Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 20
ÆSKULÝDS- OG TÓMSTUNDAMÁL
Hægt er aö velja um 35 mismun-
andi viðfangsefni. Þau eru sem hér
segir:
Samkeppnisgreinar
Undanfarin ár hefur verið efnt til
ýmiss konar keppnismóta, sem
tengd eru tómstundastarfinu. Til-
gangurinn er sá að örva nemendur
til virkrar þátttöku í tómstunda-
starfinu í skólunum. Þær keppnis-
greinar, sem í gangi hafa verið, eru
Ijósmyndasamkeppni, skákmót,
borðtennismót, leiklistarmót og
kvikmyndasamkeppni.
Opib félags- og tómstunda-
starf
Nokkur undanfarin ár hefur einn
þáttur komið til viðbótar, en það er
svonefnt „opið félags- og
tómstundastarf", þ.e. starf barna og
foreldra þeirra að ýmiss konar við-
fangsefnum á sviði félags- og tóm-
stundastarfs. Tilraunir með þetta
starf hófust skólaárið 1977-1978
og beindust að því að opna skólann
meira fyrir foreldra og börn, þ.e.
íbúa hverfisins utan skólatíma.
Þetta starf hefur verið geysivinsælt,
og margir skólar hafa reynt það í
einhverju formi.
Helztu þættir starfsins hafa verið:
1. Tómstundanámskeið.
2. Sameiginleg ferðalög.
3. Fjölskylduskemmtanir.
4. Samverustundir á laugar-
dögum.
5. Jólaföndur.
Segja má, að viðhorf margra til
skólans hafi gerbreytzt með þátt-
töku í þessu starfi. Skólinn er nú
ekki lengur geymslustaður fyrir
börnin heldur stofnun, sem fjöl-
skyldan öll getur heimsótt í sínum
frístundum og fengið leiðbeiningu í
hinum ýmsu tómstundastörfum.
Margir hafa bent á, að húsnæði
skólans sé vannýtt, eftir að kennslu
lýkur á daginn, en með slíkri starf-
semi sem þessari er kominn vísir að
félagsmiðstöðvum fyrir hverfin, sem
íbúar þess eiga að hafa rétt á að
nýta sér.
Vibfangsefni í opnu starfi
Almennt félagsstarf:
Ferðalög:
- Vettvangsferðir
Fjölskyldukvöld:
— Skákmót
Tómstundastarf í skólum og tengsl þess við atvinnulíf, listir og annað tómstundastarf i þjóðfélaginu.
1. Atvinnulífið 2. List- og verkgr. 3. Tómstundaiðja
Vélritun Leðurvinna Snyrting
Sjóvinna Ljósmyndun Flugmódelsmíði
Blaðaútgáfa Leiklist Skák
Farartækjafræði Leirmótun Borðtennis
Rafeindatækni Kvikmyndagerð Bókaklúbbur
Trésmfði Smelti Vélhjólanámskeið
Málmsmíði Útskurður Fluguhnýtingar
Hljóðupptaka Gítarkennsla Frímerkja- og
Tölvunámskeið Tágavinna myntflokkar
Auglýsingateikn. Hljóðfærasmíði Skrautfiskar
Myndbandagerð Skrautritun Tauþrykk Tónlist Bútasaumur Hnýtingar Myndvefnaður Jólaföndur Skyndihjálp Blómaskreytingar Plastmódelvinna Jólaföndur Steinasöfnun og slipun Skrautfiskaeldi
210 SVEITARSTJÓRNARMÁL