Brennidepill - 01.03.1998, Side 19

Brennidepill - 01.03.1998, Side 19
„Konur eru hlut- fallslega fæstar í hreppsnefndum minni hreppa en flestar í bæjar- stjórnum kaup- staöa. “ „Sveitarstjórnum þar sem engin kona situr, „svörtum blett- um“, hefur fækk- að meö árunum. “ „Þegar á heildina er litió er sveitar- félögum áfram stýrt af körlum. “ taka að sér æðsta embætti hreppsins en áður voru þær 7%. Þegar æðstu embætti allra sveitarfélaga samtals eru skoðuð í heild eru konur þó ekki nema 11% þeirra sem verma hin mikilvægu sæti. Af fjölda kjörinna kvenna af listum hvers flokks má greina hvernig konur dreifast á framboðslista stjórnmálaflokk- anna.8 Fæstar konur eru kjörnar af listum Alþýðuflokksins (22%) en flestar konur ná kjöri af listum Alþýðubandalags (37,5%). í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn finnast hins vegar fæstar konur (33% af öllum frambjóðendum flokksins) en flestar konur bjóða sig fram fyrir Alþýðubandalag (45%). Hinar fáu konur sem taka sæti á listum Sjálfstæðisflokks má því kalla „sterkar kon- ur“ þar sem hlutfall kvenna af kjömum full- trúum flokksins (32) er nokkuð hærra en hjá Alþýðuflokki. Erfitt er samt að segja til um hvort konum myndi fjölga verulega í efri sætum á D-listum ef þeim fjölgaði í framboði í heild fyrir flokkinn. Niðurstöður kosninganna í kaupstöðum vekja athygli á þeim aðferðum sem flokkar nota til uppröð- unar á sínum listum. Hvort stillt er upp á framboðslista innan flokksráðs eða hvort prófkjör er notað skiptir miklu máli þegar skoða skal hverjir lenda í hinum efstu sæt- um þeirra. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að prófkjör eru ekki hentug þeim sem hafa lítinn tíma, lítið fjármagn og lítil tengsl í helstu valda- og áhrifastofnanir eða fyrirtæki bæjarins. Slíkar bjargir finnast í mun minna mæli í heimi kvenna og því skiptir sú aðferð sem valin er til uppstilling- ar á lista í hverjum bæ miklu máli fyrir kon- ur. Staðan á Norðurlöndum Staða kvenna í sveitarstjórnum á hinum Norðurlöndunum er ólík þeirri sem er hér á landi. í Svíþjóð er því sem næst jafnt kynja- hlutfall í fulltrúasætum sveitarstjórna. Hlutur sænskra kvenna er 41% í sveitar- stjórnum eftir kosningarnar 1994 en í Finnlandi nú 31% og í Noregi 33%. Dan- mörk sýnir nokkuð lægra hlutfall kvenna í sveitarstjórnum alls landsins eða 28%. Vert er að líta til þessara ríkja (sérstaklega til Svíþjóðar en í Noregi náðu konur einnig góðum árangri eftir kosningarnar 1987 og fylltu þá rúmlega 31% sæta sveitarstjómar- fulltrúa alls landsins). Kosninga- og flokka- kerfi sem og önnur samtakamyndun (sér- staklega kvennapólitísk) skiptir máli þegar finna skal orsök mismunandi stöðu kvenna milli ríkja. Skýringar geta þar fyrir utan ver- ið aðrar og náð til fleiri þátta, s.s. gerðar og uppbyggingu ríkisvalds og þátttöku þess í að fjölga konum í áhrifastöðum. Þar að auki þarf að skoða af hverju þróunin til aukningar á hlut kvenna innan sveitar- stjórna hófst um tíu árum seinna á íslandi en á hinum ofantöldu Norðurlöndum.9 Einnig væri vert að kalla fram skýringar á því af hverju þróunin hófst mun fyrr í Finn- landi.10 Einn áhrifaþáttur af mörgum er líkt og minnst var á hér að ofan stærð sveitarfé- lags.1 11 í samræmi við það var reynslan í Noregi á 7. áratugnum sú að sterk fylgni sé á milfi sameiningar sveitarfélaga - stækk- un sveitarfélaga- og fjölgunar kvenna með- al kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa.12 Sú endumýjum og oft á tíðum enduruppbygg- ing stjórnsýslu sveitarfélaganna sem á sér stað virkar sem hvati fyrir konur. Jafnframt því að kosningaþáttaka er meiri í hinum stóru og þéttbyggðu sveitarfélögum þá bjóða fleiri fram og meiri líkur eru á að fleiri listar bjóði fram undir hlutfallskosn- ingafyrirkomulagi. Þetta hefurverið skýrt á þann veg að því stærri og þéttbýlli sem sveitarfélög verða þeim mun pólitískari verði þau. Vísað er til aukinnar samkeppni í kosningum þar sem fleiri (listar) bjóða fram en ekki fáir einstaka frambjóðendur líkt og tíðkast í litlum hreppum. Þessu til stuðnings er einnig bent á að konur eru ávallt færri meðal kjörinna fulltrúa þegar tveggjaflokka kosningakerfi eru valin og einmenningskjördæmi em við lýði en þar sem hlutfallskosningar fara fram.13 Við stækkun sveitarfélaga má líka benda á að viðfangsefnin verða fleiri og fjölbreyttari. Því er rökrétt að ætla að fleiri hópar en