Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Page 12
SAMTALIÐ
Skólastjórabústaðurinn að Sólgörðum, sem reistur var á árunum
1978 til 1980.
Drangalínu milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur árið 1979.“
— Hefur hreppurinn stuðning af rekstri
virkjunarinnar?
„Við virkjunina starfa að staðaldri þrír menn, og búa
þeir við Skeiðsfoss með fjölskyldur sínar. Holtshreppur
hefur því nokkrar tekjur af virkjuninni í formi
sveitarsjóðsgjalda þessara íbúa sinna. Hinn 18.
desember sl. var Rafveita Siglufjarðar 70 ára, og var í
því tilefni samþykkt að verja 150 þús. kr. í ár til
skógræktar á 30 ha landi, sem ákveðið var í tilefni
afmælisins að friða í landi jarðarinnar Skeiðs. Fjárhæð
þessari var varið úr sjóði, sem Ásgeir Bjarnason, fv.
rafveitustjóri, stofnaði á sínum tíma til að fegra
umhverfi virkjunarinnar.“
Úr Fljótum. Séð yfir Haganesvík og Hraunafjöllin. Á miðri mynd er
Haganesvik, og yfir henni séryfir bæinn Hraun, handan Miklavatns.
Til hægri á miðri mynd er Hópsvatn.
Afstöðumynd af Fljótum. Haganesvík er landfræðilega miðsvæðis,
en lenti úr leið, er þjóðvegurínn um byggðaríagið til Siglufjarðar var
lagður upphækkaður og liggur nú nálægt skólanum að Sólgörðum í
landi Barðs um Ketilás, þar sem Kaupfélag Skagfirðinga rekur verzl-
unarútibú. Sótgarðar eru i Vestur-Fljótum, en svo er Haganeshreppur
oft nefndur, en nálægt hreppamörkum. Skeiðsfossvirkjun er á hinn
bóginn i Austur-Fljótum, eða i Holtshreppi. Punktarnir sýna býlin.
Uppdráttinn teiknaði Lilja Karlsdóttir fyrir Sveitarstjórnarmál.
202 SVEITARSTJÓRNARMÁL