Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 37
IFRA LANDSHLUTASAMTDKUMl
aö slíku samstarfi, mótun þess og
framgangi.
Fjórðungsþingið getur ekki sam-
þykkt tillögur um að svipta núver-
andi smæstu einingar sveitarstjórn-
arstigsins tillögu- og ákvörðun-
arrétti í samstarfi sveitarfélaga.
Fjórðungsþingið tekur undir orð
núverandi félagsmálaráðherra á
Fjórðungsþingi, að slíkt komi aldrei
til greina. Fjórðungsþingið leggur
til, að kjörgengir til héraðssamtaka
skuli vera kjörnir sveitarstjórnar-
menn og varamenn þeirra. Fjórð-
ungsþing fellst á, að sveitarstjórnir
skuli kjósa fulltrúa til héraðssam-
taka á sama hátt og nú er kjörið á
fjórðungsþing.
5. Fjórðungsþing bendir á, að
Fjórðungssamband Vestfirðinga er
nú sameiginlegur vettvangur
sveitarstjórna til umræðna um þau
málefni, sem eru sameiginleg fyrir
fjórðunginn í heild eða viðurkennd
framfaramál einstakra svæða.
Verkefni þau, sem ætlað er að
leysa á héraðsgrundvelli samkv.
96. gr., eru nú að verulegu leyti
leyst með starfi Fjórðungssam-
bandsins, en hin smærri sameigin-
leg verkefni, sem hafa verið leyst
innan sýslunefnda, er nú gert ráð
fyrir að leysa á héraðsgrundvelli.
Flér er um verulega breytingu að
ræða, sem virkar neikvætt fyrir nú-
verandi svæði, þar sem sýslunefnd-
ir eru virkar.
Fjórðungsþing bendir á, að sam-
vinna sveitarfélaga innan sýslu-
nefnda á Vestfjörðum hefur haft
verulegt hagnýtt og félagslegt gildi
fyrir þau sveitarfélög, sem þar eru
þátttakendur.
Með því að leggja þennan sam-
starfsvettvang niður og flytja hin
svæðisbundnu verkefni sýslu-
nefndanna á héraðsgrundvöll, er
hætt við, að sú eining, sem nú ríkir
á þessum vettvangi, falli brott.
Fjórðungsþingið bendir því á, að
verði til héraðsþinga stofnað eftir
tillögum nefndarinnar, þá verði það
skýrt greint í lögum, að innan hér-
aðsþinganna starfi viðurkenndar
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Pingeyri, ný-
kjörinn formaður Fjórðungsþingsins.
einingar, t.d. oddvitafundir, fyrir
hvert svæði núverandi sýslufé-
lagsskipunar, er fjalli um sameigin-
leg, svæðisbundin málefni. Rétt
væri, að í gegnum þessar einingar
væru ákveðin tengsl við umboðs-
menn ríkisvaldsins í héraði.
6. Varðandi kostnað af störfum
héraðsþinga leggur Fjórðungsþing-
ið á það þunga áherzlu, að núver-
andi tekjustofnar landshlutasamtak-
anna, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs
og Byggðasjóðs, yfirfærist til hér-
aðsþings og verði eigi skertir frá
því, sem þeir eru nú.
7. Fjórðungsþing telur mikil-
vægt, að samvinna sveitarfélaga
um framkvæmd einstakra verkefna,
samanber X. kafla tillagnanna, sé í
framkvæmd grundvölluð á samn-
ingum. Þingið lítur svo á, að slík
samvinna einstakra sveitarfélaga
mótist af hagsmunaástæðum, sem
eru mjög breytilegar hverju sinni.
Og þvf sé eðlilegt, að svæðis-
samtök sveitarfélaga, t.d. oddvita-
fundir og héraðsþing, gæti þess, að
samningsgerð um þessi efni fari
fram. Fjórðungsþing ítrekar, að eðli-
leg uppbygging héraðsþinga
grundvallist á núverandi starfsemi
landshlutasamtakanna og því
óþarft að heimila með lagaákvæði
starfsemi staðbundinna lands-
hlutasamtaka.
Fjórðungsþing lýsir ánægju sinni
með gerð samstarfssáttmála ríkis-
stjórnar íslands og Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga, en leggur
mikla áherzlu á, að samstarf þess-
ara aðila fjalli um stjórnunarlegt og
fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélag-
anna.
Lokaorð
Fjórðungsþing Vestfirðinga 1984
telur mjög tímabært, að ný
sveitarstjórnarlög verði sett og að
mestu varði við setningu laganna,
að eðlileg framþróun sveitarstjórn-
armála sé þar mörkuð.
Þingið áréttar það álit sitt, að ný-
skipan sveitarstjórnarmála verði
grundvölluð á þeim samstarfsvett-
vangi, sem þróazt hefur um áraraðir
milli sveitarfélaganna og gifturík
reynsla er komin á. Jafnframt verði
séð svo um í hinni nýju skipan, að
samstarfsvettvangi smæstu sveitar-
félaganna, þ.e. sýslunefndarfund-
unum, sé ekki bara kippt burtu,
heldur verði nýr vettvangur tryggð-
ur í því formi, sem sveitarfélögin
sjálf telja farsælastan.
Aðalfundur Samtaka
sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi
verður haldinn í
Stykkishólmi 16. og
17. nóvember
Aðalfundur Samtaka sveitarfé-
laga í Vesturlandskjördæmi verður
haldinn í Hótel Stykkishólmi 16. og
17. nóvember. Atvinnumál á Vestur-
landi verða til umræðu svo og tillög-
ur endurskoðunarnefndar sveitar-
stjórnarlaga. Einnig verður rætt um
samstarf um rekstur framhalds-
skóla á Vesturlandi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 227