Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 6
4 SVEITARSTJÓRNARMÁL fjallar um það, að fresta framkvæmd á ýmsum veigamiklum atriðum laganna, virðist nefndinni vera ljósastur vottur þess, að of snemmt sé að kveða upp nokk- urn heildardóm yfir þessum yfirgrips- mikla og vissulega merka lagabálki, um almannatryggingar. Fyrir því leggur nefndin til, að fundur- inn samþykki að beina þvi til sambands- stjórnarinnar, að hún fylgist vel með gangi þessa máls á Alþingi, og freisti þess, að beita þar áhrifum sínum í þá átt, að þær breytingar, sem á lögunum verði gerðar, hnígi að því, að sem mest samræmi kom- ist á um skiptingu þeirra gjaldabyrða, sem framkvæmd laganna hefir í för með sér, og þá einnig að þau not, sem mönnum eru ætluð samkvæmt lögunum, komi sem rétt- látlegast niður.“ Nefndarálitið var eftir nokkrar umræð- ur samþykkt samhljóða. Að morgni 6. des. kl. 9.30 var útbýtt meðal fundarmanna frumvarpi til laga um manntal og frumvarpi til laga um lög- heimili og annað heimilisfang. Hafði Jónas Guðmundsson framsögu, því Jón Gauti Pétursson hafði fengið flugfar til Akur- eyrar þennan morgun. Var frumvörpun- um báðum vísað til allsherjarnefndar og fundi síðan frestað til kl. 2. e. h. Hófst hann þá að nýju og lagði allsherjarnefnd þá fram nefndarálit um 3. og 4. dagskrár- mál, varðandi lögheimili og manntal svo- liljóðandi: „1. Fundurinn telur betur fara á því að fyrirmæli um lögheimili og manntal séu felld inn í sömu lög. 2. Fundurinn varar við því að skylda menn til að flytja hemilisfang sitt i atvinnusveit, t. d. fyrir skráningu á skip 12 mánuði eða lengur. 3. Fundurinn telur að tími til mann- talsskráningar megi ekki vera skemmri en einn mánuður. 4. Fundurinn óskar að stjórn sambands- ins komi þessum bendingum á fram- færi við rétta aðila.“ Sigurgrímur Jónsson, oddviti Stokks- eyrarhrepps hafði framsögn og gerði ítar- lega errein fyrir áliti nefndarinnar. Um málið urðu nokkrar umræður, og lagði Jóhann Hafstein fram tillögu svo- hljóðandi: .,Fundurinn telur brýna nauðsyn til þess, að sett verði í sambandi við væntan- leg ný útsvarslög, skýr lög um manntal, lögheimili og annað heimilisfang. Þar sem hins vegar hefir ekki unnizt tími til að taka afstöðu til framlagðra frumvarpa, um þessi mál, en framkomið ýmsar ábendingar í sambandi við þau, ályktar fundurinn að vísa því til stjórnar Sambandsins, að taka þessi mál til itar- legrar athugunar, og endurskoða frum- vörpin áður en þau yrðu lögð fyrir Al- þingi.“ Tillaga bessi var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum. Fleira var ekki fyrir tekið og er formað- ur hafði mælt nokkur kveðjuorð til full- trúanna sleit hann fundimnn. Jónas GuSmuncLsson, formaður. Jóhann Hafstein, ritari. Skipting Seltjarnarneshrepps. Félagsmálaráðuneytið hefir ákveðið að skipting skuli fram fara á Seltjamarneshreppi í Kjósarsýslu. Er það gert samkvæmt beiðni þeirra íbúa hrepps- ins, sem búa á Seltjamamesi, en þar hefir nú risið upp þorp með yfir 300 ibúum. Er það sann- ast mála, að skipting þessa hrepps er eðlileg og nauðsynleg, því svo má segja, að höfuðstaður lands- ins, Reykjavík, skipti hreppnum í tvo algjörlega aðgreinda hluta. öll hin nýja byggð, sem myndast hefir í Kópavogi á ekkert sameiginlegt með þeirri byggð, sem er á sjálfu nesinu. Nöfn hinna nýju hreppa verða: Seltjamameshreppur, er tekur yfir nesið allt vestan Reykjavikur og eyjamar sem til þessa hafa fylgt hreppnum, og Kópavogshrepp, sem tekur yfir alla byggð á Digraneshálsi, i Foss- vogi og Kópavogi, og bæina efst i hreppnum. Kosningar fara fram 18. janúar n. k.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.