Brennidepill - 01.03.1998, Qupperneq 6
Hvernig metur þú frammi-
stööu sjálfstæöismanna í
borgarstjórn á kjörtímabilinu
og þau mál sem þeir ætla
að leggja áherslu á í kosn-
ingabaráttunni?
í fyrsta lagi vil ég segja að mér finnst
þeim hafa gengið heldur illa að fóta sig
í minnihluta, enda vanir að ráða lögum
og lofum. Tillöguflutningur þeirra hef-
ur verið mjög lýr sem sést best á því að
aðeins tvisvar sinnum hafa þeir átt til-
lögu á útsendri dagskrá borgarstjómar-
funda. Þær skiptu tugum hjá fyrrver-
andi minnihluta. Þeir hafa því fyrst og
fremst verið í andófi, eins uppbyggilegt
og það nú er. í Ijósi þessa á ég erfitt
með að meta þau mál sem þeir ætla að
leggja áherslu á í kosningabaráttunni.
Ég hef ekki hugmynd um hver þau
verða. En ef marka má orð þeirra þá
munu þeir lofa að lækka skatta, lækka
þjónustugjöld, lækka arðgreiðslur
veitufyrirtækjanna í borgarsjóð, bæta
þjónustuna og greiða skuldir. Þetta em
kraftaverkamenn sem ættu að komast í
heimilisbókhald landsmanna!
Hvað hefur Reykjavíkurlistinn
gert á kjörtímabilinu sem
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
ekki gert?
Reykjavíkurlistanum hefur tekist að ná
stjórn á fjármálum borgarinnar sem
kemur m.a. fram í því að skuldasöfnun
borgarsjóðs hefur verið stöðvuð. A síð-
asta kjörtímabili hækkuðu skuldir
borgarsjóðs um 8 milljarða. R-listinn
hefur nútímavætt stjórnsýslu borgar-
innar, komið á skýmm leikreglum og
afnumið kerfi hentistefnu og fyrir-
greiðslu. Hann hefur unnið að stefnu-
mótun í öllum málaflokkum, allt frá
starfsmannamálum til orkumála, sett
fram skýr markmið og fylgt þeim eftir.
Hann hefur fjárfest í framtíðinni með
því að setja skóla- og leikskólamál í for-
gang, með átaki í fráveitumálum og
Nesjavallavirkjun svo nokkuð sé nefnt.
Hvað greinir R-listann frá
D-listanum sem valkostur
fyrir kjósendur nú?
Ég gæti nefnt ótal margt en læt þrennt
nægja. í fyrsta lagi annar forgangur í
borgarmálum eins og ég hef gert grein
fyrir hér áður. I öðru lagi hefur Reykja-
víkurlistinn almannahagsmuni en ekki
sérhagsmuni að leiðarljósi. í þriðja lagi
geta kjósendur treyst því að örlög ein-
staklinganna, sem leita til borgarinnar
eftir fyrirgreiðslu eða störfum, ráðast
ekki af flokksskírteini eins og var með-
an Sjálfstæðisflokkurinn réð ríkjum.
Reykjavík verði aftur
skattaparadís
Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn
„Sveitarfélög úti
á landi geta
gert betur í aö
kynna þá kosti
sem fylgja smá-
um samfélög-
um, og yfirvinna
ókostina meö
upplýsinga- og
tæknibylting-
unni. “
„ Viö ætlum aö
gera Reykjavík
aö nýju aö
skattaparadís. “
„Reynslan og
tæknin eru nú
aö kenna okkur
aö þótt viö ber-
um ábyrgö á aö
þjónusta sé til
staöar, þurfum
viö ekki aö reka
hana. Viö kaup-
um hana á
markaöi þar
sem veröiö er
skýrt. “
Hversu langt telur þú að eigi
að ganga i sameiningu sveit-
arfélaga, annars vegar al-
mennt séð og hins vegar hér
á höfuðborgarsvæðinu?
