Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 10
8 SVEITARST J ÓRNARMÁL varp til nýrra sveitarstjórnarlaga og upp- kast að í’rumvarpi um tekjustofna sveitar- félaga, og voru þessi mál rækilega rædd þá. Frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga var afgreitt frá Alþingi 27. marz 1961 og tók gildi um seinustu áramót. Má segja, að með því hafi komizt í höfn eitt af baráttu- málum sambandsins, að sett yrði ein heild- arlöggjöf um sveitarstjórnina í landinu og er að þeirri breytingu mikill fengur. Seinasti fulltrúaráðsfundur samþykkti til- lögur um nokkrar breytingar á frumvarp- inu, eins og það þá lá fyrir og voru þær nær allar teknar til greina á Alþingi. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitar- félaga, sem rætt var á seinasta fundi í full- trúaráðinu og skýrt þá af ráðuneytisstjór- anum í félagsmálaráðuneytinu, hefur verið lagt fram á Alþingi og verður væntanlega afgreitt þaðan sem lög eftir nokkra daga. Er þar komið vel á veg annað stórmál, sem verið hefur á dagskrá landsþinga og full- trúaráðsfunda um margra ára skeið. Fjár- öflunarmál sveitarfélaganna eru nú sett upp í heildarkerfi í einum lagabálki, og horfir það mjög til bóta, enda þótt ýmis atriði mættu sjálfsagt betur fara, og sum þau ný- mæli, sem þar eru, og stórbreytingar, orki tvímæíis, a. m. k. fyrst í stað. Þessi löggjöf skapar grundvöll fyrir frekari breytingum í þessum málum eftir því, sem reynslan leiðir í Ijós síðar. En hér eru þó teknar upp margar þær ábendingar, sem komið hafa frá sambandinu — landsþingum þess og full- trúaráðsfundum. Þessar má nefna: 1. Fasteignaskattur er lögákveðinn í öllum sveitarfélögum. 2. Aðstöðugjald kemur í stað hinna um- deildu veltuútsvara. 3. Landsútsvör á ríkisfyrirtæki, sem reka starfsemi, sem nær til landsins alls, svo og á olíufélög, eru lögfest og væntan- lega bætast við áður en langt um líður bankar og fleiri fyrirtæki. 4. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er lög- festur og eíldur enn frá því, sem áður var með því að í hann renna hlutar af landsútsvörum og einnig er ráðherra heimilt að halda eftir 1% af tekjum sjóðsins unz hann nemur allt að 5 millj. krónum til að sinna þörfum sveitarfélaga, sem aðstoðar þurfa. 5. Einn útsvarsstigi er upp tekinn um land allt. Frumvarpið var rætt efnislega á seinasta fulltrúaráðsfundi svo ekki er ástæða til að ræða J:>að frekar á þessum fundi. Eftir að nokkurra ára reynsla er fengin af íramkvæmd laganna, þarf vafalaust að endurskoða Jiau, eins og flesta slíka löggjöf. ☆ Önnur löggjöf. Fjölmörg önnur málefni hafa komið til kasta stjórnar sambandsins frá seinasta fulltrúaráðsfundi, bæði frá ein- stökum nefndum Alþingis og frá ríkisstjórn- inni. Virðist mér að tekið hafi verið rétt- mætt tillit til ábendinga stjórnarinnar og ber að meta Jjað, enda æskilegt, að jafnan geti verið gott samstarf milli stjórnar sam- bandsins og ríkisstjórnar liverju sinni, Jjví Jjað er mikils vert fyrir framgang hinna ýmsu mála sveitarfélaganna. Frá seinasta fulltrúaráðslundi liafa verið sett ný lög um lijargráðasjóð íslands, lög um ríkisábyrgðir, lög um ríkisfangelsi og vinnuhœli og lög um liéraðsfangelsi. Af öðrum nýlegum frum- vörpum, sem stjórnin hefur verið spurð álits um, mætti nefna frumvarp til laga um bygg- ingarsjóð verkamanna, sem gerir ráð fyrir auknum stuðningi ríkisvaldsins við lausn

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.