Brennidepill - 01.03.1998, Side 16

Brennidepill - 01.03.1998, Side 16
Svörtum blettum fer fækkandi Linda H. Blöndal Starfar við rannsóknir við Háskóla íslands (ásamt Svani Krist- jánssyni og Auði Styr- kársd.) á íslenskum stjórnmálaflokkum með tilliti til vals á frambjóðendum og uppröðun þeirra á framboðslista. BA í stjórnmálafræði fráH.Í. 1997. Skrif: Stefna íslenskra stjórnmálaflokka í jafnréttismálum og efndir á Alþingi, 19. júní 1997. Stefna Háskóla íslands í jafnréttismálum. Jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar, viðtal við Hildi Jónsdóttur í 19. júní 1997. Skýrsla fyrir Jafnrétt- isráð 1997: Úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna 1994 með til- liti til stöðu kvenna. Staða kvenna innan sveitarstjórna hefur lítið breyst ef litið er til síðustu tvennra sveitarstjórnarkosninga. Með því að líta nánar á niðurstöður sveitarstjórnarkosn- inganna 1994 má sjá að konur eru 25% allra kjörinna sveitarstjómarfulltrúa lands- ins en það er sama hlutfall og gildir um al- þingismenn.2 Frá árin^l970 tók konum hins vegar að fjölga m^ra en áður innan sveitarstjórna. Eftir kosningarnar 1982 varð fjölgun kvenna mikil meðal kjörinna full- trúa miðað við árin á undan og kosningaár- ið 1986 mátti sjá þessa aukningu halda áframeins ogséstátöflu 1. í næstu tveimur kosningum þar á eftir, 1990 og 1994, jókst hlutfall kvenna sem kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa hins vegar mun minna á öllu landinu og enn minna meðal stærstu sveitarfélaganna.1 Þar með virðist hafa hægt verulega á þeirri þróun sem hófst í upphafi 8. áratugarins og ný samfella að taka við sem sýnir hæga fjölgun kvenna í stöðum sem veita völd og áhrif. Ennfremur er ekki hægt að líta á úrslit kosninganna 1990 sem undantekningu frá hraðri „uppleið kvenna í stjórnmálum" þar sem næstu kosningar á eftir (1994) festu hina hægu þróun enn meira í sessi. Það sem dregur fram enn dekkri mynd af þró- uninni er sú staðreynd að konum fjölgar hlutfallslega ekkert meðal bæjarstjórnar- fulltrúa eftir síðustu kosningar og fækkar auk þess verulega sem varamönnum í bæj- arstjórnum. í stuttu máli hefur konum því fækkað innan bæjarstjórna eftir kosningarnar 1994. Jákvæðari niðurstaða fæst þó þegar litið er til þátttöku kvenna í nefndastarfi en á þeim vettvangi hefur konum fjölgað nokk- uð. Sú aukning er jákvæð í þeim skilningi að með nefndastarfi hefst ósjaldan ferill einstaklinga innan bæjarstjórna en vert er samt að minnast þess að nefndarseta veitir ekki sömu völd og áhrif og seta í sveitar- stjórninni sjálfri. Einnig hefur þeirri tilgátu verið haldið á lofti að konum sé bætt upp slæmt gengi í kosningum með aukinni nefndasetu. Með því er vísað til þess að þrátt fyrir að á milli kjörtímabila sé ágætt samræmi á því hlutfalli kvenna sem situr í nefndum kaupstaða og kvenna í bæjar- stjórn þá eru konur nær undantekninga- laust nokkuð færri meðal bæjarstjórnarfull- trúa en meðal nefndarmanna. Hlutfall kvenna fylgir stærð sveitarfélags Líkt og úrslit fyrri kosninga sýna þá eru konur færri í sveitarstjórn eftir því sem sveitarfélög eru minni. Konur eru fæstar í hreppsnefndum innan minni hreppa en flestar í bæjarstjómum kaupstaða. Skipting kvenna og karla í aðal- og varamannasæti er einnig reglubundið. Konur em sem áður fleiri meðal varamanna í bæjarstjómum en meðal aðalmanna og hið öndverða á við um karla.4 Ef eingöngu er litið á kaupstaðina þá varpar þetta ljósi á ólíka uppröðun kvenna og karla á framboðslistum þar. í efstu þremur sætunum sitja rúmlega 14% af öllum konum í framboði en hlufallið fyrir karla í framboði er tæplega 20%. Konur eru samkvæmt þessu um 31% þeirra sem sitja í efstu þremur sætum listanna en karlar þ.a.l. í 69% þeirra sæta. Enn sjaldgæfara er að kona vermi efsta sæti hvers lista, þar er hlutfallið 17% á móti 83%. Þegar sveitarfélög eru flokkuð og skil- greind með tilliti til íbúafjölda og gerðar Tafla 1. Fjöldi kvenna í sveitar- og bæjarstjórnum frá 19781 1978 Allar sveitarstjórnir (%) 6 Bæjarstjórnir (%) 9 1982 13 19 1986 19 29 1990 22 32 1994 25 32 16

x

Brennidepill

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.