Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 28
IARIÐ 2004
sækja til Stykkishólms. Þessi fram-
tíðarsýn um eyjar Breiðafjarðar er
með öllu háð samgönguþættinum.
Opinber þjónusta
Opinber þjónusta verður að fylgja
íbúafjölgun. í þeim efnum verður
því að spá um þróun og áætla fram-
kvæmdaþörf hvers áratugar. Meðal
þeirra stofnana eða mannvirkja,
sem ætla má, að rísi til ársins 2004
eða taki verulegum breytingum,
mætti nefna eftirfarandi:
1) Ný kirkja.
2) íþróttahús, ný sundlaug og
íþróttavellir, þ. á m. grasvöll-
ur.
3) 2. og 3. áfangi skólabygg-
ingar.
4) Deildir fjölbrautaskóla ásamt
rannsóknarstofnun á vegum
atvinnuveganna.
5) Lista- og náttúrugripasafn.
6) Staðbundin útvarps- og sjón-
varpsstöð með móttöku fyrir
erlendar sjónvarpsstöðvar.
7) Ráðhús.
8) Amtsbókasafnið filmu- og
tölvuvætt.
9) Sjúkrahús fullbyggt, rekið
deildaskipt ásamt heilsu-
gæzlustöð.
10) íbúöir fyrir aldraða byggðar
við dvalarheimilið.
11) Höfnin í Stykki fullgerð sam-
kvæmt áætlun með garði út í
Súgandisey, smábátabryggju
og aðstöðu fyrir ferju.
12) Höfnin í Skipavík aðlöguð
þeim aðstæðum, sem þarf
vegna nýrra greina í skelveið-
um, t. d. kúfiskveiða.
Lokaorð
Óneitanlega er tekin nokkur
áhætta, þegar fengizt er við spá-
dóma eða áætlanir um mannanna
verk. Þær spár, sem hér eru settar
fram, eru gerðar með öllum tiltæk-
um fyrirvara, enda má segja, að hér
fari nokkur óskhyggja þess, sem vill
láta draumana rætast, án þess að
geta verið viss um að hafa áhrif á
framvinduna.
En maður lifir ekki á brauðinu
einu saman. Meðal hinnar andlegu
næringar er óskhyggjan, en hún
getur ekki aðeins flutt fjöll, heldur
einnig hrundið af stað þróun. Það,
sem hér er sett fram, er tilraun til
þess.
Með góó spil á hendi
Útvegum SARLIN brunndælur
fyrir skolp, vatn og sjó.
Finnsk gæðavara, sarliim
hagstætt verð. ' ^
Einkaumboð á íslandi:
yiTÆKNI HF
Skúlatúni 6 sími 91-29388
218 SVEITARSTJÓRNARMÁL