Brennidepill - 01.03.1998, Síða 11

Brennidepill - 01.03.1998, Síða 11
„Öflugri stjórn- sýsla sveitarfé- laga er ávísun á meiri skilvirkni og getu viö úrlausn verkefna". Staðan í sameiningarmálum 15. mars 1998 „Nú standa sveit- arfélög í Dan- mörku og Svíþjóð fyrir um 70% af útgjöldum hins opinbera, en sam- bærilegt hlutfall fyrir sveitarfélög- in hér á landi er um 25%“. „í Danmörku var s veitarfélögunum fækkað í upphafi áttunda áratugar- ins úr tæplega 1100 í 275“. „Sveitarfélögin þurfa að stækka til að vera betur í stakk búin til að taka við verkefn- um frá ríkinu '. Frá upphafi þessa kjörtímabils, sem senn er á enda, hefur sveitarfélögum á landinu fækkað um samtals 47, ef með eru talin þau sem búið er að samþykkja sameiningu í en er enn ekki gengin í gildi. Árið 1990 voru 204 sveitarfélög á landinu, 30 bæir og 174 hreppar. Þremur árum síðar var kosið um sameiningu sveitar- félaga með heldur litlum árangri. Engu að síður fækkaði sveit- arfélögunum um 33 strax á því kjörtímabili. 52 sveitarfélög sameinuðust í 19. í kosningunum 1994 voru sveitarfélögin því alls 171. Undanfarin fjögur ár hefur verið enn meiri kraftur í sameiningarferlinu. Um áramótin var heildarfjöldi sveitarfélaga orðinn 162 og víða búið að sam- þykkja sameiningu sem hefur ekki tekið gildi en gerir það á þessu ári. Alls voru þetta 37 sveitarfélög sem samein- uðust í 8, fækkaði með öðrum orðum um 29. Frá síðastliðnum áramótum hefur svo bætzt við sameining í Flóa og á tveimur svæðum í Borgarijarðarsýslu, á Mýrum og norðan Skarðsheið- ar. Samtals sameinast á þessum þremur svæðum 12 sveitarfé- lög í 3. Ut úr þessum tölum kemur að gengið verður til kosn- inga í 124 sveitarfélögum í vor, sem er47 sveitarfélögum færra en 1994 og 80 færra en 1990. Það liggur auk þess fyrir nú þegar að sameiningarhrinunni lýkur ekki með kosingunum í vor því allvíða hefur verið ákveð- ið að kanna sameiningarvilja íbúa um leið og kosið verður til sveitarstjórna landsins. Skipting landsins í sveitarfélög er því að verða harla ólík því sem var um 1950 þegar sveitarfélögin voru flest, eða 229. Og með fækkun sveitarfélaga fækkar einnig sveitarstjómarmönnum. Það lætur nærri að landsmenn kjósi í vor 250 færri einstaklinga til setu í sveitarstjórnum en þeirgerðu árið 1994. Au.A. sveitarfélög með færri en 400 íbúa. Þau hafa held- ur ekki mörg ráð til að efla hjá sér stjórnsýsluna, t.d. í því skyni að bæta hjá sér opinbera þjónustu eða sinna verkefnum með sambærilegum hætti og gert er í stærri sveitarfélögum. Bæði er fjárhags- legur grundvöllur veikari en hjá stærri sveitarfé- lögum og einnig er yfirstjórn minni sveitarfélaga hlutfallslega mikið dýrari en hjá stærri sveitarfé- lögunum.12 í grundvallaratriðum eru tvær leiðir færar fyrir þessi sveitarfélög til að leysa vandamálið með veikburða stjórnsýslu. Sú fyrri er að láta byggða- samlög sjá um lögbundin verkefni og er sú leið al- geng hér á landi.1-1 Galli við þessa leið er sú, að bein stjórn lýðræðislegra fulltrúa sveitarfélaga minnkar og rekstrarleg og fagleg þekking vex utan ramma sveitarfélagsins. Hin leiðin er sameining sveitarfélaga. Við það eflist fjárhagslegur grund- völlur sveitarfélaga sem skapar betri skilyrði fyrir ráðningu sérhæfðs starfsliðs. Kosturinn við þessa leið er sá, að þar með er úrlausn verkefnanna far- in að heyra beint undir lýðræðislega kjörna full- trúa í sveitarstjórn, „framkvæmdarvaldiö" heyrir beint