Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 4
2 SVEITARSTJÓRNARMÁL Áður en gengið væri til dagskrár bar formaður upp þá tillögu að skipta fund- inum i þrjár nefndir: útsvarslaganefnd, allherjarnefnd, og þingfararkaupsnefnd. Var sú tillaga samþykkt og nefndirnar skipaðar þannig: Ú tsvarslaganefnd: Ölafur B. Bjömsson, Akranesi, form. Jóhann Hafstein, Reykjavík. Kristján Bjartmars, Stykkishólmi. Lúðvík Jósefsson, Neskaupstað. Jón Jónsson, Hofshreppi. . Gísli Jónsson, Hraungerðishreppi. Jónas Magnússon, Kjalarneshreppi. A llsherjarnefnd: Þorleifur Jónsson, Hafnarfirði, form. Jón Axel Pétursson, Reykjavik. Sigurgrimur Jónsson, Stokkseyri. Ásmundur B. Ölsen, Patreksfirði. Halldór Guðlaugsson, Hrafnagilshreppi. Björn Bjarnason, Reykjavik. 1 stað Björns Bjarnasonar, sem aldrei mætti á fundinum og Ásm. B. Ólsen, sem varð að fara heim morguninn 6. desem- ber, mættu í þessari nefnd þeir Björn Jó- hannesson og Björn Finnbogason. Þingfararkau psnefnd: Klemens Jónsson, gjaldkeri. Magnús Þ. Öfjörð, Gaulverjabæjarhr. Guðmundur Guðlaugsson, Akureyri. Var þá gengið til dagskrár og tekið fyrir: 1. Frumvarp til laga um útsvör. (2 dag- skrármál). Framsögu hafði Jón Gauti Pét- ursson, sem verið hefir i stjórnskipuðu nefndinni, er frumvarpið samdi. Að fram- söguræðu lokinni var málinu vísað til út- svarslaganefndar. Skilaði hún áliti næsta dag. Framsögumaður nefndarinnar var Lúð- vík Jósefsson. Gerði hann grein fyrir at- hugun nefndarinnar á frumvarpinu. Vék hann sérstaklega að því, að nefndin hefði haft svo skamman tíma til starfa, að tnn athugun á einstökum atriðum til fyllstu hlítar gæti ekki orðið að ræða. En nefndin hefði haft samráð við og rætt ýms atriði við Gunnar Viðar, sem væri einn nefnd- armanna, sem undirbúið hefði frumvarpið. Þá hefði borgarritarinn í Reykjavík starfað með nefndinni og hún einnig fengið bend- ingar frá formanni sambandsins. Lagði hann síðan fram álit nefndarinn- innar svohljóðandi: ..Fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga telur að fyrirliggjandi frum- varp til laga um útsvör sé til bóta frá gild- andi útsvarslögum, og mælir með því, að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi það er nú situr os nái fram að ganga. Fundurinn telur þó, að gera þurfi á frumvarpinu nokkrar breytingar og vill meðal annars benda á þessar: 1. Ákvæði frumvarpsins um útsvar at- vinnusveitar á viðleguskip, eða útgerð- ir, sem að nokkru hafa rekstur sinn utan heimilissveitar, falli niður þann- ig: Niður falli 5. og 6. liður 5. gr. frum- varpsins og tilsvarandi ákvæði 6. gr. 2. Að ákvæði frumvarpsins um heimild atvinnusveitar til útsvarsálagningar á einstaklinga, sem eiga heimili utan at- vinnusveitar falli niður og verði gengið útfrá, að heimilissveit ein leggi útsvar á og renni það allt til hennar. Til vara bendir fundurinn á, að hækka verði tekjuhámark 7. liðs 5. gr. úr 4000 í 6000 kr. og leggi bá heimilis- sveit útsvar á, en skipti fari fram. á milli atvinnusveitar og heimilissveitar á svipaðan hátt og nú er, og þá horfið frá hugmyndinni um gjaldársútsvar til atvinnusveitar. 3. Fundurinn telur ákvæði 2. og 4. liðs 5. gr. mjög vafasöm og óljós. 4. 20. gr. sé breytt þannig að tvímæla- laust sé tryggður réttur sveitarstjórnar til þess að reka mál sín fyrir ríkis- skattanefnd. Skal tilkynna sveitar- stjórn um kæru er hana varðar, og henni gefinn kostur á að leggja fram gögn sín svo að vel komi fram sjcnar- mið sveitarstjóma um álagningar.“ Um nefndarálitið urðu talsverðar um- ræður og tóku til máls auk framsögumanns Lúðvíks Jósepssonar, Guðmundur Guð-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.