Brennidepill - 01.03.1998, Page 17
(fjölda starfandi nefnda á vegum viðkom-
andi sveitarfélags) má sjá hlut hvers sveit-
arfélagshóps fyrir sig.5 Líkt og sést á töflu 1
eru konur enn 32% bæjarstjórnarfulltrúa.
Tímamótakosningarnar 1982, þar sem kon-
um fjölgaði um 10% í bæjarstjórnum, voru
því upphafið að jákvæðri þróun sem stóð
hins vegar stutt yfir. Kosningaárið 1986
fjölgaði konum í bæjarstjómum verulega.
Líkt og meðal kaupstaða hefur hlutur
kvenna í hreppsnefndum kauptúna staðið í
stað. Þetta hlutfall hefur staðið óbreytt í 24%
milli kosninganna 1990 og 1994. Konum
hefur hins vegar fjölgað lítillega í hrepps-
nefndum minni hreppa milli kosninganna,
voru 17% hreppsnefndarfulltrúa 1990 en eru
nú rúmlega 21%. Fjölgun kvenna í sveitar-
stjómum landsins í 25% má því að öllu leyti
rekja til breytinga á kynjasamsetningu í
hreppsnefndum minni hreppa.
Sveitarstjómir þar sem engin kona sit-
ur hafa í skilningi fræðikonunnar Drude
Dahlerup verið kallaðar „Svartir blettir".
Slíkum „blettum“ hefur fækkað með árun-
um og eru nú rúmlega 19% allra sveitar-
stjórna með enga konu í stjórn í stað 28%
eftir 1990. Hins vegar eru tveir kaupstaðir
án konu í bæjarstjóm í stað eins áður.6 Því
má rekja fækkun á sveitarstjórnum án
kvenna til breyttrar kynjasamsetningar
sveitarstjóma (hreppsnefnda) meðal kaup-
túna og minni hreppa. í þremur bæjum
mynda konur hins vegar meirihluta í bæj-
arstjóm en ná þó hvergi 60% hlut.7 í 27 bæj-
um fara karlar þó yfir það hlutfall og í 7 af
þessum bæjum nær hlutur þeirra að vera
yfir 80% af fulltrúum í bæjarstjórninni.
Þegar á heildina er litið er sveitarfélögum
því áfram stýrt af körlum.
Framboðshlutfall kvenna
og kosning
Samræmi á milli hlutfalls kvenna af fram-
bjóðendum í bæjum og kjörnum bæjar-
stjórnarfulltrúum hefur aukist líkt og sjá
má á töflu 2. í því samhengi skiptir máli að
í kosningunum 1994 voru færri konur í
framboði en í kosningunum 1990. Eftir
1990 voru konur um tíu prósent fleiri sem
frambjóðendur en sem kjörnir fulltrúar. í
samræmi við þetta hafa karlar í báðum
kosningum náð hlutfallslega betri kosn-
ingu en frambjóðendahlutfall þeirra gefur
til kynna. Þessi mismunur á hlutfalli fram-
bjóðenda og kjörinna fulltrúa eftir því hvors
kyns þeir eru dregur því upp mynd af því
hvemig kynin raðast á framboðslistana.
Af niðurstöðum tveggja síðustu sveitar-
stjórnarkosninga má einnig sjá að þó kon-
Tafla 2.
Frambjóðendur, fulltrúar og varafulltrúar í
hlutbundnum sveitarstjórnarkosningum 1990 og 1994
1990
Frambjóöendur 31 kaupstaöar
Konur: 842 (41,2%)
Karlar: 1201 (58,8%)
1994
Frambjóöendur 33 kaupstaöa
konur: 785 (38,3%)
Karlar: 1262 (61,7%)
Fulltrúar 31 kaupstaöar
Konur: 81 (31,5%)
Karlar: 176 (68,5%)
Fulltrúar 33 kaupstaöa
Konur: 89(31,9%)
Karlar: 190 (68,0%)