Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 10
ISAMT ALIÐI „Fljótahreppur“ Samtal við Georg Hermannsson, vara- oddvita og hreppstjóra Haganeshrepps Samhliða síðustu hreppsnefndarkosningum í Haganeshreppi og í Holtshreppi í Skagafjarðarsýslu var könnuð afstaða kjósenda til sameiningar þessara hreppa í eitt sveitarfélag. Hér er um að ræða svokallaða Fljótahreppa, sem óhætt er að telja eitt og sama byggðarlagið, jafnan nefnt Fljótin. í skoðanakönnun þessari voru þeir, sem tóku þátt í hreppsnefndarkosningunum, spurðir: „Ertu með eða á móti sameiningu Holtshrepps og Haganeshrepps?" Úrslit urðu þau, að í báðum hreppunum var meiri hluti kjósenda samþykkur sameiningu hreppanna. í Haganeshreppi voru 30 meðmæltir, 6 andvígir, en einn skilaði auðum seðli. í Holtshreppi voru 17 með, en 14 á móti. „Skoðanakönnun þessari var skellt á með stuttum fyrirvara án undangenginnar umræðu meðal íbúa hreppanna," sagði Valberg Hannesson, oddviti Haganeshrepps, er hann skýrði Sveitarstjórnarmálum frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar í símtali. „En ég geri ráð fyrir, að málið nái fram að ganga á kjörtímabilinu, og væri þörf á að ræða það nánar og kynna, áður en endanlega verður látið reyna á afstöðu íbúanna, því tekið var skýrt fram, að skoðanakönnunin 1982 væri ekki á nokkurn hátt bindandi. En málefni þessara hreppa eru svo samtvinnuð, að í raun yrði nánast engin breyting á, þótt hrepparnir yrðu sameinaðir." Þegar Georg Hermannsson, varaoddviti og hreppstjóri Haganeshrepps, kom á skrifstofu sambandsins á dögunum, var hann tekinn tali um framhald sameiningarmálsins og um Fljótin fyrr og nú, þetta sérstæða byggðarlag, sem fáir þekkja, nema af afspurn. „Stærsta sameiginlega málefni hreppanna nú,“ segir Georg, „er bygging skólahúss að Sólgörðum, en svo heitir skólinn, sem reistur var í landi jarðarinnar Barðs í Haganeshreppi á árunum 1939 og 1940 sem heimavistarskóli beggja hreppanna. Samstarf þeirra um skólann hefur gefizt vel, og nú er í smíðum nýtt skólahús, sem er um 500 m2 að stærð. Þar eru fyrir fleiri mannvirki, sem hrepparnir eiga sameiginlega, s.s. skólastjórahús og sundlaug." — Er jarðhiti í Barðslandi? „Já, þar er heitur hver. Vatn úr honum er notað til upphitunar á öllum húsum að Sólgörðum og í sundlaugina. Á staðnum var boruð grunn hola, þegar sundlaugin var byggð á árunum 1972-1974. Pá fékkst nægilegt vatn til hennar, og síðan hefur ekki verið reynt að bora frekar." — Var sundkennsla fyrr á tímum í Barðslaug? „Sundlaug hefur verið í Barðslandi í Fljótum um langan aldur. Heimildir eru til um, að þar hafi verið byrjað að kenna sund árið 1880, og mun það vera með fyrstu stöðum norðanlands. Þó var byrjuð sundkennsla nokkru áður við Steinstaðalaug í Lýtingsstaðahreppi, eins og fram kemur í 3. tbl. Sveitarstjórnarmála í ár. Fyrst var þar aðeins um að ræða fyrirhleðslu úr torfi, en síðan byggðu ungmennafélagar í Haganeshreppi steinsteypta laug, sem lengi var notuð eða á árunum frá 1930 til 1970. Var sú laug geysimikið notuð á þessu árabili. M.a. komu unglingar frá nágrannastöðunum, einkum Siglufirði og Hofsósi, á hverju vori og sumri til þess að læra sund. Fjölgaði þá heldur betur í sveitinni, og var oft líflegt við sundkennsluna, sem unglingarnir tóku sem leik miklu fremur en nám. Ég tek líka eftir því, þegar ég bregð mér í sund hér í Reykjavík, að þar sé ég fjöldann allan af miðaldra fólki, sem tók sín fyrstu sundtök í gömlu lauginni á Barði, og virðast þetta vera fastagestir í laugunum enn þann dag í dag. Sundlaugin að Sólgörðum er opin einn til tvo daga í viku allan ársins hring og er mikið notuð, bæði til sundkennslu á vetrum og af almenningi á sumrin, en þá er hún opin á hverju kvöldi og um helgar.“ 200 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.