karl- ar á miðjum aldri láti sig stjórn bæjarins varða. Lokaorð Reynslan af sameiningu sveitarfélaga í Noregi getur innihaldið hluta skýringarinn- ar á því af hveiju konum hefur ekki fjölgað innan bæjarstjóma og hreppsnefnda kaup- túna á íslandi, þ.e. að konum hefur ekki fjölgað meira en raun ber vitni í sveitar- stjórnum á landsvísu. Sú sameining sem hefur orðið á síðasta kjörtímabili hér á landi hefur fyrst og fremstverið sameining minni hreppa innbyrðis eða á þann veg að kaupstöðum hefur ekki fjölgað og stækkun þeirra orðið takmörkuð. Fyrir utan skýr- ingagildi þessa þarf að kanna enn frekar hvaða aðferðir stjórnmálaflokkamir velja til að stilla frambjóðendum á lista sína í kaup- stöðum. Annað sem vert er að kanna til að fá svör við þeim spurningum sem í upphafi voru reifaðar er umhverfi sveitarstjórnar- mannsins. Lág laun fyrir sveitarstjórnar- störf gæti m.a. verið hindrun fyrir konur með lág laun og börn á framfæri. Hins veg- ar eru það stjórnmálaflokkarnir sem hafa valið hveijir fá að bjóða fram og ná kjöri og það er fyrst og fremst innan stjórnmála- flokkana sem frambjóðandinn þarf að ná í stuðning til að starfa í sveitarstjórn. Heimildir Boynton, Ing-Mari & Österberg, Christina. Women and men in the Nordic countries: facts on equal opportunitiesyesterday, today and tomorrow. (1994). Nordic council ofministers, Copenhagen. Linda H. Blöndal (1997). Konurísveitarstjórn- um 1994-1998: úrslit sveitarstjórnarhosninga 1994 með tilliti til stöðu kvenna. B.A. -ritgerð við Hdskóla íslands. Lovenduski, J. &Norris,P. Gender and party politics. (1993): SAGEpublication, London. Raaum C. Nina (ed.). Kjönn ogpolitikk. (1995), Tano, Oslo. Neðanmálsgreinar 1 Sveitarfélög á landinu eru hér flokkuð í þrennt eftir stærð og gerð. Sveitarfélög sem hér eru talin sem kaupstaðir hafa annað hvort formleg kaupstaðarréttindi (þó mögulega undir 1000 manna byggð) eða íbúa sem telja yfir 1000 manns ásamt stjórnsýsluuppbyggingu sem er af sömu eða mjög líkri gerð og hjá hinum sem formlega kallast kaupstaðir eða bæir. Kauptún eru hér þau sveitarfélög sem hafa fjölda nefnda starfandi og hafa í langflestum tilvikum ráðið til sín sveitarstjóra. Öll önnur sveitarfélög flokkast þá sem minni hreppar. Sveitarstjórnir þýða allar sveitarstjórnir samtals: bæjarstjórnir (vísar eingöngu til hinna 33 kaupstaða), hreppsnefndir kauptúna og minni hreppa. 2 í úttekt á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna 1994 má sjá að konur eru 25% allra sveitarstjórnarfulltrúa lands- ins en það er sama hlutfall og konur telja nú sem alþingis- menn. 3 Konum fjölgaði úr 29% í 31,5% af bæjarstjórnarfulltrúum í kjölfar kosninganna 1990 og eftir 1994 fjölgaði konum ekki neitt líkt og sjá má á töflu 1. 4 Þetta á líka við um varamenn í hreppsnefndum kauptúna. í fæstum vilvikum eru hins vegar varamenn fyrir hrepps- nefndarfulltrúa í minni hreppum. 5 Hér eru Gerðahreppur og Ölfushreppur taldir til kaupstaða enda uppfylla hrepparnir öll skilyrði til að teljast bæir s.s. nægan íbúafjölda skv. upplýsingum frá félagsmálaráðuneyt- inu íjúlí 1997. 6 Þessir bæir eru Eskifjörður og Ölfushreppur. 7 Þetta eru bæirnir Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Reykjavík. 8 í umræddri úttekt voru framboðslistar metnir sem svo að ekki væri um að ræða neinn af „Fjórflokki“ nema bæði lista- bókstafur og nafn flokks stæði saman. Með því var reynt að fá fram „hreina" flokkslista ef svo má að orði komast. 9 Þessa fullyrðingu má finna í lokaritgerð (BA) Önnu Mar- grétar Jóhannesdóttur: Staða kvenna í stjórnmálum á ís- landi 1960-1990 (1990), bls.40. 10 Konur í Finnlandi fengu mun fyrr kosningarétt og kjör- gengi til þings og státuðu mörgum árum fyrr af þingkonu/m en kynsystur þeirra á hinum Norðurlöndum. Réttinn til sveitarstjórnarkosninga fengu finnskar konur þó mun seinna en aðrar norrænar konur eða árið 1918! 11 Aðrir þættir eru t.a.m. menningarlegir sem greinast á þeim mun á milli landssvæða á aukningu kvenna í sveitar- stjórn og æðstu embætttum sveitarfélagsins. 12 Politisk representasjon, í Nina C. Raaum (ed.). Kjönn og politikk (1995), Tano, bls.93-94. 13 Norris, P. Comparing legislative recruitment and parties, í J. Lovenduski & P. Norris: Gender and party politics (1993): SAGE publication, London. l.tbl. 1998 Brennidepiii 19

x

Brennidepill

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.