Brennidepill - 01.03.1998, Síða 22

Brennidepill - 01.03.1998, Síða 22
„Þaö er ekki til nein ein rétt teiö að fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, en þær þurfa stuöning annarra kvenna og ekki síður karia. “ „Stjórnmálaflokk- arnir eru þrátt fyrir allt þaö tæki sem þarfaö nota tilaö koma kjömum full- trúum aö í sveitar- stjórnirnar." Hverjar ætla að hætta? AÐALMENN VARAMENN fjöldi kjörtímabila fjöldi kjörtímabila 1 kj.t. 2 eöa fl. lkj.t. 2 eða fl já 18% 16% 30% 20% nei 59% 68% 43% 80% óákv. 23% 16% 27% _ voru beðnar um eða hvattar til að gefa kost á sér til pólitískra starfa. Langflestar voru í virku starfi innan sinna samtaka. Rétt 81% varamanna svara þessari spurningu játandi og 63% aðalmanna. Þessari spurningu var fylgt eftir og spurt hvort þær hafi verið virk- ar áður en þær samþykktu að fara á listann og hvort þær teldu að það hafi haft áhrif á að þær voru beðnar um að taka sæti á list- anum. Rétt 44% sögðust hafa verið virkar áður og aðeins örfáar þeirra töldu að það hafi haft einhver áhrif á að þær voru hvatt- ar til að fara í framboð. Þessar niðurstöður benda til þess að virkni innan eigin samtaka skipti ekki miklu máli - að mati kvennanna. Eigum við þá yfirleitt að vera að hvetja þær til að taka virkari þátt í starfi stjórnmálaflokka? Jafnréttisráð hefur hvatt til aukinnar þátt- töku kvenna innan stjórnmálaflokkanna en jafnframt lagt áherslu á að slíka virkni þurfi að skipuleggja og að hún eigi að hafa það að markmiði að gera konur sýnilegri og þá um leið að möguleikar þeirra til áhrifa og valda verði meiri. Stjórnmálaflokkarnir eru þrátt fyrir allt það tæki sem þarf að nota til að koma kjörnum fulltrúum að í sveitarstjórn- imar. Samstarf við aðrar konur Því er oft haldið fram að það skipti máli fyr- ir konur sem taka þátt í pólitískum störfum, hvort heldur það er sem kjörnir fulltrúar eða tilnefndir í opinber ráð og nefndir, að þær séu þar fleiri en ein. Niðurstöður er- lendra rannsókna benda til að svo sé1 2 3 og það sama segja konur sem hafa verið virkar í pólitísku starfi.4 Álit íslenskra sveitar- stjórnarkvenna er ekki eins afdráttarlaust hvað þetta varðar. Til að komast að þessu mati kvennanna var spurt um reynslu þeirra af nefndarstörf- um, samvinnu við aðra nefndarmenn og hvort samstarfsaðilarnir væru konur. Um 76% þeirra sögðust starfa með öðrum kon- um í nefndum og aðeins 13% voru einu konurnar í viðkomandi nefnd. Þetta bendir til að langflestar séu í einhverri samvinnu við aðrar konur. Af þeim sem eru „einar“ eru aðeins 6 sem sakna þess að hafa ekki stuðning frá öðrum konum. Og þær til- greina sömu eða mjög svipaðar ástæður, þ.e. að „konur hafa önnur sjónarmið en karlar og þær telja að aðrar konur muni styrkja þær“. Þær voru síðan spurðar hvort það skipti þær máli að það starfi fleiri konur en þær í nefndunum. Svörin skiptust í tvo svo til jafna hópa, já sögðu 49,5% og nei 50.5%. Þær voru beðnar um að röksfyðja svarið og má segja að eftirfarandi setning skýri af- stöðu og reynslu þeirra sem svöruðu því neitandi að fleiri konur í nefndum skiptu máli; „ef fólk er virkt og vinnur vel skiptir kyn ekki máli“. „Konur hafa stuðning hvor af annarri, reynsla þeirra og upplag er annað en karla“ er aftur sjónarmið þeirra kvenna sem telja að samvinna við aðrar konur skipti máli. Reynsla þeirra bendir til að samvinna við aðrar konur skipti þær máli - vegna þess að þær eru konur. Aðeins 9 leggja áherslu á blandaðan hóp fulltrúa, þ.e. að sjónarmið bæði karla og kvenna þurfa að vera til staðar. Ein þeirra tekur neikvæða afstöðu vegna reynslu af samstarfi við konur - hún segir þær „óöruggar og tortryggnar". Allar hinar eða 32.5 % af þeim sem tóku þátt í könnun- inni leggja áherslu á sérstöðu kvenna, lífs- sýn þeirra og reynslu auk þess sem þær telja að konur skapi betri vinnuanda og að með samvinnu þeirra náist oft samstaða í mikilvægum málum þvert á pólitíska flokka. Að lokum Hvorki í könnuninni né í þessari grein var fjallað um leiðir til að fjölga konum í hópi sveitarstjórnarmanna. í bæklingnum „Nú er lag - fleiri konur í sveitarstjórnir og fleiri konur á þing,“ sem Jafnréttisráð gaf út 1989, er bent á nokkrar mögulegar leiðir og í bókinni „Nú er kominn tími til“ er fjall- að mun nánar um þær og margar aðrar. Þar er t.d. lýst einstaka aðgerð kvennahópa frá mörgum pólitískum samtökum og velt fyrir sérárangri þeirra. Jafnréttisráð hefur alltaf lagt áherslu á að samstaða og samvinna kvenna sé for- senda fyrir árangri. Þær verða að vinna saman - hvort heldur það er í formlegum eða óformlegum samtökum innan flokk- anna auk þess sem áherslan á samvinnu beggja kynja hefur vegið æ þyngra á undan- förnum árum. Jafnframt hefur Jafnréttis- ráð lagt áherslu á að það er ekki til nein ein rétt leið - þeir eru óteljandi stígarnir og öngstrætin sem konur þurfa að þræða - og þær þurfa stuðning annarra kvenna og ekki síður karla. Neðanmálsgeinar 1 Úrslit sveitarstjórnarkosninganna 1994 með tilliti til stöðu kvenna. Útg. Skrifstofa jafnréttismála 1997. Höfund- ur Linda Blöndal. Sjá grein hennar hér að framan. 2 Reynsla og viðhorf kvenna í sveitarstjórnum 1986-1990. Útg.: Jafnréttisráð 1990. Höfundur StefaníaTraustadóttir. 3 Norske Kommunestyrer - Plass for kvinner ?, Útg. Uni- versitetsforlaget, Oslo 1986. Höfundar Hellivik, Ottar og Skard, Torild. 4 Sbr. viðtalsbókina „Blomster og Spark, Samtaler med kvindelige politikere i Norden. Útg. Norræna ráðherra- nefndin, 1985. Höf. Drude Dahlerup, og handbókina „Nú er kominn tími til, leiðarvísir fyrir konur í stjórnmálum“. Útg. Norræna ráðherranefndin 1988. |j|| l.tbl. 1998

x

Brennidepill

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.