Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 26
ARIÐ 2004
Þróun byggdar
Ef byggt er á framangreindri
íbúaspá, verður að áætla þörfina
fyrir lóðir undir íbúðarhús, stofnanir
og atvinnufyrirtæki. Ef áætlað er, að
3 íbúar verði í hverri íbúð að meðal-
tali, þurfa að bætast við um 170
íbúðir. Ætti að vera rúm fyrir það
byggingarmagn innan þeirra
svæða, sem aðalskipulag gerir ráð
fyrir, að verði byggð. íbúðabyggðin
mun ná yfir eftirtalin svæði: Tjarnar-
mýrarsvæði, Nónvfkursvæði allt að
hesthúsum, vestari Vatnsás með
þjóðvegi, Víkursvæði upp af Dauðs-
mannsvík og verulegan hluta
Grensáss norðanverðan. Fyrir þá,
sem kunnugir eru staðháttum, eru
þessi svæði þekkt. Hinir geta kynnt
sér þau á aðalskipulagi.
í tvær aldir hafa verzlunarhúsin
og aðalviðskiptasvæðið verið í
kvosinni upp af höfninni. Nú liggur
fyrir, að þungamiðja verzlunar og
þjónustu verði færð í nýjan miðbæ,
sem markast af Borgarbraut og Að-
algötu. Meðfylgjandi teikning af
svæðinu gæti sýnt þá götumynd,
sem verður árið 2004, þegar Sam-
bandið hefur byggt sinn Miklagarð
gegnt núverandi verzlun einkafram-
taksins, nýr banki hefur risið,
íþróttahús verið byggt, ráðhús risið,
skólabygging og félagsheimili verið
stækkuð auk annarra þjónustu-
stofnana, sem risið hafa við vist-
götuna Borgarbraut, er ber nafn sitt
af einni af þeim mörgu klettaborg-
um, sem byggðin rís á í Stykkis-
hólmi.
Vistgatan Borgarbraut, sem jafn-
framt verður aðalverzlunargata
bæjarins, mun væntanlega setja
mikinn svip á staðinn, takist vel til
með byggingar og að glæða hana
Iffi með gróðri og iðandi mannlífi þá
fáu sólríku sumardaga, sem for-
sjónin skenkir Snæfellingum.
Atvinnufyrirtæki í iðnaði og mat-
vælaframleiðslu munu einkum
verða á þremur stöðum: við Skipa-
víkurhöfn, í Tjarnarmýri og á
Hamraendum. Öll þessi svæði eru
nú þegar byggingarhæf og því ekk-
ert til fyrirstöðu fyrir athafnamenn
að hefjast handa við byggingu
nýrra fyrirtækja, t. d. á grundvelli
þeirra hugmynda, sem að framan
er getið í liðum a-m.
Samgöngur
Samgöngur geta haft afgerandi
áhrif á þróun byggðar í Stykkis-
hólmi fram til ársins 2004. Stærstur
mun þáttur vegabóta. Ekki þarf að
efa, að leiðin frá Reykjavík til Stykk-
ishólms verður öll lögð bundnu slit-
lagi og vegir allir uppbyggðir svo
að vart snjó á festi.
Samfara þeim samgöngubótum
gæti nýr Baldur orðið í förum milli
Stykkishólms og Brjánslækjar og
aukið ferðamannastrauminn svo
um munar til Vestfjarða.
Snæfellsnesvegur úr Fróðár-
hreppi allt inn í Dali verður upp-
byggður, og mun það auka öll sam-
skipti milli byggða Snæfellsness og
Dala. Það mun styrkja Breiðafjarð-
arsvæðið allt sem atvinnulega og
þjónustulega heild og gera það bú-
sældarlegra.
Flugsamgöngur munu vaxa, ef
sala á ferskum afurðum eykst á er-
lendum mörkuðum. Verði svo, gæti
það leitt til þess, að frá Stykkis-
hólmsflugvelli verði millilandaflug.
Flugvöllurinn gæti jafnframt verið
nýttur fyrir þyrluflug í eyjarnar, sem
gætu með slíkum samgöngum
komizt í byggð á ný. Þau náttúru-
auðæfi, sem eru í eyjum Breiða-
fjarðar, gætu skapað fjölda atvinnu-
tækifæra. Til þess að svo geti orðið,
þarf bættar samgöngur við eyjarn-
ar, en alla aðalþjónustu mætti
216 SVEITARSTJÓRNARMÁL