Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 13
SAMTALIÐ Nýja skólahúsiö að Sólgörðum. Við hægri brún myndarinnar má sjá á grindverk við sundlaugina og á sundtaugarhúsið. Ljósmyndina tck Hákon Torfason, lorstöðum. byggingardeildar menntamálaráðuneytisins, I ágúst 1984. — Fljótamenn hafa löngum róið úr Haganesvík? „Það hefur alltaf verið smábátaútgerð á sumrin og á haustin frá Haganesvík, en þar hamlar hafnleysi útgerð. Samvinnufélag Fljótamanna var stofnað á árinu 1919, rak lengi verzlun í Haganesvík og byggði þar frystihús á árunum 1957 og 1958. Það var sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir nokkrum árum, og það notar nú húsið sem frystigeymslu. Nú er heldur engin verzlun í Haganesvík, því kaupfélagið reisti útibú á Ketilási í Holtshreppi árið 1978, og þangað sækja Fljótamenn nú verzlun sína. í Haganesvík var á sínum tíma sláturhús, og er húsið uppistandandi enn, þótt ekki sé það notað, því þar var hætt að slátra fyrir rúmlega áratug. Samvinnufélag Fljótamanna og Kaupfélag Austur- Skagfirðinga á Hofsósi, sem einnig var sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir rúmum áratug, ráku kjötvinnslu og kjötsölu á Siglufirði í fjölmörg ár, og þar var markaður fyrir allar sláturafurðir, sem til féllu í Fljótum. Á Siglufirði hefur á hinn bóginn aldrei verið mjólkurvinnsla, og átti það sinn þátt í, að mjólkurframleiðsla hefur löngum átt erfitt uppdráttar í Fljótum. Ég hef haft atvinnu af rekstri vörubíls og minnist margra ferða, t.d. á síldarárunum, með kjötafurðir frá Haganesvík yfir Siglufjarðarskarð til Siglufjarðar." — Er ennþá verkaður hákarl í Fljótum? „Til forna voru Fljótin kunn að hákarlaveiðum. Voru það bændur og búalið, sem stunduðu þessar veiðar úr Haganesvík og úr Hraunkróki, en bátarnir hafa trúlega verið geymdir á Siglufirði. Ég man eftir að hafa heyrt um eitt eftirminnilegt strand í Haganesvík. Ég held, að þá hafi bátur alveg farið upp og molazt. t>á er að minnast þess, er hákarlaskipið Maríanna fórst, því þá urðu margar ekkjur samtímis í Fljótum. Hákarlaútgerðin er þannig tengd slysasögum. Á síðari árum hafa menn lagt þetta eina og eina lóð, en árangur ekki orðið umtalsverður, að ég held. Þeir kunna þó margir ágæta vel að verka hákarl." — Nú liggja leiðir úr Fljótum til þriggja kaupstaða, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Hvert sækja Fljótamenn aðallega viðskipti og þjónustu? „Mjólk er sótt í Fljótin a.m.k. tvisvar í viku yfir veturinn og oftar yfir sumarið og flutt til vinnslu á Sauðárkróki. Þar eru peningastofnanir héraðsins, og þar eru úrvinnslufyrirtækin. Það gefur því augaleið, að bændur verzla sennilega mest á Sauðárkróki, því allt er þetta samtvinnað. Það er þó styttra að fara til Siglufjarðar heldur en til Sauðárkróks, og sjálfsagt nota menn sér eitthvað þá möguleika að verzla þar, og þangað hafa menn löngum sótt ýmiss konar þjónustu. Vegurinn um Lágheiði liggur fram Fljót og Stíflu og til Ólafsfjarðar. Sú leið er þó aldrei rudd, eftir að hún SVEITARSTJÓRNARMÁL 203

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.