Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 7
SVEITARSTJÓRNARMÁL 5 Jónas Guðmundsson: Magnús Sigurðsson bankastjóri látinn Hinn 27. október s. 1. varð Magnús Sig- urðsson, bankastjóri Landsbankans, bráð- hvaddur í Genúa á Italíu. Magnús Sigurðs- son hafði tekið sér frí frá störfum stuttan tíma og ætlaði að hvíla sig suður við Mið- jarðarhaf og í Sviss fram eftir vetrinum og var dóttir hans í för með honum. Er þau komu á gistihús það, sem þeim hafði verið útvegað í Genúa, hneig Magnús Sigurðsson niður í lyftunni á leið til her- bergis síns og var þegar örendur. Magnús Sigurðsson var Reykvíkingur. Hann var fæddur í Reykjavík 14. júní 1880 og upp alinn þar. Að honum stóðu traustar ættir af Suðurlandi. Hann varð stúdent 1901 og lauk lögfræðiprófi 1906. Aðalstarf M. S. varð við Landsbanka fs- lands. Þvi starfi tók hann við 1917 og gengdi því óshtið til dauðadags, í nákvæm- lega 30 ár. Þegar hlutlaus saga dæmir verk M. S. kæmi mér það ekki á óvart að hann yrði talinn í beim hópi manna, sem taldir verða hafa fórnað sér fyrir hugsjón sína. M. S. átti þá hugsjón,að Landsbankinn yrði sterk og öflug stofnun, sem borið gæti með sæmd allar bær byrðar, sem á hann yrðu lagðar með nokkuru viti og sanngirni. Hann átti þá ósk heitasta að geta skilað Landsbank- anum af sér til þeirra, sem við áttu að taka, sem vel stæðri stofnun og án þeirra skuldbindinga, sem síðar gætu orðið bank- anum og þjóðinni fjötur um fót. Þetta tókst honum. Við Landsbankann mun nafn M. S. ávallt verða tengt meðan sú stofnun stendur. ★ Eins og nærri má geta, átti M. S. marg- vísleg afskipti af fjármálum hinna ís- lenzku sveitarfélaga er þau þurftu á láns- fé að halda til margvíslegra framkvæmda sinna og starfsemi. Þykir því hlýða að minnast hans nú hér fáum orðum er hann er látinn. Og einmitt hér ber að minnast þeirrar starfsemi Magnúsar Sigurðssonar, sem nú sér merki i hverjmn kaupstað og öllum stærri kauptúnum þessa lands, en það er þáttur hans í byggingu verka- mannabústaðanna. M. S. var frá öndverðu formaður í stjórn Byggingasjóðs verka-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.