Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 32
Á síðasta starfstímabili Alþingis, sem lauk 22. mai sl., voru alls afgreidd 11 lagafrumvörp sem lög. Þar á meðal voru að venju allmörg lög, sem varða sveitarfé- lögin. Hér á eftir verður getið þeirra helztu: (1) Lánsfjárlög nr. 2 frá 20. marz 1984. (2) L. nr. 15 frá 27. apríl 1984 um breytingu á I. 73/ 1980 um tekjustofna sveitarfélaga. (3) L. nr. 43 frá 30. maí 1984 um ráðstafanir í ríkisfjár- málum o. fl. (4) Lög nr. 42 frá 25. maí 1984 um breytingu á I. 10/ 1960 um söluskatt. (5) L. nr. 60 frá 1. júni 1984 um Húsnæðisstofnun ríkisins. (6) L. nr. 64 frá 30. maí 1984 um breytingu á I. 5/ 1962 um sveitarstjórnarkosningar. (7) Hafnalög nr. 69 frá 28. mai 1984. (8) L. nr. 70 frá 30. maí 1984 um breytingu á I. 44/ 1979 um húsaleigusamninga. (9) L. nr. 75 frá 30. maí 1984 um breytingu á I. 73/ 1980 um tekjustofna sveitarfélaga. (10) L. nr. 85 frá 28. maí 1984 um breytingu á I. 21/ 1977 um heimild til stofnunar fjölbrautaskóla. (11) L. nr. 90 frá 30. maí 1984 um breytingu á jarða- lögum nr. 65/1976. (12) L. nr. 92 frá 16. maí 1984 um breytingu á I. 51/ 1981 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. (1) í lánsfjárlögum nr. 2/1984 eru m. a. fastákveðin framlög ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs, Félags- heimilasjóðs og til þjóðvega í þéttbýli og veittar heimildir til ríkisábyrgða vegna lána til hitaveitu- framkvæmda nokkurra sveitarfélaga. (2) Með lögum nr. 15/1984 um breytingu á I. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga voru hækkaðir ýmsir frádráttarliðir frá útsvarsskyldum tekjum. (3) / lögum nr. 43/1984 um ráðstafanir í ríkisfjármál- um o. fl. eru m. a. ákvæði um breytingu á reglum um skil Innheimtustofnunar sveitarfélaga til Tryggingastofnunar ríkisins og flýtingu á endur- greiðslu útborgaðra meðlaga. Þá er í lögunum lántökuheimild fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna uppgjörsflýtingarinnar, og tekjur Jöfnunar- sjóðs af söluskatti og aðflutningsgjöldum eru tak- markaðar við áætlun fjárlaga fyrir árið 1984. Þessi ákvæði hafa það í för með sér, að tekjur Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga munu skerðast á þessu ári og næstu þremur árum um 7-8% á ári og heildar- tekjur sveitarfélaganna þar með um ca. 1% á ári. (4) Með lögum nr. 42 frá 25. maí 1984 um breytingu á söluskattslögum nr. 10/1960 er m. a. veitt heim- ild til að fella niður söluskatt af verksmiðjufram- leiddum húsum fyrir barnaskóla og leikskóla. Þetta nýmæli ætti að leiða til lækkunar á verði slíkra húsa og er því mikið hagsmunamál sveitar- félaganna. (5) Lög nr. 60 frá 1. júni 1984 um Húsnæðisstofnun ríkisins. Hér er um að ræða ný heildarlög um Húsnæðisstofnun ríkisins, Byggingarsjóð ríkis- ins, Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar (verkamannabústaði og leigu- íbúðir sveitarfélaga) og byggingarsamvinnufé- lög. Lögin gengu í gildi 1. júlí sl. og leystu af hólmi eldri lög nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins og eldri lagaákvæði um byggingarsam- vinnufélög. í þessum lögum felast ýmsar breyt- ingar frá áðurgildandi lögum. Ekki verða þær raktar hér, en helztu breytingarnar, sem varða sveitarfélögin, eru þessar: a. Ákvæði eldri laga um lán úr Byggingarsjóði ríkisins til sveitarfélaga. til byggingar dagvist- arstofnana, íbúða aldraðra og öldrunarheimila eru í meginatriðum óbreytt, en þó er tekið sérstaklega fram í nýju lögunum, að heimilt sé að lána úr sjóðnum til hjúkrunarheimila aldr- aðra. b. í lögunum (15. gr.) er nýmæli um heimild sveitarstjórna til að selja lífeyrisþegum hlut- deild í íbúðum, sem lán hafa verið veitt til úr Byggingarsjóði ríkisins. Þá er það nýmæli, að sveitarfélögum skuli heimilt að fengnu leyfi Seðlabankans að selja einstaklingum verð- tryggð skuldabréf til að tryggja sér leigurétt á íbúð eða vistun á dvalarheimili, sem byggt er með láni úr Byggingarsjóði ríkisins. c. Ákvæði um kaupskyldu sveitarfélaga á verka- mannabústöðum er breytt þannig, að kaup- skyldutími verður 15 ár talið frá útgáfu afsals ibúðar í stað 30 ára skv. eldri lögum. d. Skv. lögunum verða hámarkslán til verka- mannabústaða 80% í stað 90% skv. eldri lög- um, þ. e. af kostnaði staðalibúðar. e. Skv. lögunum er lánstimi lána til byggingar leigufbúða lengdur úr 16 árum í 31 ár, og er það mjög þýðingarmikil breyting fyrir sveitarfé- lögin. (6) Með lögum nr. 64 frá 30. maí 1984 um breytingu á lögum nr. 5/1962 um sveitarstjórnarkosningar eru teknar upp í lögin um sveitarstjórnarkosning- ar áður gildandi reglur í lögum um kosningar til Alþingis um, hverjir hljóti kosningu, þegar um hlutbundnar kosningar (listakosningar) er að ræða. Er það hin svonefnda d'Hondt-aðferð við hlutfallskosningar, en með lögum nr. 66/1984 um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis er lögfest önnur aðferð varðandi Alþingiskosningar. (7) Hafnalög nr. 69 frá 28. maí 1984. Hér er um að ræða heildarlög, sem leysa af hólmi eldri hafna- lög nr. 45/1973. í lögunum eru nokkur nýmæli 222 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.