Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 6
íslenzka lýÖveldið 20 ára
Hinn 17. júní s.l. var þess minnst með hátíðahöldum um land allt, að þann
dag voru liðin 20 ár frá stofnun lýðveldis á íslandi. Á því tuttugu ára tímabili,
sem liðið er frá rigningardeginum mikla á Þingvöllum, 17, júní 1944, hefur
margt breyt/.t hér á landi. Ekki verður þvi neitað, að sókn þjóðarinnar til liam-
fara og menningar hefir verið mikil og tim margt standa nú íslendingar jafn-
l'ætis öðrum þjóðum, og jafnvel framar sums staðar. Það er því sorglegt, þegar
ísland er nefnt í tölu „vanþróaðra" landa og mjög er landanum þá aftur farið,
ef liann lætur sér slíkt lynda til lengdar.
Á fullveldisdaginn í ár var veður hið ákjósanlegasta um allt land og í Reykja-
vík var meira fjölmenni saman komið til að fagan fullveldinu en nokkru sinni
fyrr. í ræðum forustumanna þjóðarinnar var vongleði og bjartsýni, enda hefir
jrjóðarhagur aldrei verið betri en nú né jijóðin horft vonbetri fram á veginn.
Það verður |jví ekki annað sagt en að sú kynslóð, sem borið hefur uppi þjóðar-
búskapinn Jjessi fyrstu tuttugu ár lýðveldisins liafi skilað miklu og góðu starfi
til hinnar óbornu framtíðar. Sú er é>sk og von allra — og ekki sízt þeirra, sem
fyrir 1944 unnu að ]>ví að draumurinn um lýðveldi á íslandi rættist — að svo
fari fram sem „verið hefur og að liinn huldi verndarkraftur", sem svo olt hefur
sagt til sín í sögu íslands, megi um alla framtíð hlífa hinni stórbrotnu, fögru
og tignarlegu ættjörð vorri um ókomin ár og aldir.
Kápumyndin er frá hátíðahöldunum í Reykjavík á 20 ára lýðveldisdaginn
jregar forseti Islands og forsætisráðherra leggja blómsveig að fótstallinum á
styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, en myndin hér að ofan sýnir mannfjöld-
ann, sem tók þátt í hátíðahöldunum á Arnarhóli í Reykjavík að kvöldi þjóð-
hátíðardagsins 17. júní.
4
SVEITARSTJÓRNARMÁL