sveitarfélögin eflast við stækkun Hólmfríður Sveinsdóttir - „Eitt mesta vandamál íslenska sveitarstjórnarstigsins er misjafn íbúafjöldi sveitarfélaga og hvað mörg þeirra eru fámenn.“ 8
Sameining sveitarféiaga skiptir máli Hermann Sæmundsson - „Öflugri stjórnsýsla sveitarfélaga er ávísun á meiri skilvirkni og getu við úrlausn verkefna." 10
Reynslusveitarfélög Þórgnýr Dýríjörð - Tilraunir í stjórnsýslu 13
Ráöstefna á Sauðárkróki Ragnar Garðarsson - Sveitarstjórnarmál skoðuð í víðara samhengi 15
„Svörtum blettum" fer fækkandi Linda H. Blöndal - staða kvenna innan sveitarstjórna 16
Konur í sveitarstjórnir - ekki bara réttlætiskrafa Stefanía Traustadóttir - „Jafnréttisráð og seinna Skrifstofa jafnréttismála hafa frá upphafi lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að auka völd og áhrif kvenna í stjórnmálum.“ 20
Brennidepiii
Tímarit Félags stjómmálafræöinga.
1. árgangur 1998.
Utgefandi:
Félag stjórnmálafræöinga
Ritstjórn:
Auöunn Arnórsson, Bryndis Hólm,
Magnea Marinósdóttir
Auglýsinga- og styrktarlínusöfnun:
Magnea Marinósdóttir
Abyrgöarmaöur: Ragnar Garðarsson
Hönnun/umbrot:
Margrét Rósa Siguröardóttir
Hönnun forsíðu:
Guömundur Oddur Magnússon
Forsíöuljósmynd:
Golli
Teikningar: Kjartan Arnórsson
Prentun: Prisma / Prentbær.
FRA RITSTJORN
STJÓRN Félags stjórnmálafræðinga tók um það
ákvörðun sl. haust að koma útgáfumálum sínum í
þann farveg að árlega kæmi út eitt hefti af
Brennidepli, en þið, lesendur góðir, haldið á fyrsta
tölublaðinu. Eins og titillinn gefur til kynna er ætl-
unin að þetta tímarit sé vettvangur fyrir faglega
umræðu um eitthvert málefni sem er ofarlega á
dagskrá í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni og er
nærtækt viðfangsefni stjórnmálafræðinga. Það lá
beint við að helga þetta fyrsta hefti sveitarstjórnar-
málum, með tilliti til kosninganna í vor, en annars
er hugsunin að baki þessu riti sú að það geti verið
vettvangur fyrir hvert það málefni sem félagið telur
- með tilliti til aðstæðna hverju sinni - vert að „setja
r' BrennidepiT'. Viðfangsefni stjórnmálafræðinga
spannar vítt svið og því er af nógu að taka. Ef ekki
hefðu verið kosningar t' nánd hefði til dæmis verið
hægt að taka fyrir mál eins og Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu (sem á að ganga í gildi um næstu
áramót) og væntanleg áhrif þess á íslenzkt þjóðfé-
lag, eða þá hvemig aðildin að Evrópska efnahags-
svæðinu hefur reynzt. Og fjöldamargt fleira mætti
tína til. En semsagt, nú voru sveitarstjórnarmálin
tekin fyrir. Þar sem tvísýnt er um úrslit í kosning-
unum til borgarstjórnar höfuðborgarinnar kusum
við að spyrja oddvita beggja lista spjömnum úr um
málefnin sem tekizt er á um. Auk viðtalsins við
Reykjavíkur-oddvitana eru helztu áherzluatriðin í
þessu riti tvö. Hið fyrra er sameining sveitarfélaga
og flutningur verkefna til þeirra frá rr'kinu, en hitt
er rammaefnið „konur og sveitarstjórnarmál“, þar
sem þróun kynjaskiptingar í sveitarstjórnum lands-
ins er rakin og krufin til mergjar. Það er von okkar,
sem ritstýrðum þessu fyrsta hefti Brennidepils, að
innihald þess veki lesendur til umhugsunar og
veiti þeim jafnframt gott og upplýsandi yfirlit yfir
stöðu mála á þessu sviði, sem varðar okkur öll. Við
viljum þakka greinarhöfundum fyrir framlag
þeirra, Kjartani Arnórssyni fyrir teikningar, svo og
Margréti Rósu Sigurðardóttur fyrir umbrot blaðsins
og Guðmundi Oddi Magnússyni fyrir hönnun á for-
síðu.
Auðunn Amórsson
l.tbl. 1998
Brennidepin
3