Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 30
SKJALAVARZLA honum, væru ekki umfangsmeiri en svo, aö þau kæmust fyrir hver ár- gangur í umslagi utan af Eimskipa- félagsdagatali. En þarna voru einn- ig ýmsir sveitarstjórnarmenn, sem kvörtuðu undan sívaxandi pappírs- flóði og skriffinnsku. En þegar á heildina er litið, er framleiðsla hvers kyns gagna á vegum hins opinbera það mikil, að til vandræða horfir með geymslu þeirra. Það er erfitt að segja, hversu mikil þessi framleiðsla muni vera. Fyrir u. þ. b. tveimur árum var gizk- að á, að umfang þeirra gagna, sem til falla hjá ríkinu árlega, gæti verið um 1600 hillumetrar á ári. Þetta er tala, sem hvorki er hægt að sanna né afsanna, en hún kemur nokkuð vel heim og saman við áætlanir eða ágizkanir, sem gerðar hafa verið í nálægum löndum eins og t. d. í Finnlandi og Danmörku. Finnar munu gera ráð fyrir því, að á hverja 100 þúsund íbúa falli til árlega 1000 hillumetrar skjala. Þá er eftir að svara því, hversu mikið geti fallið til árlega hjá sveitarfélögum, en um það liggur ekkert fyrir. Ef til vill mætti gizka á, að það væru 600- 700 hillumetrar fyrir landið allt. Tek- ið skal fram, að þetta er hrein ágizk- un, sem byggist ekki á neinni könnun. Það bætir ekki úr skák, að víða er skipulagi og vinnubrögðum við skjalavistun áfátt. Oftar en ekki er öll regla og skipulag nokkuð handa- hófskennd, og ræður þar miklu um geðþótti og skipulagshæfni hvers og eins. Samræmi milli embætta er takmarkað og fer minnkandi. Þegar einn tekur við af öðrum, er það ekk- ert einsdæmi, að sá nýkomni átti sig ekki á röðunarmáta og skipulagi forverans og setji saman nýjar regl- ur til eigin afnota. Þannig verður smátt og smátt til heill frumskógur skjalasafna, sem fáir geta áttað sig á. Því er jafnvel stundum borið við, að pappírsflóðið sé svo mikið, að ekki sé hægt að koma við neinu kerfi. Þetta er fráleit röksemd. Því stærra sem skjalasafn embættis er - eða því meira sem pappírsflóðið er - því meiri og brýnni þörf er á því, að fastri reglu og skipulagi sé fylgt við skjalavistun. Þessi handa- hófskenndu vinnubrögð valda því oft og einatt, að embætti eiga í erfiðleikum með að finna þau gögn, sem þörf er fyrir hverju sinni, og leiða til aukinnar vinnu og óþæg- inda. Meðferð stofnana og embætta á skjölum sínum og skipulag skjala- vörzlu skiptir þær stofnanir, sem eiga að taka við gögnum síðar til frambúðarvarðveizlu, miklu máli. Ef skjalasafn stofnunar er skipulags- laus haugur, er það ónothæft og lítils virði. Það er vandasamt að raða slíku safni upp á nýtt, e. t. v. plaggi fyrir plagg. Það er einnig mjög sein- legt og útheimtir starfskrafta, sem ekki er víst, að séu fyrir hendi. Þegar litið er til alls þess magns skjala, sem fellur til í stjórnkerfinu, hlýtur sú spurning að vakna, hvort unnt sé og hvort nauðsyn beri til að varðveita allt það, sem til feilur. Þessu hafa flestar þjóðir svarað neitandi, og það hefur í reynd einn- ig verið gert hér á landi, þótt ef til vill hafi öðruvísi verið að staðið. Það er alveg Ijóst, að aldrei fæst fé til þess að reisa þær byggingar, sem duga til þess að hýsa allar skjaladyngj- urnar. Annar kostur er þvf ekki fyrir hendi en að grisja skjalasöfnin. Spurningin er ekki sú, hvort ónýta beri skjöl, heldur hver eigi að henda og hvernig eigi að standa að því, þ. e. hverju eigi að henda. Enda mun það svo, að víðast hvar er það talið einhver mikilvægasti og erfið- asti þáttur í starfsemi þjóðskjala- safna og héraðsskjalasafna að meta þau skjöl, sem berast að eða verða til hjá afhendingarskyldum aðilum, og velja úr þann hluta þeirra, sem varðveita beri. Grannþjóðir okkar á Norður- löndum hafa komið sér upp reglum um þessi mál í heild, og reynsla þeirra mun sýna, að full þörf er á að móta heildarstefnu í þessum mál- um. Það er ekki nóg að horfa á einstaka þætti og einangra þá frá heildinni. En grisjun er aðeins einn þáttur í viðleitninni til þess að ná tökum á skjalamagninu. Segja má, að yfir- leitt hafi þjóðskjalasöfn og héraðs- skjalsöfn lengi vel haft lítil afskipti af skjalamálum embætta og stofnana. En á árunum upp úr 1945 munu þessar stofnanir á Norðurlöndum og raunar víðar hafa farið að láta skjalavistun og skjalavörzlu afhend- ingarskyldra aðila til sín taka í því skyni að ná tökum á skjalafram- leiðslu stjórnkerfisins. Réttur ríkis- skjalasafna og landsskjalasafna til að láta þessi mál til sín taka hefur verið tryggður ýmist með lögum eða reglugerðum. T. a. m. hefur mikið verið unnið að því, að horfið verði frá hinum fjölbreytilegu skjala- vistunarkerfum, sem voru nothæf áður fyrr, þegar fjöldi mála var mun minni en nú er, kerfum eða reglum, sem eru í dag óaðgengileg öðrum en þeim, sem vinna með kerfin dag- lega og muna, hvar málin eru vist- uð. í stað kerfa, sem byggjast á stafrófsröð eða tímaröð, hafa verið teknir upp efnisflokkaðir bréfalyklar, sem byggjast á tugstafakerfi. Efnis- flokkaðir bréfalyklar eru taldir for- senda þess, að unnt sé að ónýta skjöl í málasöfnum, þ. e. bréfaarkiv- um, með hagkvæmum og fræði- lega forsvaranlegum hætti. En hvernig hefur þá verið staðið að grisjunarmálum hér á landi? í reglugerð um Þjóðskjalasafnið í Reykjavík nr. 5 1916 segir í 7. grein: „Skjalvörður skal rannsaka, hvað sé það af skjölum í safninu nú sem stendur, er gagnslaust megi þykja að geyma og ónýta skuli. Skal hann, þegar því starfi er lokið, skýra landsstjórninni frá rannsókn sinni, og segir hún til, hversu með skuli fara og setur reglur um ónýtingu skjala framvegis, er skjalvörður fer síðan eftir.“ Nú eru sveitarfélög meðal þeirra aðila, sem skylt er að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín til varðveizlu samkvæmt 2. grein nefndrar reglugerðar. Það er því 220 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.