Þegar ég var formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna var megin áhersla mín
á uppbyggingu sterkari byggðarkjarna
um allt land. Sameining sveitarfélaga er
ekki séríslenskt fyrirbrigði. Flest samfé-
lög hafa glímt við það verkefni að gera
þjónustu betri og hagkvæmari. Mikilvæg-
ur þáttur í því er að rekstrareiningarnar
séu hæfilega stórar. Ég minni á að Frakk-
ar líta á Reykjavík sem „þorp". Þeirra
Qöldamæiikvarði er slíkur að við teljumst
ekki til bæjar. í þeirra hugarheimi næst
hagræðingin með mun stærri einingum.
Ég er ekki sammála því og sé allt eins
vandamál rísa með ofurstærð sveitarfé-
laga, þótt við eigum langt í land með það
hér á landi. Ég tel þó augljóst að viss lág-
marksstærð tryggir meiri hagkvæmni.
Gott þjónustusvæði byggir á hentugum
akstursvegalengdum til þjónustu og kost-
um þess að nýta sameiginlega sjóði í
margvíslega innri byggingu samfélags-
ins. Sveitarfélögin úti á landi eru á réttri
leið. Til lengri tíma litið gæti höfuðborg-
arsvæðið skipst í tvö sveitarfélög. Ég tel
þó brýnasta hagsmunamál höfuðborgar-
svæðisins í þessu tilliti að huga að jöfnun
atkvæðisréttar í landinu.
Eru sveitarfélögin að þínu
mati í stakk búin til að takast
á hendur þau verkefni sem
felast í aukinni ábyrgð?
Já, því hugsunin er að breytast. Fyrir
nokkrum árum var mun ríkara í huga
manna að ábyrgðin þýddi að sveitarfélag-
ið þyrfti sjálft að sinna rekstrinum ef
þjónusta skyldi veitt. Verðmiðinn var
óljós og kostnaður fljótur að fara úr bönd-
um. Reynslan og tæknin eru nú að kenna
okkur að þótt við berum ábyrgð á að þjón-
usta sé til staðar, þurfum við ekki að reka
hana. Við kaupum hana á markaði þar
semverðiðerskýrt.
Hvað með straum fólks utan af
landsbyggðinni, ætti borgin að
ýta undir þann straum eða
ekki?
Fólk á að sjálfsögðu að vera frjálst að því
að flytjast á milli landshluta og velja sér
búsetu við hæfi. Viss samkeppni um fólk
er holl öllum samfélögum. Við þurfum
öflugt viðskipta- og þjónustusvæði á ís-
iandi til að halda í unga fólkið okkar. Ég
er sjálfur af þeirri kynslóð sem getur val-
ið um samastað og starfsgrundvöll hér
eða erlendis. Yngri kynslóðin hefur enn
meira val. Til að vera samkeppnishæf
þurfum við sterka Reykjavík. En þegar
fram í sækir og tæknin verður almennari
tel ég þó að minni sveitarfélög úti á landi
séu einnig áhugaverður kostur. Sveitar-
félög úti á landi geta gert betur í að
kynna þá kosti sem fylgja smáum samfé-
lögum, og yfirvinna ókostina með upplýs-
inga- og tæknibyltingunni.
Hvaða mál verða stærstu bar-
áttumál D-listans í komandi
borgarstjórnarkosningum ?
Við sjálfstæðismenn leggjum áherslu á
að leiða Reykjavík inn í næstu öld með
einstaklingum í forsvari sem hafa áhuga-
verða framtíðarsýn, sem kunna að setja
markmið og ekki síst standa við gefin lof-
orð.
Við ætlum að einfalda borgarkerfið,
draga úr embættismannakerfinu, ein-
falda afgreiðslur nefnda gagnvart al-
menningi og fyrirtækjum.
Við ætlum að gera Reykjavík að nýju
að skattaparadís. Við munum afnema
holræsaskattinn og auka þannig ráðstöf-
unartekjur fjölskyldna um 40-120 þúsund
krónur á næsta kjörtímabili.
Við munum tryggja að félagsleg að-
stoð skili árangri og styðji einstaklinga til
sjálfstæðis.
Við ætlum að bæta samgöngukerfið í
borginni - ekki bíða eftir að aðrir geri
það. Við leggjum fram raunhæfar aðferð-
ir til fækkunar slysa - og munum draga
úr mengun umferðar með nýjum leiðum.
6
l.tbl. 1998