undir þá sem bera hina pólitísku ábyrgð. Niðurstaðan er því sú, að sameining sveitarfé- laga leiðir af sér stærri sveitarfélög, sem leiðir aft- ur af sér meiri fagmennsku í rekstri þeirra.14 Rannsóknir á þessu sviði eru hins vegar fáar og því er full ástæða að hvetja til að samhengið hér á milli verði rannsakað nánar. B. Stærri sveitarfélög geta tekið við fleiri verkefnum Stærri sveitarfélög eru betur í stakk búin til að taka við fleiri verkefnum frá ríkinu, ekki síst vegna þess að þau hafa sterkari fjárhagsgrundvöll að reiða sig á og búa við öflugri stjómsýslu.15 Yfir- taka verkefna frá ríki hefur verið einn af horn- steinum í eflingu sveitarstjórnarkerfisins á öðrum Norðurlöndum. Nú standa sveitarfélög í Dan- mörku og Svíþjóð fyrir um 70% af útgjöldum hins opinbera, en sambærilegt hlutfall fyrir sveitarfé- lögin hér á landi er um 25%.16 Forsenda þessarar þróunar var hins vegar grundvallar endurskipu- lagning á stærð sveitarfélaga, því talið var mikil- vægt að samhengi væri á milli stærðar og getu sveitarfélaga. í Danmörku til dæmis var sveitarfé- lögunum fækkað í upphafi 8. áratugarins úr tæp- lega 1100 í 275. Þessi róttæka aðgerð markaði upphafið að heildarendurskoðun á danska sveitar- stjórnarkerfmu, því í kjölfarið fylgdi flutningur á verkefnum og tekjustofnum til sveitarfélaga.17 Margt bendir til þess að smæð íslenskra sveit- arfélaga hafi verið ein alvarlegasta hindmnin fyrir sambærilegri endurskipulagningu á sveitarstjórn- arkerfinu hér á landi og flutningi verkefna til þeirra. Sveitarfélög hafa hreinlega verið of smá til að taka við þeirri fjárhagslegu og faglegu ábyrgð, sem mörgum velferðarverkefnum hins opinbera fylgja. Afleiðingin hefur verið sú, að ríkisvaldið hefur verið virkur þátttakandi með sveitarfélögunum í ýmsum verkefnum, sem í eðli sínu eru staðbund- in. Ennfremur hafa margir bent á að hin flókna verkaskipting, sem einkennt hefur samskipti ríkis og sveitarfélaga á síðustu áratugum, sé af sömu rótum sprottin. Þessa skoðun mátti t.d. lesa í Ioka- skýrslu Sveitarfélaganefndar, en sú nefnd vann að sameiningarátakinu árið 1993.18 Ríkisvaldið á ís- landi hefur því leikið lykiihlutverk við framkvæmd velferðarþjónustu og uppbyggingu velferðarkerfis- ins, meðan það hlutverk hefur að miklu leyti verið í höndum sveitarfélaga á hinum Norðurlöndun- um. Almennt hefur þessi þróun hér á landi því leitt af sér meiri miðstýringu opinberrar þjónustu og þ.a.l. minna sjálfsforræði sveitarfélaga.19 Sveitarfélögin þurfa að stækka til að vera betur í stakk búin til að taka við verkefnum frá ríkinu. Slíkur verkefnaflutningur er síðan mikilvægur lið- ur í að dreifa valdi, efla lýðræðið, sem og að sam- eina framkvæmd og fjárhagslega ábyrgð undir sama hatti.20 Sameining sveitarfélaga er mikil- vægur liður í að styrkja sveitarfélög að þessu leyti, og gera þau færari að takast á við ýmis vandasöm verkefni, ekki síst á sviði velferðarmála, sem hafa verið og munu flytjast frá ríki á næstu árum. Þessu tengd eru gæði og umfang þeirrar þjónustu, sem sveitarfélög veita íbúum sínum, en mikill margbreytileiki varðandi stærð sveitarfélaga getur einn og sér leitt af sér mismunandi þjónustustig milli sveitarfélaga, sem aftur kallar á þörf fyrir sér- tækar jöfnunaraðgerðir. Sé t.d. lauslega rýnt í op- inberar tölur kemur í ljós, að stærri sveitarfélög l.tbl. 1998 11

x

Brennidepill

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.