Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL 7 sveitarfélögunum, ýxnist af því að fjárráð þeirra orki ekki að greiða allan kostnað t. d. af hælisvist manna o. fl. eða hinu, að ákvæði þeirra nái ekki til allra sérstakra atvika, er fyrir kunna að koma, þar á meðal þeirra, er af atvinnuskorti eða ör- birgð stafa. Að því leyti, sem slíkt kemur fram, er engu minna tilefni en áður til þess, að úr því sé að nokkru jafnað með almannafé, þó minna fari fyrir þeim byrðum en áður, því ætla má að annað hvort stafi þær af mjög sérstökum og óvið- ráðanlegum ástæðum, ellegar af ágöllum tryggingaskipulagsins, sem örðugt sé að bæta á annan hátt. Þá er á það að líta, að um leið og al- mannatryggingarnar létta mjög verulega byrðum af ýmsum sveitarfélögum, leggja þær og aðrar á þau. Enda þótt þeim kvöð- um sé að verulegu leyti jafnað niður á sveitarfélögin eftir afkomu þeirra og efna- hag, er bó langt frá að það sé eini mæh- kvarðinn. Einkrnn má búast við að útgjöld vegna ábyrgðar sveitarsjóðanna á persónu- iðgjöldum manna, komi að tiltölu mest fram þar, sem afkoma og efnahagur al- mennt er veikast fyrir. Er því þar um annan þátt að ræða, sem leggja bæri tii grundvallar úthlutun úr Jöfnunarsjóði fyrir sveitarfélög. Þriðji þátturinn er svo hinn almenni útsvarsþungi á hverjum stað, þegar miðað er við þær tekjur og eignir, sem undir standa. tJtreikningur sem gerður hefir verið á þeim málsatrið- um, fyrir árið 1944, leiðir í ljós, að útsvars- þunginn er mjög misjafn á þann mæli- kvarða. tJtkoman sýndi, að ef skuldlausum eignum á skattskrá var, eftir vissu hlut- falli, breytt í nettótekjur til álagningar, og ákveðinn persónufrádráttur gerður frá því, var útsvarsþunginn, í hundraðshlut- föllum af tekjum, sem hér segir: Á hvern íbúa Flokkar sveitarfélaga Útsvars- þungi Ófrádr. nettó- tekjur kr. Skuldl. eignir kr. Reykjavík Aðrir kaupstaðir (alls 8) . . Kauptún með yfir 500 íbúa önnur kauptún, sjávarþorp, Hreinir sveitahreppar (alls 11) m. m. (alls 17) ‘1.1% 12-5% 11.1% 7-8% 3-7% 8000 5500 4000 3900 3100 5750 4325 3»io 3360 4615 Aðgætandi er það við þessa athugun þessarar skýrslu, að þar er vitanlega um meSaltal að ræða í hverjum flokki. Ræður af líkum, að langt er á milh hámarks og lágmarks innbyrðis. Jafnframt er á það að líta, að sveitarfélögin hafa tekið að sér mjög mismunandi mikil verkefni tii full- nægingar þörfum manna á hverjum stað, og má búast við, að sú ástæða dragi mest sundur með sveitahreppum og öðrum sveit- arfélögum. Nú má ætla að greiðslur vegna tryggingarlaganna valdi að tiltölu meiri hækkun á útsvönnn í sveitarhreppum, þvi ýmsir þeirra höfðu lítið af samsvarandi útgjöldum að segja áður, og leiðir það tii að saman dregur með þeim og öðrum. Nánari kynni af útsvarsþunga í ýmsum sveitarfélögum, eftir þessinn mælikvarða, leiðir í liós að mikil þörf gæti verið á jöfn- un þeirra byrða, að einhverju leyti, ef við mætti koma. En vissulega er mikill vandi að meta það, hvort mikill útsvarsþungi er af þeim orsökum sprottinn, að réttmætt sé að láta hann hafa áhrif á almenna úlhlut- im úr Jöfnunarsjóði. Er með því átt við, að ef útsvarsþunginn stafar að verulegu leyti af sukki í fjármálastjóm. eða angurgapa- legum framkvæmdum á kostnað sveitar- sjóðs, er hvorki réttmætt né affarasælt að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.