Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 15
ISAMTALIÐ — Við Fljótin hafa löngum loðað kynjasögur? „Já, satt er það. Ég get t.d. sagt eins og draugurinn: Er ég skjótur eins og valur undirförull sem kjói. Föðurland mitt er Flókadalur, fæddur er ég á Mói. Umhverfið er líka hið magnaðasta. Tröllaskaginn er á aðra hönd, en há fjöll og víðáttumikil á hina og sjálft íshafið í norðri. Fljótin hafa löngum verið afskekkt og ill yfirferðar, eins og ráða má af orðum Látra-Bjargar, sem sagði: Flér er kelda, hér er grjót, hér er margt að buga. Ekki er gott að fara um Fljót fyrir ókunnuga. í ungdæmi mínu var eini ferðamátinn að fara á hesti á sumrin og á skíðum yfir veturinn. Þó voru strjálar bátsferðir af og til við nágrannabyggðirnar. Ég minnist þess t.d., þegar útvarpið kom fyrst heima upp úr 1930, að þá varð að fara fótgangandi eða á skíðum á veturna annaðhvort á Hofsós eða út á Siglufjörð til þess að fá rafgeyma hlaðna, og var það ömurlegur flutningur að bera sýrurafgeyma á bakinu langar vegalengdir." — Fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík var úr Fljótum? „Það gefur augaleið, að svona mannmargt byggðarlag, sem lengi hefur búið við brottflutning, á víða niðja. Á Hraunum, sem er eitt stærsta býlið í Holtshreppi, bjó Einar Guðmundsson, faðir Fjölnismannsins Baldvins Einarssonar, sem fæddur var á Molastöðum í Fljótum. Hann gaf út tímaritið Ármann á Alþingi, en féll frá rúmlega þrítugur að aldri. Um hann voru sögð þessi fleygu orð, er hann féll frá: „íslands óhamingju verður allt að vopni". Bróðursonur Baldvins, Einar Baldvin Guðmundsson, bjó um skeið á Hraunum, var þingmaður Skagfirðinga í nokkur ár og kaupmaður í Haganesvík frá árinu 1898. Sonur hans, Páll Einarsson, sem var fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík, á árunum 1908 til 1914, var fæddur á Hraunum." — Bókasafn Siglufjarðar á rætur að rekja til Fljóta? góðu bókasafni. Það varð síðar kjarninn í Bókasafni Siglufjarðar. Guðmundur var lengi hreppstjóri á Hraunum. Heimildir um þetta er m.a. að finna í ritinu Landið þitt, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson frá Hlöðum.“ — Fljótin mega muna fífil sinn fegri, hvað fólksfjölda áhrærir. Á árinu 1910 var sameiginleg íbúatala hreppanna 634, fyrir hálfri öld, hinn 1. desember 1933 voru íbúarnir 476, árið 1953 voru þeir 388, en hinn 1. desember sl. aðeins 185, 82 í Haganeshreppi og 103 í Holtshreppi. Hvert stefnir? „Það stefnir ekki í fjölgun, meðan svo horfir sem nú í atvinnumálum á þessu svæði. Ég eygi engar breytingar til batnaðar, eins og sakir standa. Þó eru möguleikarnir fyrir hendi, ef menn hafa augun opin fyrir þeim. Þarna er t.a.m. verið að koma á fót fiskeldi. Komin er stór fiskeldisstöð á Reykjarhóli í Haganeshreppi, Fljótalax hf. Að henni standa Guðmundur H. Jónsson, forstjóri BYKO í Kópavogi, sem fæddur er og alinn upp í Fljótum, og Teitur Arnlaugsson, fiskifræðingur, sem búsettur er á Reykjarhóli. Þá hefur líka verið stofnuð stór hafbeitarstöð í Hópsvatni, sem líka er í Haganeshreppi, Fljótá hf. Að henni standa Samband íslenzkra samvinnufélaga, Kaupfélag Skagfirðinga, framangreindir eigendur fiskeldisstöðvarinnar að Reykjarhóli og landeigendur vatnasvæðisins." „Dóttir Einars Guðmundssonar, bónda á Hraunum, var gift Guðmundi Davíðssyni, bróður Ólafs Davíðssonar, þjóðsagnafræðings. Hann safnaði þjóðlegu efni um langan aldur og kom sér upp miklu og Laxeldishúsið á Reykjarhóli. Fossinn, sem sésl á myndinni, hefur verið virkjaður til þess að knýja dælustöð, sem dælir sjó heim I eldishúsið. Myndin er tekin niður á sjávarkambi. Gimbraklettur i baksýn. Ljósm. Guðmundur H. Jónsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL 205

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.