Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 19
ÆSKULÝÐS- OG TÓIVISTIJÍISIPAIVIÁL
Ekki er hægt að nefna ákveðnar
tölur um þátttöku í þessu sambandi,
en samkvæmt könnun, sem Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur og Fræðslu-
skrifstofa Reykjavíkur stóðu að í
febrúar 1980, kemur í Ijós, að u.þ.b.
60-70% reykvískra grunnskóla-
nema sækja reglulega það félags-
starf, sem boðið er upp á.
Fyrirkomulag félagsstarfsins
í upphafi skólaárs eru fulltrúar
skólanna boðaðir á sameiginlegan
fund. Er þar rætt vítt og breitt um
undirbúning og framkvæmd félags-
starfs vetrarins. Þá eru menn
minntir á að láta kjósa nemendaráð
hið fyrsta og útbúa starfsáætlun
þess. Kennarar senda síðan starfs-
áætlanir bæði fyrir haustönn og síð-
an vorönn, til þess að betur sé hægt
að fylgjast með.
Á þessum fundum eru rædd ýmis
sameiginleg mál, s.s. hvernig fé-
lagsstarf sé undirbúið, hlutverk
nemenda og nemendaráðs í skipu-
lagningu, hversu mikið félagsstarf á
að hafa og hvenær að deginum,
starfsáætlanir samræmdar, hvernig
haga skal undirbúningi fyrir stærri
skemmtanir, s.s. árshátíð og jóla-
skemmtanir, ferðalög, útgáfumál,
nemendaskirteini. Á þessum fund-
um segja menn einnig frá starfi hver
í sínum skóla, sínum vandamálum
og skiptast á hugmyndum.
Tómstundastörf í
grunnskólum
Tómstundastarf 10-15 ára nem-
enda á vegum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur hefur um langt skeið
verið fastur liður í starfi grunnskóla.
Sem dæmi má nefna, að árið 1983
tóku 3203 nemendur á áður-
greindum aldri (10-15 ára) þátt í
tómstundastarfinu.
Kynning tómstundastarfsins hef-
ur farið fram á þann hátt, að haust
og vor dreifa umsjónarmenn kynn-
ingarbæklingi meðal nemenda um
þau viðfangsefni, sem eru í boði.
Tómslundaslarf. Unglingar í tágavinnu.
Sumir umsjónarmenn útbúa sjálfir
kynningarblöð og dreifa meðal
nemenda.
Innritun fer fram annaðhvort á
skrifstofu skólans eða umsjónar-
maður annast hana á skólatíma.
Þátttakendur greiða þátttökugjald,
sem er nú á haustönn kr. 100,- að
viðbættu efnisgjaldi, sé um það að
ræða. Þátttökugjöldin standa undir
u.þ.b. 1/3 af launakostnaði.
Reynt hefur verið að gefa út
leiðbeinendabæklinga f ýmsum
námskeiðsgreinum, og sem dæmi
má nefna í rafeindavinnu, snyrt-
ingu, tölvunotkun og kvikmynda-
gerð, og væntanlegir eru bæklingar
í blaðaútgáfu og í myndbandagerð.
Til frekari glöggvunar má nefna,
að í hverjum starfshópi á sviði tóm-
stunda eru 12 nemendur, leiðbein-
endur eru ýmist kennarar eða fólk
með sérþekkingu á viðkomandi
grein. Námskeiðatími er 8 vikur eða
16 kennslustundir. Viðfangsefnin
eru af ýmsu tagi.
sveitarstjórnarmAl 209