Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 14

Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 14
„Þessi verkefni snúast ekki öll um verkefnatil- flutning. heldur einnig um breytta og bætta starfs- hætti. “ „ Yfirtaka á mál- efnum fatlaöra er stærsta reynslu- verkefnið á land- inu. “ „Mjög mörg rök hníga aö því aö nærþjónustu eigi aö stjórna í heimabyggö." 14 stofan annaðist áður hafa nú verið samþætt annari félagsþjónustu sem sveitarfélagið veitir. Lykilorðið í þeirri samþættingu er þarfir. Svæðisskrifstofan veitti sína þjón- ustu í meginatriðum miðað við fyrirfram skilgreindan hóp þjónustuþega, en nú sækja neytendur þjónustu miðað við þarfir sínar fyrir félagslega aðstoð, við búsetu heima fyrir, aðstoð við að komast á vinnu- markað, almenna ráðgjöf o.þ.h. Annað mjög stórt verkefni er yfirtaka á Heilsugæslustöðinni, en um áramótin 1996-1997 tók gildi samningur milli bæjar- ins og heilbrigðisráðuneytisins þar um. í honum er einnig samið um rammafjárveit- ingar til öldrunarþjónustu í bænum. í stað þess að greitt sé eftir nýttum fjölda þjón- ustu- og hjúkrunarrýma er greitt skv. leyfi- legum fjölda rýma sem eru nokkru fleiri. Mismunurinn sem þarna fæst er notaður til að efla heimaþjónustu í því skyni að draga sem kostur er úr stofnanaþjónustu. Með þessum samningi gefst og tækifæri til að að tengja saman heilsugæsluna, heima- hjúkrun heilsugæslunnar, heimilisþjónust- una sem Akureyrarbær rekur og liðveislu semáðurvará hendi Svæðisskrifstofunnar. Það sem var á hendi þriggja lýtur nú stjórn eins. Hver sparar fyrir hvern? Þar sem tilraunirnar eru svo nýhafnar þá ber að fara varlega í að draga ályktanir um árangur. Við þykjumst þó þegar getað stað- fest að flutningur verkefna með þessum hætti hafi marga kosti. Þeir sem bera ábyrgð á þjónustunni standa nær þeim sem hennar njóta. Með því má telja líklegra að markvissar ákvarðanir séu teknar og að þjónustan taki mið af raunverulegum þörf- um. Sem dæmi má nefna að þjónusta við geðfatlaða á Akureyri hefur verið bætt og aukin, en það má leiða að því líkum að sú breyting hefði tekið lengri tíma ef þjónusta við fatlaða væri ekki á könnu sveitarfélags- ins. Annað sem skiptir máli þegar opinber þjónusta er annarsvegar er að stundum rísa múrar milli stofnana. Þessir múrar valda því oftar en ekki að þeir sem þjónustunnar eiga að njóta velkjast á milli kerfa, því að þau leitast eðlilega við að halda kostnaði í lágmarki og skilgreina hóp þjónustuþega sem þrengst. Akureyrarbær hefur t.a.m. lengi leitað leiða til að auka hagkvæmni og sparnað í öldrunar- og heimilisþjónustu, en ávallt strandað á vafaatriðinu um það hver er þá að spara fyrir hvern. Sveitarfélög sjá sér ekki hag í því að auka fjárstreymi til fé- lagslegrar heimaþjónustu, sem er sam- kvæmt lögum á ábyrgð og kostnað þeirra sjálfra, til þess að draga úr stofnanaþjón- ustu, sem er rekin með fjárframlögum rík- isins. Með því að veita sveitarfélaginu um- boð til að sjá um rekstur allra þáttanna og leggja því til óeyrnamerkta tekjuliði í þeim tilgangi, opnast möguleikar til hagræðingar er leiða kann til sparnaðar sem varðar þjóð- arhag. Ekki annað hvort hag ríkis eða sveit- arfélags, heldur beggja. Eftirlit og ábyrgð Þegar ríkisvaldið hefur falið sveitarfélagi framkvæmd tiltekinnar þjónustu þá ætti það að vera í betri aðstöðu til að gera kröfur til hennar. Viðkomandi fagráðuneyti er í betri aðstöðu til að vera leiðandi, betri að- stöðu til að setja málaflokknum stefnu og fylgja henni eftir. Til að þetta megi verða þarf ráðuneytið að standa fyrir nokkuð full- komnum rannsóknum og könnunum óháðs | aðila á því hvemig til tekst. Það þarf að geta j bent á hvað hafi miður farið og hvað sé vel ; gert. Við sem stöndum að skipulagningu reynsluverkefna Akureyrarbæjar höfum áhyggjur af því að í þessu efni skorti nokk- j uð á. Við vitum sem er að slíkt rannsóknar- j starf er einnig forsenda þess að við getum kallað eftir ábyrgð ríkisvaldsins ef eitthvað ber út af í samningum um verkefnin. Trúlega skortir fyrst og fremst á hefðina fyrir akademískum rannsóknum á aðgerð- j um stjómvalda. Það er einnig vel þekkt að þegar háskólar landsins eða stofnanir þeirra hafa staðið fyrir rannsóknum á af- i leiðingum stjórnvaldsaðgerða er það stund- j um túlkað sem óþarfa afskiptasemi og fræðimenn sakaðir um að draga taum j stjórnmálaflokka eða hafa verið „pantaðir" til að komast að vissum niðurstöðum. Lög- ; fræðiálit eru ágætt dæmi um þetta og flestir ! kannast við dæmi um andúð eða óvinsældir hagfræðinga hjá einstaka stjórnmála- manni. Það hefur verið tillaga og í raun ósk Ak- ureyrarbæjar að mjög vel verði fylgst með tilraununum og stuðst verði við vinnubrögð og nákvæmni sem tíðkast í háskólarann- sóknum. Árangur Við fyrstu sýn og eftir að fyrsta reynsla er fengin bendir flest til að verkefnin fari vel j af stað, þó að enn sé of snemmt að fullyrða um árangur. Það er ljóst að mjög mörg rök I hníga að því að nærþjónustu eigi að stjórna í heimabyggð og við teljum að það eigi eftir j að sýna sig. Eitt er víst að vinnan við yfir- tökuna hefur brugðið nýju ljósi á marga S þætti í opinberri þjónustu og margir mögu- [ leikar eiga eftir að koma í Ijós, ef rétt er á I spilunum haldið. En örugg og nákvæm vit- [ neskja um árangur fæst trauðla nema með talsverðu rannsóknarstarfi óháðs aðila.

x

Brennidepill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.