Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 16
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL „TIL KONUNGS. Fyrir Alþingi hefir verið framborin bænarskrá, undirskrifuð af 203 búandi mönnum í Skagafjarðarsýslu, sem beiðist þess, að þingið allraþegnsamlegast sendi Yðar hátign bænarskrá um, að leyfð verði uppsigling til verzlunar á sjó við Sauðár- krók, sem er vík sú af Skagafirði, sem leingst nær inn, vestan Héraðsvatna. Mál þetta var feingið 3 manna nefnd til ihugunar, og síðan rædt á 2 aðalfundum, og leyfir þingið sér nú allraþegnsamlegast að láta álit um það í ljós á þessa leið. Þing- inu fannst það mæla til hlitar fram með bænarskránni að ef hún feingi Yðar Há- tignar allramildilegustu áheyrslu, þá yrði mörgum bændum sparaður mikill ferða- kostnaður og mikil tímatöf við kaupstaða- ferðir. og að hins vegar ekki eru líkindi til, að verzlan þeirra tveggja fastakaupmanna, sem höndlun hafa lángt út með Skaga- firði austanverðum í Hofsós og Grafarós (sem liggja fyrir sömu höfn), yrði að óstöðugri fyrir það þvi margir fara opt, eins og nú er úr Skagafjarðardölum með vörur sínar til Akureyrar, og margir, sem vestan til búa í firðinum til Skagastrand- ar; þó bæði þessir og hinir eigi yfir lánga og örðuga fjallvegi að sækja, kjósa þeir þetta heldur en að sæta skemdum á vör- um sínum í Héraðsvötnunum og fleiri vötnum á kaupstaðarleiðinni, eða að verða að kaupa sér ferjur og tefjast við að láta ferja vörur sínar. Þingið fann einnig, að það mætti fremur verða þeim Skagfirzku fastakaupmönnum til hags en óhags ef sá eini lausakaupmaður, sem vanur er að koma á Hofsóshöfn, verzlaði heldur eða með fram á Sauðárkróki. Þar eð þingið varð á álíta bænarskrána á góðum rökum bygða, féllst það. svo að segja í einu hljóði (með 20 atkvæðum gegn 2), á það, að því bæri að mæla með þvi við Yðar Hátign, að sjóverzlun yrði leyfð á Sauðárkróki. Fyrir því leyfir þingið sér í dýpstu auð- mýkt að beiðast þess: Að Yðar Hátign allramilidlegast mætti þóknast að veita kaupmönnum leyfi til sjóverzlunar á Sauðárkróki í Skagafjarðarsýslu í Norður- amtinu. Th. Sveinbjörnsson. H. Jónsson. Til stuðnings bænarskrá Skagfirðinga um verzlunarleyfi á Sauðárkróki, senda 15 bændur í Austur-Húnavatnssýslu Al- þingi 1849 bænarskrá. sem lögð var fram á 4. fundi Albingis, 5. júlí 1849 svohljóð- andi: „BÆNARSKRÁ HÚNVETNINGA. Það hefur bæði verið fundinn og viður- kenndur hagur fyrir land vort í mörgu tilliti, að þeir staðir fjölgi, er lausakaup- mönnum leyfist að verzla á við landsbúa. þess vegna hafa ménn líka úr nokkrum héruðum landsins sent Alþingi bænar- skrár þessu efni viðvíkjandi, í þvi skyni, að það frambæri ósk þeirra fyrir Hans Hátign konunginum um fjölgun þessara staða. þar sem bezt hefur þókt við eiga. — Þess kyns bænarskrá var fram borin á Al- þingi 1847 frá Skagafjarðarsýslu, um að kaupmönnum og lausakaupmönnum yrði leyfð verzlun á sjó í Sauðárkróki þar í sýslu gjörði þingið góðan róm að henni og beiddist ens sama í álitsskjali sínu til Hans Hátignar konungsins, sem bænar- skráin fór fram á. En þareð vér vitum ekki til, að þessi bæn sé heyrð, enn sem komið er, en þykj- umst í sumu tilliti sjá viðlíka hagsmuni fyrir oss að verzlun í Sauðárkróki, sem vesturbyggjar í Skagafirði sjá að henni fyrir sig, einkum með tilliti til þess, að lausakaupmenn koma hvergi síður en á Skagaströnd, því skipalegan þar er alræmd og alkunn, sem einhvör hin hættulegasta, þá leyfum vér oss hér með, undirskrifaðir austurbyggjar í Húnavatnssýslu að óska: Að Alþing allraþegnsamlegast ítreki þá bæn sína við konunginn, að Hans Hátign allramildilegast vildi veita öllum verzlun- arleyfi til sjóverzlunar í Sauðárkróki í Skagafjarðarsýslu. Austurhluta Húnaþings í júnímán. 1849.“

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.