Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 18
IÆSKULYÐS- OG TÓMSTIJNDAMÁL Gunnar Örn Jónsson, tómstundafulltrúi Æskulýösráós Reykja víkur: Félags- og tómstundastörf í grunnskólum Reykjavíkur Hver eru áhugamál unglinga? Hvernig er hægt aö ná til unglinga meö holl og þroskandi viðfangs- efni? Hver eru viðhorf unglinga til skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, sem stjórnað er af fullorðnum? Þessarar spurningar og ótal fleiri er hægt að spyrja, en með hverju ári verður erfiðara að finna svör við þeim. Hvernig eyða unglingar tóm- stundum sínum um þessar mundir? Vilja þeir vera mataðir af skipulagðri æskulýðsstarfsemi eða vilja þeir sjálfir ákveða áhugamál sín? Líkamlegur og andlegur þroski virðist vera að færast neðar; það sem 14 ára unglingi var boðlegt viðfangsefni fyrir 3-5 árum, er núna í mesta lagi hægt að bjóða 11 -12 ára aldrinum. Ástæður þess ætla ég ekki að ræða, en um hvað hafa unglingar að velja á tómstundasviðinu? Nefna má ýmiss konar félagsstarfsemi s.s. skátastarf, kirkjulegt æskulýðsstarf KFUM og K, íþróttafélög, fé- lagsmiðstöðvar, félags- og tóm- stundastörf í skólum, ungl- ingaskemmtistaði o.fl. o.fl. Þá eru ótalin viðfangsefni, þar sem unglingarnir sinna sínum eigin áhugamálum útaf fyrir sig. Dæmi: skíðaferðir, vídeógláp, tölvuspil, hlustun á hljómplötur og á „rásina", og fleira mætti nefna. Hvaða vágestir hafa undanfarin ár gripið æ sterkari tökum ungl- ingana, sérstaklega þá, sem ekki hafa of sterkan lífsgrunn til þess að byggja á, þ.e.a.s. í heimilislífi og á félagslegu sviði? Efst á blaði má nefna í þessu sambandi vímuefnin, sem virðast grípa í æ ríkari mæli inn í skemmtanalíf unga fólksins og um leið færast til yngri aldurshópa. Ennfremur má nefna ýmsa miður holla tómstundaafþreyingu, svo sem tölvuspilasali, sem risið hafa hin síðari ár. Þá hafa sprottið upp „ungl- ingaskemmtistaðir", þar sem innan- dyra þrífst miður heppileg tóm- stundaiðja. Skemmtistöðum þess- um er oft á tíðum stjórnað af aðilum, sem eingöngu hafa þá hugsjón að leiðarljósi að hagnast sem mest. Það hefur því sennilega aldrei verið meiri þörf en einmitt nú á, að forráðamenn æskulýðsmála snúi bökum saman og reyni að efla og styrkja það æskulýðsstarf, sem fyrir er í landinu, um leið og leitað er nýrra leiða. Félagsstarf í grunnskólum í 43. gr. grunnskólalaganna segir meðal annars: „/ öllum skólum á grunnskólastigi skal nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tóm- stunda- og félagsstarfi á vegum skólans eftir því sem aðstæður leyfa. í félagsstarfi skal m.a. að því stefnt að nemendur verði færir um að taka að sér félagsstörf í þágu þjóðfélagsins. “ Það er því augljóst, að löggjafinn ætlast til ákveðinna aðgerða varð- andi félags- og tómstundastörf. í grunnskólum Reykjavíkur fer fram viðamikið félags- og tóm- stundastarf meðal nemenda. Und- anfarin ár hefur starfsemin einkum beinzt að eftirfarandi þáttum: 1. Almennt félagsstarf skólans, þ.e. nemendur, nemendaráð og skólastjórn hafa verið fram- kvæmdaaðilar. 2. Tómstundastarf, skipulagt af Æskulýðsráði Reykjavíkur. 3. Svokallað „opið starf" foreldra og nemenda, þ.e. foreldrafé- lögin hafa verið aðalfram- kvæmdaaðilinn. Umsjón og eftirlit með þessu starfi er i höndum tveggja stofnana í borginni fyrir utan skólana sjálfa, þ.e. Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Félagsstarf Félagsstarf barna í grunnskólum Reykjavíkur skipar orðið æ stærri sess í skólastarfinu. Flestir skólar bjóða upp á skipulagt starf einu sinni til tvisvar í viku allt skólaárið. Félagsstarf í grunnskólum: 10-12 ára Diskótek Jólaskemmtun Bekkjarkvöld Skákmót Danskennsla Ferðalög Foreldrakvöld Leiksýningar Opið hús Spilakvöld 13-15 ára Diskótek Árshátíð Opið hús Spilakvöld Bingó Bekkjarkvöld Skemmtikvöld Íþróttahátíð íþróttamót Málfundur Ferðalög Leiksýningar Jólaskemmtun 208 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.