Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 18
Tafla 3. Konur I framboði og sem kjörnir aðal- og varafulltrúar fyrir „Fjórflokk" í bæjarstjórn- arkosningum 1994. Hlutfall fyrir karla í sviga. % Alþýðufl. Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag Framboö 38,5 (61,5) 34,4 (65,6) 32,6 (67,7) 45,2 (62,5) Kj.aðalmenn 21,7 (78,3) 25,0 (75,0) 32,3 (67,7) 37,5 (62,5) Kj.varamenn 30,4 (69,6) 36,5 (63,5) 33,2 (66,7) 37,5 (62,5) um fækki hlutfallslega sem frambjóðendum í bæjum 1994 þá fækkar þeim ekki hlut- fallslega meðal þeirra sem ná þá kjöri. Kon- ur í framboði sem „vantar“ í kosningunum 1994 hafa því verið neðarlega á listum og kemur það fram í fækkun kvenna meðal varafulltrúa en ekki meðal aðalfulltrúa. Áhrif færri kvenna í framboði á Ijölda kjör- inna kvenna sem aðalmanna (fjölda kvenna í „efri sætum" lista) geta þó hafa verið þau að fjöldi kvenna stendur í stað í hinum „efri sæturn" og þ.a.I. meðal kjör- inna bæjarstjórnarfulltrúa. Af því má sjá að konur hafa þrátt lyrir alit haldið í „sín ör- uggu“ sæti á framboðslistum þó þær væru færri í framboði. Sömu ályktun má draga af því að fleiri konur ná nú kjöri af þeim sem bjóða sig fram. Af þeim konum sem buðu sig fram 1994 náðu um 11% kjöri en 1990 var þetta hlutfall rúmlega 9%. Möguleikarn- ir á því að ná kjöri virðast aukast þar sem konureru færri í framboði. Með tilliti til þessara niðurstaðna ber að stefna að því að konur taki bæði „öruggari" framboðssæti á listum og þeim fjölgi meðal frambjóðenda ef vænta á breytinga á hlut- falli kvenna og karla í sveitarstjórnum. Hægt er að gera ráð fyrir að því fleiri konur sem taka þátt í kosningum, þeim mun meiri möguleiki sé á að þeim fjölgi sem bæjarfulltrúum. Meðal karla í framboði náðu 15% kjöri 1994 en þar áður tæplega 15% eða svipaður fjöldi. Karlar dreifast því svipað á listana 1994 og 1990 þrátt fyrir að þeir hafi verið fleiri í framboði í seinni kosningunum. í samræmi við ofangreindar ályktanir hafa þeir karlar sem „bæst hafa við“ í framboði tekið sæti neðarlega á list- um eða hin „óöruggu" framboðssæti. Verkaskipting kvenna og karla Verkaskipting kynjanna í nefndum innan bæjarstjóma er enn nokkuð hefðbundin ef marka má úrslit síðustu kosninga. Sem dæmi má nefna að konur eru ekki nema 9% allra þeirra sem starfa í hafnarnefnd- um/ráðum í bæjum en hvergi ná karlar að vera fjarverandi að því marki í heilum málaflokki. Byggingamefndir eru þá sömu- leiðis miklar karlanefndir. Innan félags- málaráða (sem oft eru jafnframt jafnréttis- nefndir), öldrunarnefnda og skólanefnda sitja konur helst. Breytingu milli tveggja síðustu kosninga á kynjasamsetningu er að finna innan umhverfisnefnda og skóla- nefnda en á vettvangi þessarra tveggja málaflokka fer körlum fjölgandi. Ef greina á málaflokk þar sem konur eru að færast inn á mætti helst nefna húsnæðisnefndir sem hafa yfir fleiru að segja en áður í kjölfar breyttra laga um verkefni þeirra. Meginniðurstaðan er þó sú að karlar sækja mun meira í hefðbundnar „kvenna- nefndir“ en einungis um 8% allra nefnda eru nú án karls. Eftir 1990 voru 43% allra nefnda án konu en eftir 1994 fækkar slíkum nefndum lítillega og eru 40% nú. Nefndum þar sem konur eru í meirihluta („kvenna- nefndir“) Qölgar milli kosninganna (úr 25% í 30% allra nefnda) og þar að auki hækkar það hlutfall kvenna sem starfar í „kvenna- nefndunum", fer úr 65% í 67%. Til viðbótar hafa litlar breytingar átt sér stað á vali bæjarstjórna eða bæjarráða á einstökum fulltrúum í samstarfsnefndir sveitarstjórna. Líkt og áður er nær alltaf karl valinn í slíkar nefndir. Svipaða sögu má segja varðandi þá einstaklinga sem velj- ast í bæjarráð. Tæplega Qórðungur bæjar- og borgarráðsmanna eru konur eftir 1994. Það sýnir lítillega fjölgun þeirra á þessum mikilvæga vettvangi frá því í kosningunum 1990 (úr 22% í 24%). Þetta er forvitnileg niðurstaða í ljósi þess að konur eru ekki síður að hasla sér völl á vettvangi hefð- bundinna karlaverkefna á sviði menntunar og atvinnulífs. Annars konar niðurstaða fæst þegar litið er á æðstu embætti innan bæja. Konum hefur fjölgað jafnt og þétt sem forsetum bæjarstjórna og aukningin verið frá 22% í kosningunum 1986 til 35,5% eftir síðustu kosningar. Hins vegar er engin kona bæjarstjóri meðal 30 kaupstaða en eini borgarstjórinn á landinu er kona. Einnig eru karlar enn flestir oddvitar kaup- túna þar sem konum hefur fækkað meðal þeirra í því embætti úr tæplega 14% 1990 í 13% 1994. Það er í samræmi við að konum hefur lítillega fækkað meðal hreppsnefnd- arfulltrúa innan kauptúna. Meðal oddvita minni hreppa eru konur þónokkuð fleiri eftir 1990 enda hefur konum fjölgað sem hreppsnefndarfulltrúum frá síðasta kjör- tímabili. Nú eru konur 11,5% þeirra sem 18 l.tbl. 1998

x

Brennidepill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.